Íþróttablaðið - 01.08.1983, Qupperneq 82
„GAMLAR KEMPUR”
NEITAÐITILBOÐIFRÁ
ST. MIRREN í SKOTLANDI
Kári Árnason er einn af al-
skemmtilegustu knattspyrnu-
mönnum. sem frá Akureyri
hafa komið. Hann var og er
enn sérlega vel byggður
íþróttamaður með mikla
snerpu og líkamsstyrk þrátt
fyrir að vera fremur lágvax-
inn. Sem knattspyrnumaður
var hann óvenju sprettharður
og notfærði hann hraðann vel
til að stinga varnarmenn mót-
herjanna af og komast í
marktækifæri. Og það nýtti
hann alla jafna mjög vel og
skoraði fjölmörg mörk á
keppnisferli sínum, þar á
meðal milli 50 og 60 í 1.
deildinni.
Árið 1968 varð Kári
markakóngur í 1. deild ásamt
þeim Helga Númasyni úr
Fram og KR-ingnum Ólafi
Láurssyni, en þeir skoruðu 8
mörk hver. Þá léku 6 lið í 1.
deild og lék hvert lið því
aðeins 10 leiki í keppninni um
íslandsmeistaratitilinn (sbr.
18 leiki í ár).
Kári Árnason lék allan sinn
feril með Í.B.A. en hann er
KA-maður og lauk keppnis-
ferli sínum undir merkjum
KA eftir að Akureyrarfélögin
hættu að senda sameiginlegt
lið undir nafni íþróttabanda-
lagsins til þátttöku í knatt-
spyrnumótum.
Það var veruleg eftirsjá að
Í.B.A.-liðinu sem var með
þeim allra skemmtilegustu á
síðari helmingi sjöunda ára-
tugarins, varð fjórum sinnum í
röð í 3. sæti íslandsmótsins,
1965—1968,
Nokkrir þessara Akureyr-
inga léku á sínum tíma með
íslenska landsliðinu, oftast
þeir Kári Árnason og Jón
Stefánsson, sem báðir léku 11
landsleiki. Það skrýtna var að
þeir 11 leikir sem Kári lék
dreifðust á 12 ár, en hann var
aðeins 17 ára gamall þegar
hann 1961 á sínu fyrsta ári
sem fyrstudeildarleikmaður
var valinn í íslenska landslið-
ið. Síðast lék Kári fyrir íslands
hönd árið 1972, en það ár lék
Í.B.A. í 2. deild.
Ferill Kára Árnasonar sem
leikmanns í eldlínu íslenskrar
knattspyrnu spannar 16 ár en
hann var ekki við eina fjölina
felldur hvað íþróttir snertir,
heldur fjölhæfur í meira lagi
og hann er enn að, síkvikur og
vel á sig kominn.
Byrjaði í frjálsum íþróttum,
æfði fimleika ásamt knatt-
spyrnunni, nú á fullu í bad-
minton, en skíði uppáhaldið!
„Ætli ég hafi ekki byrjað í
frjálsum íþróttum um svipað
leyti og ég byrjaði í knatt-
spyrnunni. Mínar helstu
greinar voru spretthlaup,
einkum 60 m, langstökk og
stangarstökk, en í síðast
nefndu greininni setti ég ein-
hverju sinni íslandsmet sveina
er ég stökk 3.40 m. Nú, svo
æfði ég lengi fimleika með
fótboltanum og tel mig hafa
haft mjög gott af því. Þegar
keppnisferlinum í knattspyrn-
unni lauk hóf ég að æfa
badminton og fór fljótlega að
keppa á Akureyrarmótum í
íþróttinni svo það má segja að
ég hafi ekki hætt heldur skipt
um íþróttagrein.
Ekki má gleyma skíða-
íþróttinni sem ég held mikið
upp á. Það er ekkert
skemmtilegra en að vera á
skíðum í góðu veðri.“
Önnur áhugamál?
„Það er eiginlega ekki hægt
að tala um neitt slíkt. Ég er
mjög heimakær maður, en er
auk þess alæta á íþróttir,
sannkallaður „sportidjót“ og í
það fer töluverður tími.
íþróttir hafa alltaf verið stór
þáttur í mínu lífi, bæði sem
atvinna (Kári er íþróttakenn-
ari að atvinnu, innskot
íþróttablaðsins) og sem
áhugamál númer, eitt, tvö og
þrjú.“
Eftirsjá frá knattspyrnuferl-
inum?
„Án þess að vilja gera mikið
úr því þá er það eitt atriði sem
ég hugsa stundum um og velti
82