Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 18
Svifdrekaflug
yrði og búum að henni. Einnig er
sumarið stutt hjá okkur og skýjahæðin
lítil. Verðum við því að nýta hvert tæki-
færi sem gefst til flugs þó skilyrðin séu
kannski ekki eins og best verður á
kosið.
Fyrst þegar við fórum með landslið-
inu til keppni var farið til Skotlands og
vorum við ósköp litlir samanborið við
þessa frægu karla sem þarna voru sam-
an komnir. Við töldum okkur ekki hafa
roð við þessum mönnum en raunin
varð önnur. Nokkru fyrir keppnina
voru allir keppendurnir saman komnir
uppi á fjalli og átti að taka eitt æfingar-
flug. Skilyrðin voru vægast sagt léleg
og enginn komst á loft af þeim tuttugu
sem fyrst reyndu sig. Þá fóru tuttugu
til viðbótar og sagan endurtók sig. Þá
stóð okkur íslendingunum ekki á
sama, við vorum farnir að halda að
flugskilyrðin væru mun verri en okkur
sýndist. En röðin var komin að okkur
og við urðum að prófa eins og hinir
þótt það væri okkur þvert um geð. Við
spenntum okkur við drekana, hófum
okkur til flugs og merkilegt nokk,
flugskilyrðin voru alls ekki svo slæm á
íslenskan mælikvarða. Við kunnum að
berjast við lítið og lélegt uppstreymi og
náðum okkur upp, öllum og þá ekki
síst okkur til mikillar undrunar.
Það segir hins vegar ekki alla sög-
una þótt íslenska liðið hafi komist á
loft og hafi flogið meðan aðrir fundu
ekki byr undir sína vængi. Erlendu
keppinautarnir hafa mun meiri reynslu
í langflugi, þeir geta náð mun meiri
hraða en við og keyra mun betur á
milli hitauppstreyma."
En hvernig fór þetta fyrsta mót ykk-
arí útlöndum?
„Við unnum það.“
FÉLAGSLÍFIÐ
Hvernig stendur á því að svifdreka-
flug er einkum stundað á Suðvestur-
landinu? Nú finnast hærri og brattari
fjöll annars staðar á landinu.
„Einfaldlega vegna þess að hér á
Suðvesturhorninu eru einhver bestu
skilyrði til svifdrekaflugs á landinu.
Það er mikill misskilningur að við
þurfum há fjöll. Við leitum að upp-
streymi og það er ekki sjálfgefið að
það sé til staðar í þröngum Ijörðum
umluktum háum og bröttum fjöllum. í
nágrenni Reykjavíkur eru nokkrir stað-
ir öðrum betri til svifdrekaflugs og velj-
um við staðina eftir vindátt. Einn af
flugstöðunum okkar er við Sandskeið
og köllum við hann „Litla hang“. Það
er ekki fjall heldur 40 metra hár hóll og
oftast Iátum við nægja að fara upp háif-
an hólinn. Við hann er oft ágætt upp-
streymi sem við getum notað til að
komast í háar hæðir.“
Fullkominn útbúnaður kostar því
ekki mikið. Rekstrarkostnaðurinn er
sáralítill og það kostar ekkert að fljúga
um loftin blá. En sumarið er stutt hjá
okkur og oft er freistandi að fljúga á
fögrum dögum þótt ekki sé hefðbund-
inn frídagur. Við þrír erum allir það
heppnir að vinna sjálfstætt og getum
skroppið frá þegar fluglöngunin verð-
ur óbærileg en það þýðir líka að við
verðum að vinna á kvöldin og þær
helgar sem ekki er hægt að fljúga.“
Þið eruð það heppnir að hafa vegi
upp á Úlfarsfell og Vífilsfell. Að vísu
ekki malbikaðar hraðbrautir heldur
jeppaslóða, er jeppinn jafn nauðsynleg-
ur og svidfrekinn?
„Nei, það flýgur enginn langt á
jeppa!
Hitt er annað mál að gott er að hafa
aðgang að jeppa og smjaðra þá pínulít-
ið fyrir jeppaeigandanum í hópnum. En
það hefur aldrei verið neitt vandamál
að komast á flugtaksstaðinn ef áhug-
inn er fyrir hendi á annað borð.“
Mesta úrval landsins ...
hjá okkur
Al T A
1 nlPAII>l I >
ÚTILÍF"
NámskeiÖ • Ráögjöf • HugbúnaÖur
TÖLVUFRÆÐSLAN