Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 70

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 70
KA-heimilið ins er ýmis annar rekstur í gangi. Heimilið var í sumar opið alla daga frá kl. 14—22, og á þeim tíma var hægt að fá sér í svanginn á matsölustað sem þar er. Næsta sumar verður þarna huggu- legasta sólbaðsaðstaða á Akureyri, að sögn Stefáns. Þar verður 300 m2 ver- önd girt með glervegg til skjóls íýrir norðan og austanáttinni. Útigrillað- staða er sunnan við húsið, og að aust- anverðu er búið að ákveða að koma upp 12 holu minigolfvelli. Stefnt er að því að sem mest sé um að vera alla daga og að KA-menn eigi sér þarna annað heimili. Út frá því var nafnið val- ið, KA-heimiIið. „KA á bestu stuðnings- mennina" Ekkert hefur verið til sparað til að gera húsið sem heimilislegast. Enginn íburður en allt smekklegt og snyrtilegt, bæði innan húss og utan þar sem 5—600 m2 hellulagt svæði og á annað þúsund fermetra malbik setja punkt- inn yfir i-ið. Engan undraði er Fegrun- arnefnd Akureyrar heiðraði KA sér- staklega í ágústmánuði fyrir frágang- inn á félagsheimilinu og mikinn fram- kvæmdahraða. En eitthvað hlýtur dýrðin að hafa kostað. Hvernig fóruð þið að þessu, Stefán? „Þegar við byrjuðum voru engir peningar til. Við höfðum staðið í mikl- um vallarframkvæmdum og kassinn var tómur. Einhvern veginn hefur þetta samt gengið. íþróttasjoður ríkis- ins leggur til 40% af kostnaðarverði, það greiðist á fjórum árum. Fyrrver- andi bæjarstjórn og bæjarstjórinn Helgi Bergs studdu okkur með lánum á tækjum. Við höfum verið með ýmsar íjáraflanir vegna framkvæmdanna, en mest munar um gjafir verktaka og starfa sjálfboðaliða. Framkvæmdirnar eru metnar á 15—16 milljónir og með framlögum ríkis og bæjar næstu fjögur árin tekst að kljúfa þetta. Næstu tvö ár verða erfið vegna niðurgreiðslna lána og vaxta, en etta hefst. Heimilið er komið upp án þess að félagið skuldi óheyrilega mikið. Áhangendur KA eiga heiður skilinn fýrir það sem þeir hafa lagt af mörkum í bygginguna. Ég er ekki í vafa um að KA á bestu stuðn- ingsmenn sem íslenskt íþróttafélag á. 70 Það er ekki á neinn hallað þó ég nefni sérstaklega Skúla Ágústsson og bræð- ur hans í þessu sambandi. Svona samvinna frjáls félags og hins opinbera, ríkis og bæjar, er að mínu viti mjög til eftirbreytni. Ef félagið gerir kröfur til ríkis- og bæjaryfirvalda verða þau kröfuhörð á móti. Ég ráðlegg þrýstihópnum sem hyggja á einhverjar framkvæmdir til að gera fýrst kröfur til sjalfra sín áður en farið er að heimta alt af hinu opinbera." í lokin laumar Stefán því að mér að fýrsti fundur bygginganefndar hússins hafi verið haldinn eftir að búið var að reisa húsið! Bygginganefndin saman- stóð af Stefáni sjálfum (formaður), Guðmundi Heiðrekssyni formanni KA, Hermanni Sigtryggssyni æskulýðsfull- trúa, Jóhanni Aðalsteinssyni og Hreið- ari Jónssyni. Þeir afgreiddu málin í gegnum síma í stað þess að kalla alltaf til fundar þegar taka þurfti ákvörðun. Betra að eyða timanum í framkvæmdir en mas um það hvað skuli gera og hvernig! Þessi máti hefur gefist vel. Að minnsta kosti er vandfundið glæsilegra félagsheimili hér á landi og nýting fermetranna er til fýrirmyndar en gólf- flöturinn er um 270 m2 og hæðirnar tvær. Forystumönnum KA hefur einnig tekist það ætlunarverk sitt að gera staðinn að öðru heimili KA-manna, sannkölluðum fjölskyldustað. í sumar komu 4—500 manns á svæðið dag hvern og þar var alltaf eitthvað um að vera. Byggingarsaga KA-heimilisins er einkar lærdómsrík og sýnir hvað hægt er að gera með dugnaði, vilja og mátu- legri bjartsýni. Hugmyndasmiður heimilisins Stefán Stefán Gunnlaugs- son á heiður skilinn og þótt í mörgum íslenskum íþróttafélögum séu til dug- miklir og framkvæmdasamir eldhugar held ég að flest þeirra myndu þiggja að fá atorkumanninn Stebba Gull lánaðan í eins og eitt ár eða svo. Hitt er svo annað mál hvað frú Hugrún segir um það! Hellesens • Vtí Rauð fyrir transistora Gull fyrir transistora og mótora Svört alkalin margföld ending. Úra og tölvurafhlöður í úrvali Umboðs og heildverzlun HRÍSNES h.f. Auðbrekku 16, Kópavogi, sími 44411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.