Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 63

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 63
Sigfried Held inu. Þeir eru með meiri reynslu og eiga auðveldara með að standast álagið sem fylgir landsleikjunum." Þú hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir að einbiína á atvinnumennina og líta framhjá leikmönnum sem spila hér heima. Gagnrýnisraddirnar kalla á Guð- mund Torfason sem margir telja besta leikmann fyrstu deildar. Á hann ekki heima í liðinu? „Nei, enn sem komið er á Guðmund- ur Torfason ekki heima í íslenska landsliðinu. Ég hef séð marga leiki með Fram í sumar og hef tekið eftir ánægjulegum framförum hjá Guð- mundi en hann vantar reynsluna sem atvinnumennirnir hafa og þá reynslu met ég mikils. Öll gagnrýni á rétt á sér og enda- laust má deila hvaða leikmenn eigi að spila fyrir hönd landsins. Mér hefur reyndar virst sem íslendingar vilji hafa tvö landslið, annað skipað áhuga- mönnum og hitt atvinnumönnum sem leika erlendis en fólk verður að gera sér grein fyrir því að atvinnumennirnir eru íslenskir leikmenn, rétt eins og þeir sem spila hér í íslandsmótinu. íslenskir knattspyrnumenn, hvar í heiminum sem þeir leika, mynda eina heild og úr þeim hópi vel ég þá leikmenn sem mesta reynslu hafa og ég tel hæfasta til þess að leika fyrir hönd íslandsT Er það nægur tími fyrir þig að vera með landsliðið 3 daga fyrir leik, eins og óumflýjanlegt er þegar kalla þarf leik- menn utanlands frá fyrir hvern leik? „Vissulega fýlgja því óþægindi að þurfa að kalla liðið saman fyrir hvern leik. En leikmennirnir þekkjast inn- byrðis og eru í góðri þjálfun. Við reyndum líka hvað við getum til að ná liðinu saman þessa fáu daga sem við höfum fyrir hvern leik. Leikmennirnir eru misjafnlega búnir undir landsleik þegar þeir koma hing- að. Þeir leika reglulega með liðum sín- um erlendis og gefa þar ekkert eftir. Það skiptir því miklu máli að búa leik- mennina rétt undir leikina, hlúa að liðsheildinni og byggja leikmennina upp, andlega og líkamlega þannig að allir verði sem best búnir undir átök- in.“ Næstu leikir iandsliðsins í Evrópu- keppninni eru við Sovétmenn, Norð- menn og Austur-Þjóðverja, hverjir eru möguleikar okkar móti þessum liðum? Ásgeir Sigurvinsson stóð sig vel gegn Frökkum á dögunum. Fernandes franski fylgist með sendingunni. „Við eigum alltaf möguleika á sigri. Aldrei er hægt að fullyrða um getu knattspymuliða. Liðin geta verið mis- jafnlega undir leiki búin, þau geta leik- ið langt undir getu í dag og átt stjörnu- leik á morgun. Það má því aldrei gefast upp fyrirfram." Hvað með framtíðina, ert þú búin að gera einhver langtíma plön fyrir lands- liðið? „Nei, ég hugsa um hvern landsleik fyrir sig og reyni að tefla fram sterkasta liði sem völ er á í hvert og eitt sinn.“ Fylgist þú með atvinnumönnunum okkar erlendis? „Já ég reyni að fylgjst með þeim eins og kostur er. Ég er mikið í Evrópu og horfi á þá spila og hef eins mikið sam- band við þá og mögulegt er. Ég tel mig vita töluvert um þá og kalla þá heim vegna þess að þeir eiga heima í lands- liðshópnum, ekki vegna þess að þeir eru atvinnumenn. Atvinnumennskan er engin trygging fyrir því að verða val- inn í landsliðið." Á varamannabekkjum landsins er oft hamagangur í öskjunni. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.