Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 73
Á heimavelli
SENDIBlLASTÖÐIN hf.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 25050 gS REYKJAVÍK
T raustir menn
sinnum ef þú vilt kókið sem við kom-
um með til þín!!!
HANDÓNÝTCIR í
RÚMINtl
Talandi um knattspyrnu er ekki
hægt að gleyma þætti áhorfenda í
öllu sjónarspilinu. Þáttur þeirra er
ekki alls staðar hinn sami því á minni
stöðum úti á landi þar sem leikið er í
neðri deildum eru þeir oft æði áber-
andi. Kannski sökum þess að þá
standa þeir nánast hringinn í kring-
um völlinn og reyna að trufla and-
stæðingana eins og frekast er unnt.
Ekkert gaman væri að leika knatt-
spyrnu ef engir væru áhorfendurnir
og því eru uppátæki þeirra ætíð
minnisstæð. Fyrir skemmstu sótti
eitt liðanna í l.deild lið heim sem
leikur í 3.deild — staðsett utan
Reykjavíkursvæðisins. Þegar líða tók
á leikinn og gestirnir höfðu yfirhönd-
ina í leiknum tóku nokkrar húsmæð-
ur sig til því þær sáu að eitthvað
þurfti að gera til að koma gestunum
úr jafnvægi. Lölluðu þær í rólegheit-
unum fyrir aftan mark andstæðing-
anna og Iitu markmanninn sem þykir
frekar glæsilegur, girndaraugum.
„Hann er bara nokkuð álitlegur
þessi,“ sagði önnur það hátt að
markmaðurinn heyrði vel og skil-
merkilega. Hann lét þó ekki raska
einbeitingunni. „Hvernig ætli hann sé
í rúminu," bætti sú fyrri við er hún sá
að vinurinn lét ekki hrófla við sér. „Iss
hann er örugglega alveg handónýt-
ur,“ svaraði vinkonan þá að bragði
og síðan fylgdu nokkrar skemmtileg-
ar glósur í kjölfarið. Ekki tókst hús-
mæðrunum að hafa áhrif á gang
leiksins því gestirnir reyndust sterk-
ari. Eigi vitum við hvort mark-
maðurinn hafi nokkuð stundað ból-
farir í viðkomandi bæjarfélagi.
SKONDINN ÞCILGR
CJm daginn stóð yfir leikur í 3.deild
á gervigrasinu milli IR og einhvers
ónefnds liðs. Ekki vitum við hvort
leikurinn þótti spennandi en vallar-
starfsmanninum leiddist þófið í leikn-
um og sat vonsvikinn yfir símanum á
meðan sætu stelpurnar svömluðu í
sundlaugunum í næsta nágrenni.
Syfjulega leit hann út um gluggann
— í áttina að áhorfendastæðunum
sem þykja ekki þau bestu í heimi.
Eitthvað var púkinn í pilti að pukrast
í honum því míkrafónninn var gripinn
og stuttu síðar ómaði í hátalarakerfi
svæðisins: „Ahorfendur eru vinsam-
legast beðnir um að þjappa sér sam-
an í stúkunni." Báðir áhorfendurnir
litu vandræðalega hvor á annan, síð-
an í kringum sig — hristu höfuðið en
sátu sem fastast.
GNDRANDI
DÓMARINN
Það gerðist í leik í l.deild í sumar
að heimaliðið sem var sterkari aðil-
inn í leiknum skoraði mark strax á
7.mínútu leiksins. Dómari leiksins
sem var nýr af nálinni og dæmdi sinn
fyrsta leik benti á miðjupunktinn, 1:0.
Þegar leikmenn voru að fagna marki
hljóp einn húmoristinn úr liði heima-
manna til dómarans og spurði í einu
óðagoti hve mikið væri eftir af leikn-
um. Sagan segir að dómaranum hafi
brugðið svo við þessa spurningu í
byrjun leiks að hann hafi næstum
gleypt flautuna. Þess má geta að
dómarinn stóð sig vel í leiknum og
dæmdi eins og herforingi.
LEIÐRÉTTING
í síðasta tölublaði íþróttablaðsins
var kynning á einum efnilegasta
knattspymumanni landsins sem bú-
settur er á Neskaupstað. Drengurinn
heitir Ólafur Viggósson en nafnið
hans skolaðist til í gegnum prentvél-
ina og hefur að öllum líkindum orðið
þar eftir. Ólafur er beðinn velvirðing-
ar á þessum mistökum en óskum
honum áframhaldandi velfarnaðar á
vellinum. Meðfylgjandi mynd er af
þessum efnilega dreng.
73