Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 75
Á heimavelli
„DIEGO“
HEIMISSON
Eins og gengur og gerist verða
ektakvinnur íþróttamanna þungaðar
annað veifið. Heimir Karlsson þjálfari
ÍR í knattspyrnu og fyrrum atvinnu-
maður „skoraði" hjá kærustunni
Önnu Kristínu síðastliðið haust og
afleiðing þess var drengur sem fædd-
ist í lok júní síðastliðins. Ekki það
að heimsmeistarakeppnin í fótbolta
hafi haft nein áhrif á Kristínu á með-
göngutímanum en þrátt fyrir það gat
hún þess þegar Ijóst var að úrslita-
leikurinn yrði 29.júní að hún myndi
örugglega fæða á sama tíma og leik-
urinn stæði yfir. Ekki vitum við um
viðbrögð Heimis við ummælum kon-
unnar því hann hafði vitanlega mik-
inn áhuga á úrslitaleiknum — svo og
barninu. Nú en það stóð heima —
Anna fór á sjúkrahús og Heimir á eft-
ir. Klukkan 18.50 þegar hálfleikur var
í leik Argentínu og V-Þýskalands
fæddist frískur drengur og Heimir var
alsæll þótt hugurinn hafi verið á
tveimur stöðum. A sjúkrahúsinu var
sjónvarp og þegar Heimir hringdi í
ættingjana horfði hann samtímis á
Þjóðverja jafna leikinn. Heimir lét
þess getið að drengurinn hafi strax
fengið viðurnefnið Diego — í höfuð-
ið á knattspyrnusnillingnum Mara-
dona sem lék eins og engill í heims-
meistarakeppninni. Ekki vitum við
hvort „Diego“ Heimisson heldur
nafninu lengi en hafi hann sömu
takta og faðirinn og átrúnaðargoðið
er það ekki ólíklegt.
NÝTT í BÆNGM
Frá og með 1. september opnar
Vilborg Nielsen leikfimi- og erobikk-
stöð í Hamraborg 24 Kópavogi —
undir nafninu Þrekkjallarinn. Boðið er
upp á frúarleikfimi, herraleikfimi og
erobikk. Frúarleikfiminni er skipt í
tvo hópa. Hópur 1 er fyrir byrjendur
er hafa lítið sem ekkert stundað lík-
amsþjálfun. Hópur 2 er framhalds-
hópur og er hægt að velja um morg-
untíma og síðdegistíma. Herraleik-
fiminni er einnig skipt í hópa og eru
þeir tímar á laugardögum eftir há-
degi. Loks kemur hið geysivinsæla
erobikk og er því skipt í 3 hópa. Hóp-
ur 1 er fyrir byrjendur og þá sem eru í
lítilli þjálfun — hópur 2 er miðlungs-
erfiður og hópur 3 er þrektími fyrir
þá sem eru í góðri þjálfun.
Eins og sjá má er um mismunandi
æfingar að ræða í hverjum tíma sem
miðast við getu hvers og eins. Að-
staðan í Hamraborginni er frábær —
nuddpottur, gufa og ljós. (Ljósin eru á
vegum Sólarlands). Einnig er setu-
stofa fyrir þá sem vilja fá sér hress-
ingu og slappa af eftir tímann.
Vilborg útskrifaðist úr íþróttaskól-
anum á Laugarvatni síðstliðið vor en
hún hefur einnig kennt erobikk og
frúarleikfimi undanfarin ár og er því
enginn nýgræðingur í faginu. Með
Vilborgu munu einungis lærðir
íþróttakennarar starfa — má þar
nefna Eyrúnu Ragnarsdóttur. Með-
fylgjandi mynd er af þeim stöllum
Vilborgu og Eyrúnu í Þrekkjallaran-
um.
Innritun og upplýsingar eru í síma
46191.
HtlGMYNDIR
Svo að lokum elsku lesendur! All-
ar léttar, skondnar sögur úr heimi
íþróttanna eru vel þegnar — sannar
eða lognar. Vinsamlegast sendið
okkur eitthvert léttmeti ef þið lumið
á slíku. Það má og vera erlendis frá.
Sendist á íþróttablaðið Ármúla 38,
108 Reykjavík.
„Heilbrigð sál í
hraustum líkama“
Að boróa holla fæðu. að drekka ekki áfenga drykki. að
hreyfa sig reglulega (ganga. skokka. synda). að nota
ekki tóbak. að taka þátt í hugsjónastarfi. allt eru þetta
lífsvenjur sem margir viðskiptavinir ÁBYRGÐAR temja
sér. Þar að auki eru þeir varkárir. í umferðinni og allri
breytni sinni. Þeir hugsa sitt ráð og þekkja ábyrgð sína.
Og ÁBYRGÐ þekkir þá. Lífsstíll þeirra er grundvöllur
þess. að ÁBYRGÐ getur veitt þeim hagstæðar
tryggingar gegn lægra iógjaldi.
Lífsstíll bindindis er hinn nýi heilsusamlegi lífsstfll —
jákvæði lífsmáti. Lífsmáti sem borgar sig og heillar æ
fleiri til sín!
Lífsstíll heilbrigðis og hollustu!