Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 65

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 65
að sowa Gunnlaugur hefur starfað sem „free lance“ blaðamaður og Ijósmyndari í 5 ár eftir að hafa lokið 3 árum í Fjöl- brautaskólanum Ármúla. Hann hefur flakkað um heiminn á eigin vegum, safnað efni og selt hér heima — mest þó ánægjunnar vegna. Einnig hefur Gulli skrifað fyrir bresk bílablöð svo og hið þekkta blað GEO. í einni utan- landsferðinni kynntist hann tékknesk- um rallaðstoðarmanni og spurðist fyrir um hvort hægt væri að fá leigðan rall- bíl í Tékkóslóvakíu. Þannig hófst ævin- týrið. FYRSTIÍSLENSKI ATVINNUMAÐ URINN Gulli er kannski ekki þekktasti rall- ökumaður íslands en engu að síður er hann fyrsti íslenski ökumaðurinn sem kemst á samning erlendis. Hann keppir fyrir Chemo petrol í Tékkóslóvakíu á Skoda. Það fyrirtæki gerir út 4 bíla og er þremur þeirra ekið af heimamönn- um. „Ég er sá eini sem er utanaðkom- andi hjá fyrirtækinu. Líklega sjá þeir hag í því að hafa mig með því ég get útvegað þeim margt frá Vestur-Evrópu sem ekki fæst hinum megin við járn- tjaldið. Til að mynda gaf ég einum við- gerðamanninum hanska þegar ég var þar síðast. Þeir vöktu það mikla lukku að ég var beðinn um að senda 6 pör til viðbótar." „í minni fyrstu keppni á íslandi ók ég Ford Escort. Reyndar hef ég aðeins tekið þátt í 5 röllum á íslandi — oftast sem aðstoðarökumaður Reynslan er því ekki mikil. Ég byrjaði að keppa á Skoda af því að ég vorkenndi bílnum svo mikið. Mig langaði til að sýna að þessi bíll gæti eitthvað því hann hefur náð góðum árangri í sínum flokki hvað vélarstærð áhrærir. Ég hef aldrei borið sigur úr býtum í ralli og ef til vill fer það fyrir brjóstið á einhverjum að ég skuli vera kominn á samning erlendis. Upphaflega byrjaði ég í ralli meira af hugsjón en til þess að ná árangri“. NÝR BÍLL í SMÍÐUM Áður en Gulli komst á samning í Tékkóslóvakíu tók hann þar þátt í einu ralli — með ævintýraþrá í huga. Hann hafnaði í 39. sæti af 170 keppendum og verður það að teljast góður árang- ur. Um þessar mundir (17.09.) hefur hann nýlokið þátttöku í öðru ralli í Tékkóslóvakíu en af skiljanlegum ástæðum höfum við ekkert frétt. Á næsta ári mun Gunnlaugur keppa í 5 röllum á vegum fyrirtækisins og koma þá tveir keppnisbílar til greina. „Það er verið að smíða nokkuð kraftmikinn bíl fyrir mig úti og líklega mun ég keppa á honum á íslandi. Auk þess að keppa í Tékkóslóvakíu förum við á 3 röll í bresku meistarakeppninni — þá með aðstoð Skoda í Englandi. í rallinu í september verða um 100 þátttakendur og eknir verða um 700 kílómetrar. Áður verðum við búnir að skoða leið- ina að minnsta kosti 5 sinnum. Þrír bíl- ar keppa á okkar vegum og þarf um 20 manna starfslið og 6 viðgerðarbíla. Þetta er því heilmikið fyrirtæki að taka þátt í einu ralli og mikill viðbúnaður. Til gamans má geta þess að liðið hefur sýnt áhuga á að keppa á íslandi og kemur Ljómarallið þá bara til greina því það er eina alþjóðlega rallið. Það kostar heilmikla vinnu fyrir liðið að fá að fara til íslands og þarf ég að lofa rík- isstjórninni í Prag að sjá um alla hluti fyrir þá. Þeir sem kæmu til með að að- stoða okkur í þessu eru Jöfur, Flug- leiðir og Skoda í Englandi." JÓN BESTURÁ ÍSLANDI „Jú, rallið er mjög dýrt sport — sama hversu ódýrt menn vilja hafa það. Kostnaður við hvert rall hér heima veltur á tugum þúsunda og oft meira. Ef þú lendir út af í ralli geturðu orðið fyrir stórtjóni og það bundið enda á ferilinn. Hér heima eru að minnsta kosti 4-5 mjög góðir ökumenn sem hafa hreinlega ekki efni á því að keppa í ralli. Það er alveg vitað mál að íjár- sterkasti aðilinn er efstur í íslands- meistarakeppninni og er hann örugglega fyrsti maðurinn til að viður- kenna það. En hann er jafnframt sá besti að mínu mati og hefur staðið sig mjög vel. Þetta er Jón Ragnarsson og aðstoðarmaður hans er 16 ára sonur hans. Kostnaður rallökumanns er fjár- magnaður með auglýsingum á bílum og er það mín helsta tekjulind. Launin sem ég fæ í Tekkóslóvakíu eru lág og ekki sambærileg við kaup almennt. En ég þarf ekki að sjá um kostnaðinn við bílinn því þeir sjá algjörlega um hann — viðhald og annað þess háttar.“ SOFANDIHÁTTUR HJÁ OKKUR — Hvernig er aðstaða til þess að halda rall á íslandi. Gætum við ekki gert meira af því? „Við erum með eina bestu aðstöðu í heiminum til að halda rall — hvað mai- arvegi varðar. Þetta er ekkert annað en sofandiháttur því allt er gert á síðustu stundu. Það verður til að mynda al- þjóðlegt rall á íslandi í september en ekkert hefur verið gert til þess að fá þá bestu erlendis til að vera með. Það hefði verið hægðarleikur að fá 5-10 góða keppendur erlendis frá ef fyrirvari væri hafður á. Þá fengjum við pressuna með okkur og enn fleiri kæmu næst. Fyrir nokkrum árum kom hingað Frakki sem skipulagði íslandsrallið og gerði það að öllu leyti vel en mjög illa var staðið að öllu að okkar hálfu. Hann 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.