Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 29
AÐ KOMAST í Úlfar Jónsson, yngsti íslandsmeistari í golfi frá upphafi: Texti og myndir: Páll Ketilsson „Það er auðvitað ansi margt sem situr ofarlega í kolli manns eftir árangursríkt sumar og eftirminni- legt. Þar ber auðvitað hæst fyrsti ís- landsmeistaratitillinn í meistara- flokki. Það var stór stund fyrir mig að vinna íslandsmótið, takmark sem ég hafði stefnt að. Að fá boð frá Doug Sanders um skólavist í einum virtasta háskóla í Bandaríkjunum er einnig einn mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Nú, og ég get ekki neitað því að sjá uppá- halds golfara minn, Ballesteros í keppni var mikil upplifun. Draum- urinn er auðvitað að fá að spila á móti kappanum við tækifæri. En hann verður að gefa mér þó nokkur ár ennþá.” íslandsmeistarinn ungi horfir á mig alvarlegum augum og skellir svo uppúr: Segir síðan: „Þú veist að öllu gríni fylgir nokkur alvara”. Sannarlega orð að sönnu hjá Úlfari Jónssyni, 18 ára Hafnfirð- ingi og yngsta íslandsmeistara í golfi frá upphafi. Hann var 17 ára þegar hann vann titilinn í sumar. Ekki bara það, heldur varð ungl- ingameistari líka. Slíkum árangri hefur enginn náð fyrr á sama ári. Náði fljótt góðum tökum á kylfunum Úlfar kom fyrst við kylfu 9 ára. Fór út á golívöll með pabba sínum eins og svo margir aðrir drengir. Strákurinn fékk golfdellu og náði fljótt góðum tökum á kylfunum. Níu árum seinna náði hann takmarki sem enginn íslenskur golfleik- ari hefur náð ennþá ...0... í forgjöf. „Ég man þetta nú greinilega. í byijun dró ég fyrir pabba og stundaði þetta ekki af mikilli alvöru fyrsta árið. Það var ekki fyrr en annað árið mitt að ég fékk fyrsta settið að ég setti einhvem kraft í þetta. Fjórum árum seinna komst ég í meist- araflokk og lék í mínu fyrsta landsmóti í meistaraflokki árið 1981, með sex í forgjöf. Svo skemmtilega vildi til að það var í Leirunni. Mér gekk nú ekki vel enda höggstuttur og Leiran ekki hönn- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.