Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 29

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 29
AÐ KOMAST í Úlfar Jónsson, yngsti íslandsmeistari í golfi frá upphafi: Texti og myndir: Páll Ketilsson „Það er auðvitað ansi margt sem situr ofarlega í kolli manns eftir árangursríkt sumar og eftirminni- legt. Þar ber auðvitað hæst fyrsti ís- landsmeistaratitillinn í meistara- flokki. Það var stór stund fyrir mig að vinna íslandsmótið, takmark sem ég hafði stefnt að. Að fá boð frá Doug Sanders um skólavist í einum virtasta háskóla í Bandaríkjunum er einnig einn mesti heiður sem mér hefur hlotnast á lífsleiðinni. Nú, og ég get ekki neitað því að sjá uppá- halds golfara minn, Ballesteros í keppni var mikil upplifun. Draum- urinn er auðvitað að fá að spila á móti kappanum við tækifæri. En hann verður að gefa mér þó nokkur ár ennþá.” íslandsmeistarinn ungi horfir á mig alvarlegum augum og skellir svo uppúr: Segir síðan: „Þú veist að öllu gríni fylgir nokkur alvara”. Sannarlega orð að sönnu hjá Úlfari Jónssyni, 18 ára Hafnfirð- ingi og yngsta íslandsmeistara í golfi frá upphafi. Hann var 17 ára þegar hann vann titilinn í sumar. Ekki bara það, heldur varð ungl- ingameistari líka. Slíkum árangri hefur enginn náð fyrr á sama ári. Náði fljótt góðum tökum á kylfunum Úlfar kom fyrst við kylfu 9 ára. Fór út á golívöll með pabba sínum eins og svo margir aðrir drengir. Strákurinn fékk golfdellu og náði fljótt góðum tökum á kylfunum. Níu árum seinna náði hann takmarki sem enginn íslenskur golfleik- ari hefur náð ennþá ...0... í forgjöf. „Ég man þetta nú greinilega. í byijun dró ég fyrir pabba og stundaði þetta ekki af mikilli alvöru fyrsta árið. Það var ekki fyrr en annað árið mitt að ég fékk fyrsta settið að ég setti einhvem kraft í þetta. Fjórum árum seinna komst ég í meist- araflokk og lék í mínu fyrsta landsmóti í meistaraflokki árið 1981, með sex í forgjöf. Svo skemmtilega vildi til að það var í Leirunni. Mér gekk nú ekki vel enda höggstuttur og Leiran ekki hönn- 29

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.