Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 73

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 73
Á heimavelli SENDIBlLASTÖÐIN hf. BORGARTÚNI 21 SÍMI 25050 gS REYKJAVÍK T raustir menn sinnum ef þú vilt kókið sem við kom- um með til þín!!! HANDÓNÝTCIR í RÚMINtl Talandi um knattspyrnu er ekki hægt að gleyma þætti áhorfenda í öllu sjónarspilinu. Þáttur þeirra er ekki alls staðar hinn sami því á minni stöðum úti á landi þar sem leikið er í neðri deildum eru þeir oft æði áber- andi. Kannski sökum þess að þá standa þeir nánast hringinn í kring- um völlinn og reyna að trufla and- stæðingana eins og frekast er unnt. Ekkert gaman væri að leika knatt- spyrnu ef engir væru áhorfendurnir og því eru uppátæki þeirra ætíð minnisstæð. Fyrir skemmstu sótti eitt liðanna í l.deild lið heim sem leikur í 3.deild — staðsett utan Reykjavíkursvæðisins. Þegar líða tók á leikinn og gestirnir höfðu yfirhönd- ina í leiknum tóku nokkrar húsmæð- ur sig til því þær sáu að eitthvað þurfti að gera til að koma gestunum úr jafnvægi. Lölluðu þær í rólegheit- unum fyrir aftan mark andstæðing- anna og Iitu markmanninn sem þykir frekar glæsilegur, girndaraugum. „Hann er bara nokkuð álitlegur þessi,“ sagði önnur það hátt að markmaðurinn heyrði vel og skil- merkilega. Hann lét þó ekki raska einbeitingunni. „Hvernig ætli hann sé í rúminu," bætti sú fyrri við er hún sá að vinurinn lét ekki hrófla við sér. „Iss hann er örugglega alveg handónýt- ur,“ svaraði vinkonan þá að bragði og síðan fylgdu nokkrar skemmtileg- ar glósur í kjölfarið. Ekki tókst hús- mæðrunum að hafa áhrif á gang leiksins því gestirnir reyndust sterk- ari. Eigi vitum við hvort mark- maðurinn hafi nokkuð stundað ból- farir í viðkomandi bæjarfélagi. SKONDINN ÞCILGR CJm daginn stóð yfir leikur í 3.deild á gervigrasinu milli IR og einhvers ónefnds liðs. Ekki vitum við hvort leikurinn þótti spennandi en vallar- starfsmanninum leiddist þófið í leikn- um og sat vonsvikinn yfir símanum á meðan sætu stelpurnar svömluðu í sundlaugunum í næsta nágrenni. Syfjulega leit hann út um gluggann — í áttina að áhorfendastæðunum sem þykja ekki þau bestu í heimi. Eitthvað var púkinn í pilti að pukrast í honum því míkrafónninn var gripinn og stuttu síðar ómaði í hátalarakerfi svæðisins: „Ahorfendur eru vinsam- legast beðnir um að þjappa sér sam- an í stúkunni." Báðir áhorfendurnir litu vandræðalega hvor á annan, síð- an í kringum sig — hristu höfuðið en sátu sem fastast. GNDRANDI DÓMARINN Það gerðist í leik í l.deild í sumar að heimaliðið sem var sterkari aðil- inn í leiknum skoraði mark strax á 7.mínútu leiksins. Dómari leiksins sem var nýr af nálinni og dæmdi sinn fyrsta leik benti á miðjupunktinn, 1:0. Þegar leikmenn voru að fagna marki hljóp einn húmoristinn úr liði heima- manna til dómarans og spurði í einu óðagoti hve mikið væri eftir af leikn- um. Sagan segir að dómaranum hafi brugðið svo við þessa spurningu í byrjun leiks að hann hafi næstum gleypt flautuna. Þess má geta að dómarinn stóð sig vel í leiknum og dæmdi eins og herforingi. LEIÐRÉTTING í síðasta tölublaði íþróttablaðsins var kynning á einum efnilegasta knattspymumanni landsins sem bú- settur er á Neskaupstað. Drengurinn heitir Ólafur Viggósson en nafnið hans skolaðist til í gegnum prentvél- ina og hefur að öllum líkindum orðið þar eftir. Ólafur er beðinn velvirðing- ar á þessum mistökum en óskum honum áframhaldandi velfarnaðar á vellinum. Meðfylgjandi mynd er af þessum efnilega dreng. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.