Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 63
Sigfried Held
inu. Þeir eru með meiri reynslu og eiga
auðveldara með að standast álagið sem
fylgir landsleikjunum."
Þú hefur verið töluvert gagnrýndur
fyrir að einbiína á atvinnumennina og
líta framhjá leikmönnum sem spila hér
heima. Gagnrýnisraddirnar kalla á Guð-
mund Torfason sem margir telja besta
leikmann fyrstu deildar. Á hann ekki
heima í liðinu?
„Nei, enn sem komið er á Guðmund-
ur Torfason ekki heima í íslenska
landsliðinu. Ég hef séð marga leiki
með Fram í sumar og hef tekið eftir
ánægjulegum framförum hjá Guð-
mundi en hann vantar reynsluna sem
atvinnumennirnir hafa og þá reynslu
met ég mikils.
Öll gagnrýni á rétt á sér og enda-
laust má deila hvaða leikmenn eigi að
spila fyrir hönd landsins. Mér hefur
reyndar virst sem íslendingar vilji hafa
tvö landslið, annað skipað áhuga-
mönnum og hitt atvinnumönnum sem
leika erlendis en fólk verður að gera
sér grein fyrir því að atvinnumennirnir
eru íslenskir leikmenn, rétt eins og þeir
sem spila hér í íslandsmótinu. íslenskir
knattspyrnumenn, hvar í heiminum
sem þeir leika, mynda eina heild og úr
þeim hópi vel ég þá leikmenn sem
mesta reynslu hafa og ég tel hæfasta til
þess að leika fyrir hönd íslandsT
Er það nægur tími fyrir þig að vera
með landsliðið 3 daga fyrir leik, eins og
óumflýjanlegt er þegar kalla þarf leik-
menn utanlands frá fyrir hvern leik?
„Vissulega fýlgja því óþægindi að
þurfa að kalla liðið saman fyrir hvern
leik. En leikmennirnir þekkjast inn-
byrðis og eru í góðri þjálfun. Við
reyndum líka hvað við getum til að ná
liðinu saman þessa fáu daga sem við
höfum fyrir hvern leik.
Leikmennirnir eru misjafnlega búnir
undir landsleik þegar þeir koma hing-
að. Þeir leika reglulega með liðum sín-
um erlendis og gefa þar ekkert eftir.
Það skiptir því miklu máli að búa leik-
mennina rétt undir leikina, hlúa að
liðsheildinni og byggja leikmennina
upp, andlega og líkamlega þannig að
allir verði sem best búnir undir átök-
in.“
Næstu leikir iandsliðsins í Evrópu-
keppninni eru við Sovétmenn, Norð-
menn og Austur-Þjóðverja, hverjir eru
möguleikar okkar móti þessum liðum?
Ásgeir Sigurvinsson stóð sig vel gegn Frökkum á dögunum. Fernandes franski
fylgist með sendingunni.
„Við eigum alltaf möguleika á sigri.
Aldrei er hægt að fullyrða um getu
knattspymuliða. Liðin geta verið mis-
jafnlega undir leiki búin, þau geta leik-
ið langt undir getu í dag og átt stjörnu-
leik á morgun. Það má því aldrei gefast
upp fyrirfram."
Hvað með framtíðina, ert þú búin að
gera einhver langtíma plön fyrir lands-
liðið?
„Nei, ég hugsa um hvern landsleik
fyrir sig og reyni að tefla fram sterkasta
liði sem völ er á í hvert og eitt sinn.“
Fylgist þú með atvinnumönnunum
okkar erlendis?
„Já ég reyni að fylgjst með þeim eins
og kostur er. Ég er mikið í Evrópu og
horfi á þá spila og hef eins mikið sam-
band við þá og mögulegt er. Ég tel mig
vita töluvert um þá og kalla þá heim
vegna þess að þeir eiga heima í lands-
liðshópnum, ekki vegna þess að þeir
eru atvinnumenn. Atvinnumennskan
er engin trygging fyrir því að verða val-
inn í landsliðið."
Á varamannabekkjum landsins er oft hamagangur í öskjunni.
63