Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 22

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 22
Kristín lýsingar sjónvarpsins á hreinu þegar þær voru í andarformi og sem umdeild- astar.“ Stína heitir fullu nafni Kristín Anna Arnþórsdóttir og er fædd 5. október 1965. Hún er því rétt að verða 21 árs og stór stelpa. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum Breiðholti um síðustu jól og fer á íþróttaskólann á Laugarvatni í vetur. „Nei, ég hef ekki hugsað mér að verða íþróttakennari — alla vega ekki á þeim launum sem þekkjast í stéttinni í dag. Ég hef hug á því að fara út til frekari menntunar á sviði íþrótta og þjálfunar þegar ég hef lokið skólavist á Laugarvatni." Aðspurð um hvort foreldrar hennar hefðu verið í íþróttum sagði hún að líklega hefði mamma hennar náð betri árangri en pabbinn. „Þegar mamma bjó á Grundarfirði var hún að reyna að kasta kúlu og hlaupa og eftir því sem ég veit best tókst henni það með stakri prýði“. Eins og fram hefur komið hófst íþróttaferill Stínu í ÍR í handbolta. Hún varð íslandsmeistari með liðinu í 2. og 3. aldursflokki og Reykjavíkur - og bik- armeistari með meistaraflokki. Með Val hefur hún einnig orðið Reykjavíkur- meistari en íslandsmeistaratitilinn seg- ir hún vera næsta markmið. í fótboltanum fara meistaraflokks- leikir Stínu með Val að nálgast hundrað en hún hefur stundað báðar íþróttagreinarnar af fullum krafti frá 14 ára aldri. Kristín hefur orðið bikar- meistari með Valsliðinu síðastliðin 3 ár, Reykjavíkurmeistari 4 ár í röð og ís- landsmeistari í ár. Byrjaði sem bakvörður „Reyndar byrjaði ég sem bakvörður í Valsliðinu í fótbolta og lék m.a. mína íyrstu landsleiki í þeirri stöðu. Síðast- liðin 3 ár hef ég síðan leikið í fremstu víglínu en mér hefur ekki áður tekist að skora svona mörg mörk.“ íslenska landsliðið í kvennaknatt- spyrnu lék 6 landsleiki á árinu og stóð sig þokkalega vel. Undanfarin ár hefur árangur liðsins ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og var Kristín spurð hvort við stæðum öðrum þjóðum langt að baki í boltanum. „Við erum töluvert á eftir mörgum þjóðum en það sem háir okkur er Reykjavíkur-, íslands- og bikarmeistarar Vals 1986. 22

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.