Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 23
Kristín skortur á samæfingu og þreki. Kolleg- ar okkar úti í heimi eru miklu sneggri, fljótari og teknískari en við - reyndar hafa þær flest framyfir okkur. Að mínu mati ætti að vera hægðarleikur fyrir mótanefndina að skipuleggja íslands- mótið þannig að meiri tími gæfist fyrir landsliðið. Þá yrði samæfing betri og við næðum án efa betri árangri á er- lendum vettvangi." Þar sem Kristín fer á Laugarvatn í vetur verður erfitt fyrir hana að stunda æfingar á fullu í handboltanum en hún segist samt ætla að mæta eins oft og henni er auðið. Ef til vill er ekki sann- gjarnt að spyrja hana hvort henni þyki meira gaman í fótbolta eða handbolta en við látum á það reyna. Ekki stóð á svari:„Frjálsar,“ stutt og hnitmiðað. „Nei, ef ég á að svara í al- vöru þá hef ég meira gaman af fótbolta á sumrin og handbolta á veturna — ertu ánægður?" Ég gat ekki neitað því að þetta var skynsamlegt svar og lét því af frekari forvitni. Karlarnir fá alla athygli Þegar leikur fer fram í kvennaknatt- spyrnu á íslandi er nánast hægt að telja áhorfendur á fingrum annarrar handar og var Kristín því spurð hvort ekki væri leiðinlegt að leika ávallt fyrir nánast tómum kofa. „Þessar karlrembur fá alla athyglina. Ég skil ekkert í þessu því við erum svo skemmtilegar! Ef áhorfendur fengjust til að koma og horfa á okkur sæu þeir hve góðar við erum. Það er oft hjákát- legt að leika fyrir nánast luktum dyr- um. Ég man eftir landsleiknum við Færeyjar í sumar sem leikinn var á Kópavogsvelli og fáir voru áhorfend- urnir. Reyndar var leikurinn á sama tíma og útsending frá HM í Mexíkó og bjuggumst við ekki við fjölmenni á völlinn. Þegar þjóðsöngur landanna var leikinn snerum við allar í átt að stúkunni og horfðum á tóma bekki. Það var ekki einn áhorfandi á pöllun- um og var ekki annað hægt en að brosa. Áhorfendur skipta mjög miklu máli og er ég viss um að gæði kvennaknatt- spyrnu á íslandi myndu aukast ef fleiri kæmu á völlinn. Það er mjög hvetjandi fyrir leikmenn ef einhverjir horfa á. Landsliðið hefur verið að leika erlendis gegn sterkum þjóðum fyrir framan allt að 6 þúsund manns og er það allt ann- að líf. Þrátt fyrir að bíða oftast lægri hlut er knattspyrnan sem við leikum erlendis mun betri en þegar við leikum hér heima.“ í ljós þrisvar í viku Kannski dónaleg spurning — það hefur ekki komið til tals að hjá ykkur dömunum að leika án fata. Gæti það ekki laðað að áhorfendur — karl- menn? „Það er kannski góð lausn - eða þá að auglýsa leiki á sérstæðan hátt. Til dæmis mætti auglýsa:„Kvennalandslið- ið leikur í Triumph brjóstahöldum í kvöld, komið og sjáið spennandi leik“. Nei, þetta gengur ekki svona en von- andi fáum við meiri umfjöllun og at- hygli í framtíðinni. Til gamans má geta þess að þegar við lékum okkar síðasta leik í l.deild upp á Skaga höfðum við þegar tryggt okkur titilinn og áttum að fá íslandsbikarinn afhentan að leik loknum. Það sýnir best áhugaleysi allra fyrir því sem við erum að gera að sá sem afhenti okkur bikarinn var þjálfari ÍA. Enginn fulltrúi KSÍ var mættur hvað þá blaðamenn eða ljósmyndarar. Við sem vorum búnar að vera í Ijósum þrisvar í viku, orðnar dökkbrúnar á hörund og vildum vitaskuld fá litmynd af okkur í blöðin! Nei, í alvöru talað þá er það fyrir neðan allar hellur að fá ís- landsbikarinn afhentan á þennan hátt.“ — Eigum við efnilegar knatt- spyrnustúlkur í okkar röðum? „Já, ég myndi segja það. Stelpurnar í Stjörnunni sem sigruðu í 2.deild í sum- ar eru flestar ái aldrinum 15-16 ára og eiga þær því framtíðina fyrir sér.Síðan eru margar ungar og efnilegar í Breiða- bliki og víðar." — Kom árangur Vals í sumar þér á óvart? „Alls ekki. Hópurinn er geysilega samstilltur og æfingasókn mjög góð. Við erum nánast eins og ein stór „familía“ og hittumst oft utan æfinga- tíma. Mórallinn er meiriháttar og við tökum lífinu Iétt,“ sagði Kristín bros- andi að lokum. 23

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.