Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 26

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 26
Madrid ’86 grein 200 m skriðsundi synti á 1:55,09 gamla metið var 1:57,83 þannig að hann bætti metið um tæpar 3 sek. Því var það sorglegt er Magnús Iagðist í hettusótt og synti ekki meira á mótinu heldur eyddi því sem eftir var tímans í rúminu á hótelherbergi sínu. Ragnheiður Runólfsdóttir hafði stefnt á mót þetta lengi og til að undir- búa sig sem best fór hún til Kanada um áramótin síðustu og æfði þar með einu besta sundfélagi landsins alveg fram að heimsmeistaramóti. Ragnheiður sýndi fráfærar framfarir á árinu og setti nokkur íslandsmet og þau síðustu aðeins tveim vikum áður en mótið byrjaði. Þetta voru met í hennar aðal- sundi þ.e. 100 og 200 m bringusundi. Hún synti síðan þessar sömu greinar á heimsmeistaramótinu. Þrátt fyrir að henni hafi ekki tekist að bæta metin ennþá meira sýndi hún með því að vera rétt við sína bestu tíma að hún er kom- in á þann standard að halda þessum ágætu tímum. Eðvarð Þór Eðvarðsson var hetja ís- lendinganna á mótinu. Eðvarð náði þeim stórkostlega árangri að komast í úrslit í 200 m baksundi, en til þess þurfti hann að stórbæta íslenska metið og einnig að setja nýtt Norðurlanda- met. Norðurlandamet höfum við íslend- ingar ekki átt síðan 1972 að Guðjón Guðmundsson átti met í bringusundi. Eðvarði varð að orði eftir þetta fræki- lega sund „Mér tókst ætlunarverk mitt, að ná Norðurlandametinu. Þessu hef ég stefnt að lengi“. Jú víst er að dreng- urinn hafði ástæðu til að ljóma og gaman var að vera íslendingur í Madrid á þessari stundu, hamingjuóskum rigndi yfir íslendingana frá þjálfurum annarra þjóða sem kom þetta mjög á óvart. Eðvarð setti einnig íslandsmet í 100 m baksundi þar sem hann komst í B úrslit keppninnar og lenti hann þar í 2. sæti og synti á tímanum 0:57.86 mín. Þriðja íslandsmet Eðvarðs kom í 200 m fjórsundi þar sem hann bætti fsl. metið um tæpar 2 sekúndur. Hreint frábær árangur. Hér á eftir fýlgir árangur íslensku keppendanna í tölum. Magnús Ólafsson 200 m skriðs. 1:55,09 Islm. Ragnheiður Runólfsdóttir 100 m bringus. 200 m bringus. 200 m fjórsund Eðvarð Þ. Eðvarðsson 100 m bringus. 100 m baksund 200 m baksund 200 m fjórsund 1:15,52 2:45,07 2:29,53 1:08,92 0:57,86 íslm. 2:03,03 íslm. 2:10,68 I'slm. Sundmótið sjálft Þegar litið er yfir árangur þessa móts vakna ýmsar spurningar og margt sem kemur upp í hugann. Eitt það athyglisverðasta er hversu sterkar a-þýsku stúlkurnar voru. Þær setja 5 heimsmet, vinna fleiri sigra en nokkru sinni áður á þessu móti eða 13 af 16 greinum alls. Þetta er stærsti munur sem orðið hefur á milli Bandaríkjanna og A-Þýskalands frá upphafi. Ef litið er á þrjú efstu liðin í verð- launakapphlaupinu líta þau þannig út: Þetta eru hreint frábær úrslit fyrir eina þjóð og ótrúlegt að A-Þjóðv. skuli vinna rúmlega 80% gullverðlauna í kvennaflokki af allri þeirri breidd sem er í sundinu í dag. Annað athyglisvert atriði sem hugs- anlega gæti hafa sett strik í reikning- inn á þessu móti og það var maga- kveisa sem ásótti mjög margar þjóðir, s.s. Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Breta og Svía. Þessar þjóðir fóru hvað verst út úr veikindunum. Ekki varð vart við nein veikindi meðal A-Þjóð- verja enda voru þeir með allan mat og drykk með sér að heiman. Þegar litið er yfir úrslit mótsins er ánægjulegt að sjá hvernig smáþjóðir sundlega eru að koma upp á yfirborðið og koma sínum mönnum í úrslit. í þessu sambandi má nefna þjóðir eins og Dani, íslendinga, Rúmani, Búlgari, Svía, Svisslendinga og fleiri. Menn veltu því mikið fyrir sér hvers vegna engin heimsmet voru sett f karlagreinum. Þegar rætt var við er- Land Karlar G. S. B. A-Þýskal. 14 1 U.S.A. 5 1 7 Sovétr. 2 2 4 Eðvarð Þ. Eðvarðsson setti Norður- landamet og er hann í hópi bestu bak- sundsmanna heims. Konur G. S. B. Samtals 13 8 3 30 verðlaun 2 6 3 24 verðlaun 0 1 1 10 verðlaun lenda þjálfara um þetta atriði kom í ljós að fæstir höfðu svör á reiðum höndum, og bentu nokkrir á að mörg karlasundin hefðu unnist á tímum rétt við heimsmetstíma. Þrátt fyrir það vaknar óneitanlega sú spurning hvort komin sé stöðnun í sundíþróttina að menn séu búnir að ná því út úr manns- líkamanum sem hægt er að ná. Þegar rætt var um einstök lönd fannst flest- um bandaríska liðið heldur götótt. Greinar eins og 200 m flugsund karla og enginn Bandaríkjamaður í úrslitum. Þetta hefur ekki gerst lengi. Sama er að segja um bringusundið ekki var það sterkt og menn héldu. Eru kannski um að bandaríska kerfið væri ekki eins sterkt og menn vildu trúa. Eru kannski orðnir of miklir peningar í sundinu hjá þeim eða er fjármagninu beint í vit- lausar áttir og ekki í þau atriði sem þess er helst þörf? Ekki er auðvelt að svara spurningum sem þessum en ljóst er að Bandaríkjamenn munu ræða mál- in þegar heim verður komið því aldrei hafa þeir fengið eins fá verðlaun og alltaf minnkar munurinn á stigum á milli stórþjóðanna. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.