Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 31

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 31
Úlfar Jónsson Síðasta daginn lék ég vel og tryggði mér sigurinn.” — Þú þakkar auðvitað æfingasókn þennan sigur? „Það er engin spurning. Með því að geta einþeitt mér einungis að golfi hefur mér aldrei farið eins mikið fram og í sumar. Ég hef bætt mig í öllu. Til dæmis lækkaði meðalskor úr 75 höggum 1985 í 72,8 högg 1986 sem er mikið því þetta eru margir hringir, og mun fleiri en í fyrra. Það er ekki hægt að Iíkja því sam- an að geta hafið æfmgar snemma morg- uns og æft allt í kannski 4 tíma á meðan maður tók kannski bara eitthvað eitt fyrir þegar maður var að vinna til kl. 5 áður. Eigi ísland að eignast golfara á alþjóðlegum mælikvarða er þetta eina leiðin, leyfa þeim að stunda íþróttin og ekkert annað. Atvinnumennska í augsýn? Að loknu Íslandsmóti helt Úlfar til Skotlands til að keppa í svokölluðu Doug Sanders golfmóti, sem samnefnd- ur maður stendur fyrir. Mót þetta er tal- ið vera eitt sterkasta unglingamót sem haldið er og fer fram í fjórum heimsálf- um. Sigurvegarar af hverjum stað keppa svo til úrslita um sigurinn. Úlfar keppti fyrst í þessu móti 1984 og end- aði þá í þriðja sæti á 286 höggum, tveimur höggum yfir pari og þótti frá- bært. í blaði rétt fyrir keppnina í sumar mátti sjá að nú ætlaði Úlfar að freista þess að sigra í keppninni. En hvernig gekk svo baráttan í Skotlandinu? „Þetta gekk mjög vel. Ég náði forystu fyrsta daginn en tapaði henni til Skota í næsta hring. Munurinn á okkur var mjög lítill allan tímann og aðeins 3 högg í lokin honum í vil. Hann sigraði á 10 höggum undir pari, ég á 7 undir, besti árangur á móti sem g hef náð. Eftir þetta mót komst ég í +0,3 í forgjöf, en hef hækkað aðeins síðan og er nú með 0,2. Sem dæmi um spilamennsku Úlfars á mótinu þá fékk hann sinn fyrsta „bog- ey“ (einn yfir par) ekki fyrr en á 27. holu og næsta á 50. holu! Svona gerist yfir- leitt ekki nema hjá atvinnumönnunum. Og einmitt fyrir frábæran árangur á þessu móti rættist stóri draumur Úlfars, boð um skólavist í einum virtasta há- skóla í Bandaríkjunum. „Doug hitti mig að máli eftir stutta sýningu sem hann hélt sjálfur á þriðja degi keppninnar og sagðist vilja bjóða mér skólavist í University of Houston Texas. Þegar ég sagði honum að ég ætti eftir 2 ár af mínu námi sagði hann að það breytti engu. Ég gæti bara komið eftir það. Þetta boð hans kom flatt upp á mig. Maður hefur látið sig dreyma um svona lagað en að það ætti eftir að ræt- ast átti maður ekki von á. — Getur þetta verið stökkpallur í at- vinnumennsku? „í raun getur það ekki gerst öðruvísi en í gegnum skóla, því þar fæ ég tæki- færi til að leika á bestu golfvöllum Bandaríkjanna og æfa við bestu aðstæð- ur með skólaliðinu. Ég er hálfnaður með stúdentspróf og er ákveðinn að ljúka því áður en ég fer út til Bandaríkj- anna þó svo að það hefði verið spenn- andi að fara strax. En draumurinn er auðvitað að komast í atvinnumennsk- una þegar fram líða stundir. Setti vallarmet í eigin móti — Nú ert þú búinn að keppa við jafn- aldra þina á erlendri grund sem hafa æft íþróttina við bestu aðstæður. Hvemig finnst þér staðið að unglingastarfi í golfi hér á landi? „Þetta fer mikið eftir hvaða klúbbar eiga í hlut. Hvað unglingalandsliðið varðar er ég mjög bjartsýnn á hlutina þar eftir að Hannes Þorsteinsson tók við liðinu. Hann er mjög góður maður í þetta starf. Hvað unglingastarf varðar almennt hjá klúbbnum er það að segja að það hefur verið nokkuð vel staðið að málum t.d. hjá okkur í Keili og Golf- klúbbi Reykjavíkur. Er mikil gróska hjá unglingum og áhugi mikill. — í beinu framhaldi af þessu Úlfar, er ekki dýrt að fjármagna golfara í heilt sumar. Hveijir hafa áhuga á að styrkja unga golfleikara? 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.