Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 34

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 34
»VE) VANMETUM VALEKKT — rætt við danska knattspyrnusnillinginn Michael Laudrup. Texti og myndir: Þorgrímur Þráinsson. að knattspyrnulið sem kom einna mest á óvart í heims- meistarakeppninni í Mexíkó í sumar var danska landsliðið. „Danska dínamítið" hreif knatt- spyrnuheiminn með leik sínum, ein- faldleika og snilli. Flestir dönsku leikmennirnir léku skínandi vel í keppninni en enginn betur en undradrengurinn Michael Laudrup sem leikur með Juventus. Laudrup var maðurinn á bak við flestar sókn- arlotur Dana og gegnumbrot hans minntu einna helst á snillinginn Maradona. Laudrup fékk verðskuld- aða athygli f Mexíkó — var valinn í heimsliðið í kjölfarið og nú er bara að bíða og sjá hvort strákurinn hef- ur bein í nefinu til að verða einn af þeim sem munað verður eftir. Hæfi- leikarnir eru fyrir hendi og á meðan Laudrup leikur í einu besta félags- liði heims tekur hann örum fram- förum. Hann var vinsæll í þeim bikarleik sem ég sá í Torino og kunnu áhorfend- ur vel að meta snilli hans. Það var skjótfengið mál fyrir íslenskan blaða- mann að fá að ræða við Laudrup og þegar hann kom út úr búningsklefan- um að lokinni æfingu virtist hann dá- lítið feiminn og hlédrægur. Engan stjörnuhroka var að finna í fari hans eins og hjá svo mörgum sem ekki ráða við frægðina. Ég hugsaði til æfingarinnar en þar sýndi Laudrup hæfileika og kunnáttu sem alla knattspyrnumenn dreymir um en fáir öðlast. Hann hafði gaman af því sem hann var að gera, brosti góðlát- lega er hann hafði sett boltann í gegn- um klofið á andstæðingi og lét eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ef þessi drengur á ekki eftir að ná á toppinn nær enginn þangað! LAUDRUP FEÐGARNIR Við komum okkur fyrir í húsakynnum Juventus og sagði Laudrup mér frá knattspyrnuferli sínum. Laudrup hefur ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans Finn Laudrup lék 21 lands- leik fyrir Danmörk — þar af einn leik sem okkur íslendingum hefur reynst erfitt að gleyma. Já, mikið rétt — hinn eina sanna 14-2 og Finn Laudrup skor- aði 3 mörk. Michael Laudrup á einn 17 ára bróð- ur sem leikur með Bröndby í Dan- mörku og er þegar orðinn lykilmaður í liðinu. „Nei, ég veit ekki hvort hann er betri en ég því það er svo langt síðan ég sá hann leika. Ég hef trú á því að hann geti staðið sig vel“. Laudrup er fæddur í Kaupmanna- höfn 15. júní 1964 en knattspyrnuferill hans hófst fyrir alvöru er hann hóf að leika með unglingaliði Bröndby. Þar átti hann skamma viðdvöl því hann gekk til liðs við KB Kaupmannahöfn, eitt elsta og virtasta félag Danmerkur. Hæfileikar hans hafa án efa verið til staðar frá fæðingu því er hann var 13 ára fékk hann boð frá Ajax um að 34

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.