Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 37
Michael Laudrup
40-50 LEIKIRÁ
KEPPNISTÍMABILINU
ítalska knattspyrnu. Flest stóru liðin á
Ítalíu eiga sér vinarfélög í neðri deild-
um en þangað senda þau leikmenn
sem þurfa aðlögunartíma og eru að
stíga sín fyrstu skref í ítalska boltan-
um. Satt best að segja var tíminn hjá
Lazio mér erfiður. Tungumálið var
erfitt, innanfélagsdeilur voru áberandi
og síðast en ekki síst líkar mér ekki að
búa í eins mikilli ferðamannaborg og
Róm er. Seinna tímabilið hjá Lazio var
reyndar enn verra. Þrisvar sinnum var
skipt um framkvæmdastjóra og var ég
feginn þegar ég fór til Juventus fyrir
síðasta keppnistímabil. Þetta eru tveir
ólíkir klúbbar — skipulagið og
stjórnunin hjá Juventus er hreint ótrú-
legt og án nokkurs vafa mun það halda
félaginu á toppnum um ókomna tíð.“
Nítján atvinnumenn eru á samningi
hjá Juventus og eru launin hjá þeim
eins misjöfn og þeir eru margir. Fram-
kvæmdastjóri félagsins, Morini sem lék
um 11 ára skeið með Juventus tjáði
mér að ef við gæfum okkur það að
Platini væri með 10 í laun, hefði Lau-
drup 7 og Caprini 5. Annað fékkst ekki
uppgefíð enda eru atvinnumenn ekki
þekktir fyrir það að tala um launin.
Laudrup hvort það væri satt sem ég
hafði heyrt að leikmönnum væri bann-
að að hafa mök við eiginkonurnar
tveimur dögum fyrir leiki.
ÉG HÆTTI EKKIAÐ
SOFAHJÁ
KÆRUSTUNNI
„í sjálfu sér eru ekki neinar reglur
þar að lútandi því ítalir geta ekki mið-
að allt út frá þeim sjálfum og ætlast til
að við fylgjum þeim í einu og öllu. Ég
hef ekki breytt mínum matarvenjum,
eða hætt að sofa hjá kærustunni tveim-
ur dögum fyrir leik eftir að ég kom til
Ítalíu. Ég tel það ekki til góðs að
breyta út af því sem maður er vanur.
Mér hefur verið strítt á því að kók sé
mitt bensín en það er mitt mál og hef
ég ekki minnkað mína kókdrykkju eftir
að ég kom hingað. Annars dveljum við
alltaf á hóteli nóttina fyrir leik hvort
sem við spilum heima eða heiman —
það finnst mér allt í lagi. Þó finn ég
aðeins fyrir því að sumir leikmenn eru
farnir að trúa á einhverjar reglur hvað
varðar mataræði og kynlíf.“
Utan æfingatíma segist Laudrup
hlusta á plötur og nota tímann til að
hvíla sig — þess sé full þörf. Phil Coll-
ins og Dire Straits eru í uppáhaldi hjá
honum en þó segist hann hlusta á fjöl-
breytta tónlist.
VIÐ SÖNNUÐUM GETU
OKKAR
Samtal okkar beindist nú að heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu en
eins og allir vita léku Danir frábærlega
í riðlakeppninni og urðu efstir. í 16
liða úrslitum urðu þeir síðan að þola
Undirbúningstímabil Juventus hófst
24. júlí en fyrsti leikurinn í deildar-
keppninni er 14. september. Þegar
íþróttablaðið var hjá Juventus var bik-
arkeppnin í gangi og því leikið á
sunnudögum og miðvikudögum. En
hvernig ætli liðið æfi og hversu oft í
viku?
„Þegar bikarkeppninni er lokið
verður einungis leikið á sunnudögum.
Frí er daginn eftir leik og síðan æft alla
daga vikunnar — oftast tvisvar á mið-
vikudögum og fimmtudögum. Flestar
æfingarnar eru með bolta og á undir-
búningstímabilinu er púl eins og hjá
öðrum liðum. Þeir leikmenn sem leika
með sínum landsliðum hafa oft mikið
að gera og telst mér til að við leikum
45-50 leiki á keppnistímabilinu — utan
vináttuleikja og landsleikja."
Að sögn Laudrup eru ítalir töluvert
frábrugðnir því sem hann átti að venj-
ast í Danmörku hvað varðar mataræði,
kynlíf og fleira í þeim dúr. Ég spurði
„Gaman verður að koma til íslands og vanmetum við ekki Val.“
37