Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 52

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Page 52
í umfjöllun um keppnistímabil frjálsíþróttanna sem senn er að ljúka kemur fyrst upp í huga okkar nýafstaðið Evrópumeistaramót, sem haldið var í Stuttgart í V- Þýskalandi. Bikarkeppninni, helsta atburði frjálsíþróttanna hér heima á Fróni lauk eins og undanfarin 14 ár með því að ÍR-ingar fóru með sigur af hólmi. Ekki hefur þó verið vegið jafnhart að þeim ÍR-ingum í áraraðir eins og í þetta skiptið þar sem ekki var ljóst hver færi með sigur af hólmi fýrr en síðustu grein mótsins var lokið. Má því segja að sigurinn hafi verið enn sætari en fýrr. Stuttgart Árangur afreksmanna okkar í Stutt- gart var ekki í samræmi við eftirvænt- ingar. Að mótinu skyldi ljúka án þess að við kæmumst á blað þeirra þjóða sem unnu til verðlauna datt fáum í hug en að spjótkastarar okkar skyldu til- heyra þeim hópi sem ekki ynni til sætis í úrslitakeppninni trúðu færri. Þó má segja að við höfum verið betur undir þetta áfall búin sakir þeirrar reynslu sem við öðluðumst á Ólympíuleikun- um þegar Einar „brást“. Við sem heima sátum gerðum okkur sek um að líta sem svo á að það væri aðeins forms- atriði að Einar tæki þátt í keppninni áður en gullið yrði hengt um háls hans. Sem betur fer er þetta ekki svo 52

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.