Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 54

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 54
Frjálsar Bestu spretthlauparar landsins. Talið frá vinstri: Svanhildur Kristjónsdóttir, Oddný Árnadóttir og Helga Halldórsdóttir. Árangur kvenna í einstökum greinum Spretthlaup: Að undanskildum grindahlaupunum voru þær Oddný Árnadóttir og Svanhildur Kristjóns- dóttir yfirburða manneskjur. Svanhild- ur var með betri árangur í báðum stuttu hlaupunum en Oddný þríbætti metið í 400 metrunum og náði best 54.33 sek. Oddný á eflaust inni í þess- ari grein en sýndi einnig að hún hefur ekki einungis áhuga á 800 metrunum, heldur var hún þar einnig með besta árstímann, 12:13,1 mín. (þegar þessi grein er skrifuð). Millivegalengdir og langhlaup: Það var mikil upplyfting að Ragnheiður Ólafsdóttir hóf æfingar og keppni á ný í þessum greinum þó svo hún hafi ekki náð að sýna sitt besta nema í 3000 metrunum þar sem hún bætti met sitt niður í 9:09.81 sem r mjög frambæri- legur árangur. Martha Emstsdóttir náði einnig mjög athyglisverðum ár- angri og sýndi miklar framfarir í öllum þeim greinum sem hún keppti í. Þar ber e.t.v. hæst árangur hennar í hálf- maraþoni, 1:20.40 klst. Grindahlaup: Hér ber hæst árangur Helgu Halldórsdóttur í 400 m grinda- hlaupi þar sem hún setti glæsilegt ís- landsmet snemma í sumar, 57.61 sek. Stökk: Topparnir í stökkum voru lakari en oft áður þar sem Þórdís Gísla- dóttir stökk „aðeins“ 1.80 m í hástökk- inu, og Birgitta Guðjónsdóttir varð hlutskörpust í Iangstökkinu með 5.91 í of miklum meðvindi. Athyglisvert er þó að mikill fjöldi ungra hástökkvara stökk yfir 1.60 m sem leyfir vissar vonir fyrir því að nýir stökkvarar komi upp og fylgi í fótspor Þórdísar. Köst: Met írisar, 59,12, er besti árangurinn sem hún setti snemma á keppnistímabilinu en meiðsli háðu henni síðan seinni hluta sumars og náði hún ekki að sýna sína réttu hlið á ný. Árangur karla í einstökum greinum Spretthlaup: Enginn hlaupari hleyp- ur undir 10.5 sek. og er það miður. Jó- hann Jóhannsson ÍR sýndi góðar fram- farir en átti endurtekið við meiðsl að stríða. Aðrir ungir spretthlauparar fýlgja fast á eftir. 400 metrarnir voru svipminni en oft undanfarin ár, mest fyrir þær sakir að Oddur Sigurðsson átti við meiðsl að stríða á keppnistíma- bilinu. Hann hljóp þó nokkur hlaup undir 47 sek. og þar af best 46.60 sek. Fimmti maður undir 50 sek. var milli- 0 Oddur á batavegi eftir að hafa átt við meiðsli að stríða mestan hluta keppnis- tímabilsins. Hér heldur hann sér við á óvenjulegan hátt. .j 54

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.