Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 58
Körfubolti
mönnum og mun það án efa setja svip
á leik þeirra.
Stærsta breyting er missir miðherj-
ans stóra ívars Websters sem mun
leika með 1. deildar liði Þórs á Akur-
eyri. Kristinn Kristinsson er farinn í
framhaldsnám til Bandaríkjanna. Svo
verður ívar Ásgrímsson frá æfingum
og keppni fram að áramótum en hann
fingurbrotnaði á æfingu um daginn.
Haukar eru þekktir fyrir allt annað
en að gefast upp og mæta ákveðnir til
leiks. Styrkur liðsins liggur hjá
langbesta bakverði landsins Pálmari
Sigurðssyni og Ólafi Rafnssyni, Henn-
ing Henningssyni og Ingimari Jónssyni
sem lék með UMFN í fyrra.
Liðið hefur einnig marga efnilega
leikmenn í 2. flokki, sem koma til með
að fá eldskírn í úrvaldsdeildinni í vetur.
Eitt er víst að Haukar þurfa ekki að
kvíða framtíðinni, því yngri flokka
þjálfun hefur alla tíð verið í frábærum
höndum Ingvars Jónssonar og efnivið-
ur hjá félaginu því mikill og góður.
KR
Þjálfari: Gunnar Gunnarsson
Mikil breyting verður á liðsskipan
KR-inga, því landsliðsmennirnir Birgir
Mikaelsson og Páll Kolbeinsson eru
báðir farnir til háskólanáms í Banda-
ríkjunum. Þeir munu báðir leika með
sínum skólum; Birgir hjá Tarkio há-
skólanum í Missouri fylki en Páll með
háskólanum í Oshkosh í Wisconsin
fylki.
KR-ingar þurfa þó engu að kvíða,
því þeir eiga góða liðsbreidd stórefni-
legra leikmanna. Styrkur þeirra er fyrst
og fremst í Garðari Jóhannssyni,
Guðna Guðnasyni, Þorsteini Gunnars-
syni og Akureyringnum Guðmundi
Björnssyni. Þeir hafa endurheimt Ólaf
Guðmundsson sem lék með háskólaliði
í Kentucky fylki sl. vetur og verður
KR-liðið til alls líklegt í vetur.
Fyrirfram virðast UMFN og VALUR
hafa mesta reynslu og getu til að sigra í
mótum vetrarins. KR, ÍBK, HAUKAR
og FRAM hafa öll góðum einstakling-
um á að skipa og geta komið á óvart.
Sennilega setja þó KR og ÍBK meiri
svip á keppni efstu liðanna en það get-
ur enginn afskrifað lið Hauka og Fram.
Það er alveg ljóst að keppni og úrslit
úrvalsdeildarinnar hafa aldrei verið
meira spurningamerki. Það gefur ótví-
58
ræða vísbendingu um spennandi
keppni sem ræðst ekki fyrr en flautað
verður af í síðasta leik úrvalsdeildar-
innar.
l.deild
Liðin sem skipa 1. deild eru ÍR, ÞÓR,
UBK, ÍS, UMFG og TINDASTÓLL. All-
miklar breytingar hafa orðið á flestum
iiðum 1. deildar sem vert er að gefa
nokkurn gaum.
ÍR-ingar, sem féllu úr úrvalsdeild
hafa ráðið landsliðsþjálfarann Einar
Bollason og ætla sér mikla framtíð og
markvissa uppbyggingu.
Tindastóll frá Sauðárkróki vann sig
upp úr 2. deild með Kára Marísson
(áður UMFN) í broddi fylkingar ásamt
unglingalandsliðsmönnunum Eyjólfi
Sverrissyni og Haraldi Leifssyni.
Þór á Akureyri hefur ráðið miðherj-
ann stóra og sterka ívar Webster til að
taka við þjálfun á liðinu og leika jafn-
framt með.
Grindvíkingar hafa ráðið bandarísk-
an þjálfara að nafni Richard Ross en sá
hefur verið aðstoðarþjálfari Jim Dool-
ey, sem þjálfaði ÍR og landsliðið fyrir 3
árum. Körfuboltinn hefur vaxið jafnt
og þétt og í Grindavík á síðustu árum
og eiga þeir meðal annars efnilegasta
körfuboltamann sem fram hefur komið
á íslandi í fjölda ára en hann heitir
Guðmundur Bragason.
Af þessari upptalningu má sjá að
keppni 1. deildar og ekki síst Bikar-
keppni KKÍ verður án efa spennandi.
þjóðamót á íslandi um áramótin. Norð-
urlandamót verður haldið í Danmörku
í apríl og sennilega tekur landsliðið
þátt í Evrópukeppni smáþjóða sem
fram fer I furstadæminu Mónakó í lok
maí. Landsliðið á einnig heimboð frá
mörgum löndum sem á eftir að skoða.
Þessi vetur mun sjálfsagt mest fara í
undirbúning fyrir Evrópukeppni og
undankeppni Ólympíuleika en þessi
mót verða keppnistímabilið 1987—88.
Landslið kvenna.
Það helsta á stefnuskrá kvenna-
landsliðsnefndar verður að koma á fót
unglingaráði kvenna, sem velji og und-
irbúi unglingalið kvenna til þátttöku í
Norðurlandamóti unglingalandsliða
kvenna í Noregi í apríl n.k.
Gnglingalandsliðin:
Helstu verkefni verða Norðurlanda-
mót unglingalandsliða í Noregi í apríl.
Drengjalandsliðinu hefur verið boðið á
undirbúningsmót í Portúgal aður en
það tekur þátt í Evrópukeppni
drengjalandsliða í Englandi í apríl. ís-
land er þar í riðli með Frökkum, Belg-
um, Englendingum og Skotum.
Unglingalandsliðið fær heimsókn frá
úrvalsliði unglinga úr Kentucky fylki í
Bandaríkjunum næsta sumar og líkur
eru á því að unglingalandsliðinu verði
boðið að taka þátt í 30 liða skólamóti í
borginni Las Vegas í Bandaríkjunum
næsta sumar.
Landslið karla:
Stefnt verður að því að halda fjöl-
Þessi vinsælu sportstígvél
eiga að vera til í hverri sportvöruverslun.
Við seljum þau í heildsölu til verslana.
Heildverzlun
Ancl résar Guðnasonar
BOLHOLTI 4 • SÍMI 686388