Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 60

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Síða 60
Handbolti Sigurgísla munu með sinni reynslu og hörku verða þeim yngri stoð og stytta. Víkingar verða því að öllum líkindum í toppbaráttunni eins og þeir hafa verið undanfarin ár. STJARNAN - Þjálfari: Páll Björgvinsson Stjarnan hefur misst Brynjar Kvaran markvörð en fengið í staðinn Sigmar Þröst. Stjarnan heldur að mestu sínum mannskap og hefur fengið Pál Bj. til liðs við sig sem mun styrkja liðið til muna. Páll hefur unga og efnilega stráka sem þarf að temja t.d. Gylfa og Hermund. Þeir eru miklar fallbyssur sem þarf að hafa stjórn á svo og Sigur- jón í horninu — einn betri hornamað- ur 1. deildar. Stjarnan mun verða í bar- áttunni á toppnum og verður gaman að fylgjast með þeim. FH — Þjálfari: Viggó Sigurðsson FH liðið með Þorgils Óttar í farar- broddi mun örugglega vera í toppbar- áttunni. Margir ungir strákar í ung- linga- og piltalandsliðinu eru geysilega efnilegir t.d. Héðinn Gilsson einn skot- fastasti leikmaður í íslenskum hand- bolta í dag. FH liðið þarf ekki að kvíða framtíðinni með svona marga unga og efnilega stráka. FRAM — Þjálfari: Per Skaarup Framliðið hefur ráðið til sín Dana (Per Skaarup) sem hefur spilað fyrir danska landsliðið og var þeirra stoð og stytta í fjöldamörg ár. Það verður gam- an að sjá hann verjast fallbyssum okk- ar. Fram hefur fengið til liðs við sig þá Birgi Sigurðsson og Guðmund A. Jóns- son báða úr Þrótti en misst Dag Jóns- son. Ef Fram nær ekki langt núna þá hvenær? Egill stórskytta, markahæsti leikmaður síðasta árs verður örugg- lega í banastuði í vetur. Hermann í horninu og Biggi á línunni, Addi í markinu og Per á miðjunni, aldeihs gott lið á pappírnum. Fram hefur alla getu og burði til að vera í toppbarátt- unni en oft hefur því verið spáð vel- gengni en alltaf brugðist. Sjáum hvað setur í vetur. Ég spái að liðið lendi ofarlega í ár. VALUR - Þjálfari: Jón Pétur Jónsson Valur var það lið sem flestir reikn- uðu með að myndi vinna íslandsmótið í fyrra en svo fór ekki. Nú hafa þeir misst þá Þorbjörn Jensson og Ellert Vigfússon og Jón Pétur er ekki lengur leikmaður með liðinu. Engu að síður verður gaman að fylgjast með Val því þar eru samt sem áður enn 4 landsliðs- menn. Þeir eru: Valdimar Grímsson, fljótur hornamaður sem á þó eftir að temja sig, Geir Sveinsson, sterkur línu- maður og varnarmaður, Júlíus Jónsson bomban í liðinu og Jakob Sigurðsson, eldljótur hornamaður. Valur hefur fengið til liðs við sig þá Stefán Hall- dórsson og Pálma Jónsson sem land- inn þekkir vel. Aðra er varla hægt að minnast á. Valur á alla möguleika á að vera í toppbaráttunni með þessa menn. Ekki má gleyma gömlu kempunni íslenska landsliðið virðist greinilega hafa allan forgang í ár sem endranær á kostnað deildarkeppninn- ar. 60

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.