Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 61

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Blaðsíða 61
Handbolti Stjarnan var við alla flokka í úrslitum síðastliðinn vetur. Verður endurtekning þar á? Tobba Guðmunds sem aldrei hefur æft eins stíft. í markinu stendur Elís Har- aldsson sem líklegast fær að sýna hvað í honum býr. KR — Þjálfari: Ólafur Jónsson Nýir leikmenn: Hans Guðmundsson, Guðmundur Albertsson, Sverrir og Gísli Felix Bjarnason í markinu. Ólafur Jónsson er mönnum ekki ókunnugur því hann lék með Víking- um um árabil og var einnig fýririiði landsliðsins í langan tíma. KR liðið hef- ur marga góða einstaklinga og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir ná að vinna saman. Vesturbæjarliðið þarf ekki að kvíða framtíðinni því þeir eiga unga og efnilega stráka sem eru í pilta- og ung- lingalandsliðinu. KR liðið getur unnið hvaða lið sem er á góðum degi og einn- ig tapað fýrir hvaða liði sem er. Spurn- ingin er sú hvernig Ólafi tekst að stilla þá menn sem fýrir eru. KA — Þjálfari: Brynjar Kvaran Brynjar á erfitt verk fýrir höndum því margir leikmenn frá í fýrra hafa hætt. Gunnar Gíslason hefur ákveðið að leika með liðinu og er það mikill styrkur. Ungir strákar koma til með að spila stórt hlutverk í liðinu í vetur. Brynjar er feykilega sterkur markvörð- ur og margir telja markmann 60% af liðinu svo minna má nú sjá. KA hefur einnig góðan heimavöll þar sem áhorf- endur Iáta sig ekki vanta er það annað en hér íýrir sunnan. Veturinn verður líklega erfiður hjá norðanmönnum en þeir gætu unnið hvaða lið á heimavelli sínum þegar fullt er hús og Binni í stuði. ÁRMANN — Þjálfari: Hilmar Björnsson Ármenningar munu eiga erfitt upp- dráttar í vetur en þeir hafa mannskap sem hefur spilað saman í mörg ár. Þeir þekkja því vel hvern annan og kemur það þeim til góða. Hilmar er mjög reyndur þjálfari og ætti að geta kennt þeim sitthvað. Ármenningar koma því sterkari til leiks í ár en í fýrra. Ármenn- inga vantar meiri breidd í lið sitt til að geta náð langt og þurfa þeir því virki- lega að berjast fýrir veru sinni í fýrstu deild eins og mörg önnur lið. BREIÐABLIK - ÞJÁLF- ARI: Geir Hallsteinsson Geir þarf ekki að kynna fýrir landan- um því oft var hrein unun að fýlgjast með honum í leik í höllinni. Geiri hefur sama mannskap og árið áður og er það liðinu mikill styrkur. Leikmenn ættu loksins að þekkja hvern annan það vel að liðið ætti að geta blómstrað eins og margir hafa búist við undanfarin ár. Guðmundur Hrafnkels í markinu hefur vaxið með hverju árinu og er farinn að knýja dyra hjá landsliðinu. Bræðurnir Bjössi og Alii eru sterkir leikmenn sem drífa aðra með sér. Ef Breiðablik nær ekki langt núna þá verður það bara sama jó-jó liðið sem það hefur verið undanfarin ár. HAUKAR - Þjálfari: Sigurbergur Sigsteinsson Haukaliðið hefur blöndu af ungum og gömlum jöxlum sem spiluðu saman í fýrra. Haukar eru nýliðar í deildinni og munu eiga erfitt uppdráttar í vetur nema þeir hafi bætt sig til muna frá árinu áður. Ég vona að sem flestir mæti á völl- inn í vetur og sjái spennandi leiki. Ekki komu margir á völlinn í fýrra og er því umhugsunarefni hvort ekki eigi að veita frítt inn fýrir 12 ára og yngri og auglýsa leikina vel. Ekkert er eins ömurlegt og að spila fýrir tómu húsi. Ég skora því á forráðamenn að koma saman og gera eitthvað róttækt í mál- inu. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.