Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 68

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Side 68
HEIMSOKNI KAHEIMILIÐ AKUREYRI Texti: Hörður Hilmarsson Myndir: Kristján Kristjánsson Allt sem vel er gert vekur athygli. Það vekur þó ekki eins mikla athygli eða fær eins mikla umijöllun og það sem miður fer, því er verr. Um mitt sumar var tekin formlega í notkun einkar athyglisverð bygging á Brekkunni á Akureyri, nánar tiltekið í Lundarhverfi. Bygging sú sem um ræð- ir stendur á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar KA og hýsir búningsað- stöðu, félagsaðstöðu og fleira. Hvað er svona merkilegt við það?, spyrð þú kannski að hætti Stuðmanna og láir þé'r enginn. Félagsheimili og önnur íþróttamannvirki eru reist, kannski ekki daglega en nokkuð reglulega einhvers staðar á landinu án þess að ástæða þyki að fjölyrða um það. Saga KA-heimilisins er hins vegar sérstök og lærdómsrík og fyllsta ástæða til að rekja hana fyrir lesendur íþróttablaðsins. Guðfaðirinn Stebbi Gull En hvar skal leita fanga? Hver lumar á upplýsingum um þetta fallega félags- heimili sem byggt var á mettíma á „þessum síðustu og verstu“ þegar íþróttafélögin eiga í mesta basli með reksturinn hvað þá að eitthvað sé af- lögu til byggingaframkvæmda? „Stebbi Gull.” segja mér heimamenn einn af öðrum og fullvissa mig um það að hann sé „guðfaðir” byggingarinnar. Ekki í fyrsta sinn sem Stefán Gunn- laugsson fær viðurnafnið „godfather”! Stefán Gunnlaugsson framkvæmdastjóri og einn af duglegustu félagsmálamönn- um landsins. 68

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.