Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 71

Íþróttablaðið - 01.10.1986, Qupperneq 71
Á heimavelli BOGDAN TUNGGMÁLA- MAÐGR Fáir landsliðsþjálfarar hafa verið umtalaðari en Bogdan okkar krafta- verkamaður. Ekki er hægt að segja að hann hafi lagt sig fram við að læra íslensku í þau 12 ár sem hann hefur dvalið á Islandi. Hann hefur reynt að þjálfa á þýsku en útkoman er hálf- gert pólskt-þýskt hrognamál sem enginn skilur nema þeir sem hafa verið undir stjórn Bogdans. Oft er málið hálf broslegt en enginn leyfir sér að brosa þegar Bogdan er nærri. Sá hinn sami gæti átt yfir höfði sér um 7-800 armbeygjur. A einni landsliðsæfingunni var Þorbergi Aðalsteinssyni farið að leiðast þetta hrognamál Bogdans og spurði hann á sama máli því í andsk. hann hefði ekki lært íslensku á meðan hann dveldi hér á landi — nægur hefði tím- inn víst verið. Bodgan svaraði að bragði að sér dytti ekki hug að læra mál sem aðeins 240.000 manns í heiminum töluðu. Hann sæi sér enga hagkvæmni í því. Þorbergur var ekki sáttur við þessa „afsökun" Bogdan og sagði hvumsa:„Eg þyrfti ekki að dvelja í Póllandi í meira en 4 mánuði og þá myndi ég tala betri pólsku en þú“. Sagan segir að Þorbergur hafi átt fótum sínum fjör að launa eftir þessa athugasemd og rétt sloppið inn í búningsklefa áður en Bogdan náði í hnakkadrambið á honum, rauður af bræði. Ekki vitum við hve margar armbeygjur Þorbergur þurfti að taka á næstu æfingui! Agnes Bogadóttir er einbeitt á svip er hún fylgist með körlunum sínum í liði ÍBÍ. Skemmtilegur klæðnaður!!! SJONVARPS- STJARNAN Vart þarf að kynna Agnesi Braga- dóttur fyrir lesendum en fyrir þá sem ekki eiga sjónvarp skal þess getið að hún var ein þriggja stjórnenda þátt- anna „Á líðandi stundu" sem sýndir voru við mikla hrifningu síðastliðinn vetur. Agnesi er margt til iista lagt því auk þess að þykja harðsnúinn spyrj- andi þótti hún með betri handknatt- leiksstúlkum landsins á sínum tíma. Hún lék með Víkingum í mörg ár en sneri sér síðan að þjálfun í frístund- um. Hún lagðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur frekar en fyrri daginn því karlmönnum langaði hana að stjóma. Agnes er sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum eina konan sem þjálfað hefur meist- araflokk karla í handbolta á íslandi og þó víðar væri leitað. Agnes þjálf- aði lið ÍBÍ í 3.deild með miklum ágæt- um og ber liðið enn þess merki. Með- fylgjandi mynd er tekin í Ásgarði í Qarðabæ og satt best að segja hefur fatatískan tekið miklum stakkaskipt- um á síðustu árum. Verölaunagripir og verð/aunapeningar í miklu úrvali FRAMLEIÐI OG UTVEGA FÉLAGSMERKI PÓSTSENDUM Imebal Magnús E.Baldvinsson sf. kJLangholtsvegi 111 sími31199_^ 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.