Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 7
kippur muni koma í greiðslur til þeirra sem stunda íþróttir hér á landi — og það svo að umtalsvert verði að teljast. Nú hefur skattrannsóknar- stjóri nefnilega farið fram á að íþróttafélögin leggi fram bókhald síð- astliðinna ára og vill skattrannsókn- arstjóri með þessu rannsaka hvort liðin hafióhreintmjöl ípokahorninu. Hver útkoma þess verður skal hér ósagt látið en alkunna er að auðvelt er að fara fram hjá þessu bókhaldi með því t.d. að segja 100 manns hafa greitt sig inn á leik sem 1.000 manns eru í raun og veru á. Má sjá það af síðum dagblaðanna þegar verið er að gera grein fyrir áhorfendafjölda á leikjum að það „fékkst ekki uppgef- ið" er að verða æ algengara. JORDAN ER MEÐ 720.000 KRÓNUR í LAUN Á TÍMANN! Svo að vikið sé frá peningum í ís- lenskum íþróttum og út í hinn stóra heim atvinnumennskunnar má sjá að þeir peningar, sem eru í spilinu hér á landi, teljast vart til stórupphæða — eiginlega er þetta tittlingaskftur mið- að við það sem gengur og gerist hjá þeim bestu. Dæmi má hér taka t.d. af stórstjörnum sem lengst hafa náð. Talað er um að hollenski knatt- spyrnusnillingurinn Marco Van Ba- sten fái a.m.k. 120 milljónir í grunn- laun hjá félagsliði sínu, AC Mílanó, sem síðan má örugglega tvöfalda sé tillit tekið til auglýsingasamninga sem hann hefur gert (hann er ein helsta skrautfjöður Diadora skófra- mleiðandanna) og bónusgreiðslna sem hann fær (AC Milanó hefur leik- ið taplaust í hálft annað ár). Þetta eru þó ekki miklir peningar þegar litið er til Bandaríkjanna. Það er reyndar svo margt sem er yfirdrifið þar. Körfubol- tasnillingurinn Michael Jordan ert.d. talinn hafa 230 milljónir í tekjur frá Chicago Bulls á þessu ári. Við það þætast 1.180 milljónir í auglýsinga- tekjur frá Nike og rúmar 700 mill- jónir frá öðrum fyrirtækjum sem hann auglýsir fyrir. Er hér um að ræða rúma 2,1 milíjarð (2.100.000.000) króna! Hér er ekki um neinar smá- ræðis upphæðirað ræða. Efgertværi ráðfyrirsjödagavinnuviku hjá kapp- anum og að hann væri að í átta tíma á dag, einsog venjuleg dagvinna kveð- ur á um, væri hann tæplega 720.000 krónur á tímann! Til gamans má bera þessa upphæð saman við tekjulista Frjálsrar verslunar sem kom út fyrr á þessu ári. Hópur42 manna, sem falla undirflokkinn „stjórnendur nokkurra stórra fyrirtækja", hefur samtals áætl- aðar árstekjur upp á 336.360.000 (að meðaltali rúmar 8 milljónir á ári). Tekjuhæsti einstaklingur á íslandi — Þorvaldur Cuðmundsson í Síld og fisk — hefur rúmar 81,5 milljónir króna í árstekjur! Hnefaleikakappinn Evander Holy- field ertalinn hafa rúma 1,6 milljarða króna í laun á árinu. Skal hér ósagt Skyldi Pétur Guðmundsson hafa þénað vel þegar hann lék í NBA- deildinni? látið hvort að inn í þeirri upphæð sé reiknað með síðasta slag Holyfields gegn hinum 25 ára gamla Riddick Bowe. Fyrir þann slag, sem fram fór um miðjan nóvemþer, fékk Holyfield 986 milljónir króna! Hann tapaði slagnum fyrir Bowe en sökum þess að Bowe var áskorandi í slagnum fékk hann „einungis" 406 milljónir. Telja fróðir menn að Bowe hafi alla burði til að verja heimsmeistaratign sína nokkrum sinnum sem á eftir að gera það að verkum að hann fær tæp- an milljarð fyrir hvern slag! Það virðist heldurekki væsa um þá sem standa fremstir í flokki í kapp- akstri Formúla 1 kappakstursbíla. Brasilíumaðurinn Ayrton Senna er talinn hafa tæpa 1,3 milljarða í árs- tekjur og Bretinn Nigel Mansel 856 milljónir. En hvað með íslensku atvinnu- mennina? Hafa þeir það svona gott? Varla. Það hefur verið eitthvað óskráð lögmál varðandi íslenska at- vinnumenn í íþróttum að þeir láta ekki uppi hvað þeir hat'a í tekjur. Verður að teljast undarlegt að þetta viðgangist í eins litlu þjóðfélagi og hið íslenska þjóðfélager. Fremstu at- vinnumenn heims telja það ekkert feimnismál hvað þeir hafa í tekjur — þeir segjast einfaldlega gera hlutina vel og fá greitt í samræmi við það, Er þvíillskiljanlegt af hverju íslenskirat- vinnumenn fara í grat'götur með það ER ÁSGEIR SIGURVINSSON STÓREIGNAMAÐUR? sem þeir hafa upp úr atvinnu sinni. Varla telst það neitt launungamál að sá íslendingur, sem hvað lengst hefur náð í íþrótt sinni, er knattspyrnumað- urinn Ás geir Sigurvinsson. Hann lék með þremur liðum á erlendri grundu; Standard Liege, Bayern Munchen og VfB Stuttgart. Það er landlægt í íslenskri þjóðar- sál að velta sér upp úr hlutum eins og þeim hvað atvinnumenn eins og Ás- geir Sigurvinsson hafi í tekjur. Menn hafa sagt hann mjög ríkan mann veraldlega séð og í íþróttaþætti á Stöð 2 síðastliðið haust var hann inntur eftir því hvort hann væri ríkur maður. Ásgeir svaraði því til að hann gæfi ekkert upp um það og að fólk mætti velta sér upp úr þessum hlut- um, honum að meinalausu. Út úr orðum Ásgeirs virtist mega lesa: Ég hef það mjög gott, þakka þér fyrir en fólki kemur ekkert við hversu gott. í Ijósi ofangreindra talna um tekjur Michael Jordan má einnig velta því fyrir sér hvað Pétur Guðmundsson hafi haft mikið upp úr því að leika körfuknattleik með San Antonio Spurs, LALakersogfleiri liðum íNBA deildinni. í deildinni er það fyrir- komulag nefnilega ríkjandi að þak er sett á launagreiðslur liðanna þannig að rfkasta liðið geti ekki keypt alla þá 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.