Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 14
PATREKUR J ÓH ANNESSON Það er mál manna að íslendingar hafi sjaldan eða aldrei haft jafn mörg- um ungum og efnilegum handknatt- leiksleikmönnum á að skipa. Margir þeirra gætu átt bjarta framtíð fyrir sér í atvinnumennsku. Nægir í því sam- bandi að nefna Einar Gunnar Sig- urðsson frá Selfossi og Patrek Jóhann- esson úr Stjörnunni. Þeir tveir hafa, þrátt fyrir ungan aldur, leikið fjölda landsleikja og getið sér gott orð sem handknattleiksmenn. Patrekur var tekinn tali og inntur eftir því hvort hann myndi langa í atvinnumennsku peninganna vegnaeðatil að bætasig sem handboltamaður? „Náttúrlega vil ég fyrst og fremst bæta mig sem handboltamaður. Þannig hlýtur maður að hugsa þegar maður er ekki eldri en ég er og hefur einhvern metnað. Auðvitað hafa peningarnir sitt að segja og það væri gaman að fá greittfyrir það sem mað- ur hefur yndi af því að gera. En þó svo að peningarnir hafi sitt að segja, myndi ég miklu fremur vilja fara út til að bæta migsem handboltamaðuren að fara út af gróðafíkn einni saman." — Hvert myndi þig helst langa til að t'ara? „Þýskaland væri það land sem ég myndi helst vilja fara til, allavega til að byrja með. Það er staðreynd að vera manna í Þýskalandi hefur bætt þá mikið sem handboltamenn og þeir hafa skólast mikið þar. Nægir í því sambandi að nefna menn eins og Alfreð Gíslason, Kristján Arason og Sigurð Sveinsson. Það hlýtur þó að vera takmark manna, sem hafa ein- hvern metnað, að komast að hjá góðu liði á Spáni — „Ítalíu" hand- þoltans." — Af hverju Spánn? „Á Spáni leikur rjóminn af öllum leikmönnum heims. Þar er tvímæla- laust besta deildarkeppni heims og skærustu stjörnur íþróttarinnar eru þar. Þá bereinnigað geta þess aðþrír útlendingar leika með hverju liði sem hlýtur að veita aukna möguleika." — Hafa peningarnir ekkert að segja hvað þetta varðar? „Að sjálfsögðu hafa þeir sitt að segja. Það eru mun meiri peningar í boði í spænsku deildinni en þeirri þýsku og þangað hlýtur maður að stefna, eigi maður möguleika á því. Annarserþettaalltsvoteygjanlegtog maður gerir sér ekki fyllilega grein fyrir því um hversu mikla peninga er í raun og veru að ræða." — Hvað heldurðu að um háar upphæðir sé að ræða? „Hjá þeim spænsku? Því er erfitt að svara. Ég myndi gera mér í hugarlund að menn séu að fá frá einhverjum hundruðum þúsunda upp í nokkrar milljónir króna fyrir hvert tímabil. Það ræðst af getu þeirra leikmanna sem um er að ræða." — Þarftu nokkuð að vera að fara út — færðu ekki vel borgað fyrir að vera handboltamaður hér á landi? „Þeir peningar, sem eru í boði í boltanum hérna, eru smáaurar mið- að við það sem gengur og gerist er- lendis. Ég er ekki að segja að ég fái ekki neittfyrir það að leika héren hér er alls ekki um háar upphæðir að ræða, m.a. með ti11iti ti I þess að ég er að æfa tvisvar á dag sem er sambæri- legt við það sem gerist í atvinnu- mennskunni. Ég er þó alls ekki að gefa í skyn að þetta séu einhverjar stórar upphæðir — það er t.a.m. langt í frá að maður geti lifað af þessu." — Ferðu út þegar fyrsta tilboðið kemur? „Nei, alls ekki. Mér stóð t.d. til boða að leika í Sviss en ég hafði ekki áhuga á því. Ég tel mig verða að sanna það að ég hafi eitthvað erindi út með því að leika nokkur tímabil hér heima áður en það verður. Ég er ungur og enn að læra og maður þarf að hafataká mörgum hlutum áðuren maður tekst á við það að verða at- vinnumaður. Ég er þó langt í frá að segja að ég myndi harðneita öllu sem fyrir mig yrði lagt, tilboð frá góðum I iðum hljóta að freista mín, en eins og staðan er í dag tel ég nokkur ár í það að ég verði fyllilega tilbúinn í at- vinnumennskuna." — Erekki erfittfyrir íslenska hand- boltamenn að vera í atvinnu- mennsku þegar landsliðið er annars vegar. Gleymast menn ekki þegar þeir fara út? „Menn hljóta að gleymast þegar þeir fara í lakari lið en þau sem eru hér á landi. Ég held samt að það sé engin hætta á því að menn gleymist ef þeir fara í sterk lið og með það að markmiði að bæta sig sem hand- boltamenn." — Myndirðu fórna landsliðsferlin- um fyrir atvinnumennsku? „Nei, alls ekki. Það hlýtur að vera metnaður hvers íþróttamanns að leika landsleiki fyrir hönd lands síns — og því er ekkert öðruvísi farið hjá mér. Ég er stoltur af því að leika fyrir íslands hönd og myndi alls ekki vilja fórna því. Ef ég færi út í atvinnu- mennsku í handbolta myndi ég vilja hafa allt á hreinu varðandi það að ég gæti leikið þá landsleiki sem ég yrði valinn til að leika og ég myndi alls ekki vilja fara í eitthvað erlent lið bara til þess að fara út og fyrirgera þannig rétti mínum til að leika með landsliðinu og falla í gleymskunnar dá." 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.