Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 3
Ritstjóraspjal I Mjög jákvæð þróun er að eiga sér stað hjá þeim íþróttafélögum sem hafa skynsemina að leiðarljósi. Eins og flestir vita má líkja því við kraftaverk að reka íþróttafélag án þess að stofna til óheyrilegra skulda en launagreiðslur til leikmanna hafa verið að sliga mörg félög undanfarin ár. Nú er svo komið að forráðmenn MARGRA félaga segja; hingað og ekki lengra — og er það vel. Þeir stóðu frammi fyrir því að setja félögin á hausinn annars vegar eða draga verulega úr greiðslum hins vegar og fá menn til þess að vera trúa SÍNU félagi. Það er ávallt erfitt að draga úr laungreiðslum þegar menn eru einu sinni komnir með peningabragð í munninn en núna verður skynsemin að ráða. Alltaf verða til „kóngar" í íþróttunum, bæði hér á landi sem og erlendis, og aldrei verður hægt að gera jafn vel við alla. Engu að síður eru jafnar bónusgreiðslur til leikmanna það sem koma skal — hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Á þessu eru þó undantekningar og virðast sum félög ætla að halda áfram „smölun" á leikmönnum og bjóða gull og græna skóga — án þess að huga að framtíðinni, uppbyggingunni. Það er skiljanlegt að ungir knattspyrnumenn, til að mynda, láti freistast þegar önnur félög en þeirra EIGIÐ falast eftir þeim og veifa framan í þá tugum fimm þúsund króna seðla. EN þessir sömu knattspyrnumenn ættu að hugsa lengra en eitt ár fram í tímann því þeir gætu hugsanlega endað sem lítt virtar flökkukindur þegar ferillinn er á enda með brostið knattspyrnumannorð en aðeins þykkari buddu. Ungur knattspyrnumaður bauð sig til nokkurra Reykjavíkurfélaga á dögunum en fékk ávallt þau svör að ekki væri hægt að ganga að kröfum hans því greiðslur til leikmanna væru að lækka. Lið utan Reykjavíkur var hins vegar tilbúið til þess að greiða honum rúmar tvær milljónir króna en eftir einhverja umhugsun neitaði hann því og ákvað að vera áfram hjá sínu félagi. Vitanlega fær hann einhverja greiðslu hjá SINU félagi en það er ekki það sem máli skiptir. Þegar árin færast yfir þennan dreng og haldi hann tryggð við sitt félag kemur hann til með að meta lífið öðruvísi en í fimm þúsund krónaseðlum. Hefði hann látið glepjast og leikið eitt tímabili með peningaliðinu er það vissu- lega hans mál. EN ef það lið hefði ekki verið tilbúið til jjess að endurnýja samning- inn fyrir þar næsta tímabili — hvað hefði leikmaðurinn gert þá? Haldið áfram að selja sig eða drattast á heimaslóðir með skottið á milli lappanna. Máltækið; „Margur verður af aurum api", segir allt sem segja þarf og menn ættu að hugsa lengra en eitt ár fram í tímann þegar þeir hlaupa út um allar trissur eins og beljur sem sleppt er út á vorin. /p Þorgrímur Þráinsson ritstjóri Hafsteinn Viðar auglýsingastjóri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 685057 RitstjórnarfuIItrúi ISI: Guðmundur Gíslason Ljósmyndarar: Grímur Bjarnason, Kristján Einarsson, Gunnar Gunnarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bildshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.158,00 (1.-3.tbl.) Hvert eintak í áskrift kr. 386 Hvert eintak í lausasölu kr.449 Þeir sem greiða með greiðslukorti greiða 10% lægra áskriftarverð. Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. prentstofa hf. HÉRAÐSSAMBÖND INNAN ÍSÍ: HÉRAÐSSAMBANDIÐ HRAFNAFLÓKI HÉRAÐSSAMBAND SNÆFELLSNES- OG HNAPPADALSSÝSLU HÉRAÐSSAMBAND STRANDAMANNA HÉRAÐSSAMBAND SUÐUR-ÞINGEYINGA HÉRAÐSSAMBAND VESTUR-ÍSFIRÐINGA HÉRAÐSSAMBAND BOLUNGARVfKUR HÉRAÐSSAMBANDIÐ SKARPHÉÐINN ÍÞRÓTTABANDALAG AKRANESS ÍÞRÓrrABANDALAG AKUREYRAR ÍÞRÓTTABANDALAG HAFNARFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG ÍSAFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG KEFLAVÍKUR ÍÞRÓTTABANDALAG ÓLAFSFJARÐAR ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR ÍÞRÓTTABANDALAG SIGLUFJARÐAR fÞRÓTTABANDALAG SUÐURNESJA ÍÞRÓTTABANDALAG VESTMANNAEYJA UNGMENNA- OG ÍÞRÓTTASAMBAND AUSTURLANDS UNGMENNASAMBANÐ A-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND BORGARFJARÐAR UNGMENNASAMBAND DALAMANNA UNGMENNASAMBAND EYJAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND KJALARNESÞINGS UNGMENNASAMBAND SKAGAFJARÐAR UNGMENNASAMBAND V-HÚNVETNINGA UNGMENNASAMBAND V-SKAFTFELLINGA UNGMENNASAMBANDIÐ ÚLFLJÓTUR UNGMENNASAMBAND N-ÞINGEYINGA SÉRSAMBÖND INNAN ÍSÍ: BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS BLAKSAMBAND ÍSLANDS BORÐTENNISSAMBAND ÍSLANDS FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS FRJ ÁLSÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS GLÍMUSAMBAND ÍSLANDS GOLFSAMBAND ÍSLANDS HANDKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS HESTAÍÞRÓITASAMBAND ÍSLANDS ÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS JÚÐÓSAMBAND ÍSLANDS KARATESAMBAND ÍSLANDS KEILUSAMBAND ÍSLANDS KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS KÖRFUKNATTLEIKSSAMBAND ÍSLANDS LYFTINGASAMBAND ÍSLANDS SIGLINGASAMBAND ÍSLANDS SKÍÐASAMBAND fSLANDS SKOTSAMBAND ÍSLANDS SUNDSAMBAND ÍSLANDS TENNISSAMBAND ÍSLANDS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.