Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 81

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 81
Spaugsögur úr NBA Darryl Dawkins, fyrrum leikmaður Phila- delphia og New Jersey, var þekktur fyrir flest annað en aga og áhugasemi, þrátt fyrir mikla hæfileika, á ferli sínum í deildinni. Oft reyndu þjálfarar hans að tala drenginn til og koma örlitlu viti í kollinn á honum en allt kom fyrir ekki. Til dæmis var eitt minnis- stætt atvik sem átti sér stað stuttu fyrir tíma- fcilið 1978 en þá kom þjálfari hans, Billy ^múngham, að honum á æfingu þar sem hann var að slæpast og ákvað að segja nokk- jÚr vel valin orð við hann. Hann sagði við Dawkins: „Ef þú ferð ekki að koma þér í sæmilegt leikform þá leggurðu feril þinn í hættu.“ Dawkins hlustaði álútur á þjálfarann og sagðist ætla að bæta ráð sitt. Cunning- ham þóttist hafa náð að hrista ærlega upp í kauða og gekk ánægður í burtu. En Cunn- ingham þekkti Dawkins greinilega ekki nógu vel því um leið og hann byrjaði að labba í burtu brá prakkarinn fyrir hann fæti og þjálfarinn dátt kylliflatur á gólfið, öllum við- stöddum til mikillar skemmtunar. Dawkins var einna helst frægur fyrir þá áráttu sína að brjóta körfuspjöld þegar hann ^roð og gerði hann það tvisvar á tímabilinu 'l979-’80. Það varð til þess að settir voru eins konar demparar á körfuhringina. Allir hafa einhvern tímann upplifað atvik sem þeir vilja helst gleyma sem fyrst. Svo var með Magic Johnson í fyrsta leik sínum í NBA deildinni árið 1979. Lið hans, Lakers, heimsótti þá San Diego Clippers og mikið álag var á hinum tvítuga nýliða liðsins. Því hafði verið slegið upp í blöðum og allir bjuggust við að þarna væri næsta stór- stjarna deildarinnar á ferðinni. En það byrj- aði ekki gæfulega fyrir Magic því þegar liðið hljóp inn á völlinn fyrir upphitunina átti hann að vera fyrstur. Magic átti að skoppa bolta að körfunni og troða honum en ekki vildi betur til en svo að þegar hann var byrjaður á tilhlaupinu þá missti hann upp- hitunarbuxurnar niður um sig og datt beint á hausinn. Hlátrasköll voru skiljanlega mikil frá 15 þúsund áhorfendum og leikmönnum og Magic gat ekki annað en brosað út í ann- að yfir þessari óheppni sinni. GÆTIÐ AUGNANNA! Það þarf vart að tíunda það hversu mikil- vægt er að gæta augnanna meðan á íþrótta- iðkun stendur. Þótt augnameiðsli séu ekki tíð hér á landi eru þau mjög algeng í Banda- ríkjunum. Þar er tíðni augnameiðsla í íþrótt- um skráð 35.000 á ári — einkum meðal barna og yngri iðkenda. Talið er að and- litsgrímur og gleraugu komi í veg fyrir 70.000 meiðsli meðal hokkíiðkenda í Banda- ríkjunum. Iðkendum, sem nota hlífðargler- augu í íþróttum, s.s. körfubolta, racquet- ball, baseball og hokkí, fer því fjölgandi. (M&F) BRODDIMEÐ 105 LANDSLEIKI Broddi Kristjánsson, sem hefur tíu sinn- um orðið íslandsmeistari í einliðaleik í meistaraflokki, er búinn að rjúfa 100 lands- leikja múrinn. Broddi hefur leikið 105 lands- leiki fyrir íslands hönd og er ólíklegt að það met verði slegið því hámarkslandsleikja- fjöldi á hverju ári er 10. Broddi á reyndar 105 landsleiki að baki en þessi stórskemmtilegi spilari er enn í fremstu röð. Eftirtaldir aðilar hafa leikið flesta blaklandsleiki fyrir ísland: Broddi Kristjánsson 105 Þórdís Edwald 75 Guðmundur Adolfsson 72 Kristín Magnúsdóttir 58 Þorsteinn Páll Hængsson 54 Kristín B. Kristjánsd. 53 Sigfús Ægir Árnason 50 Árni Þór Hallgrímsson 48 Elísabet Þórðardóttir 46 UTIUF" Glæsibæ - sími 91-812922 Golffatnaður 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.