Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 10

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 10
„EG VARÐ NÚ EKKI BEINT RÍKUR AF ÞESSU„ Á tólf ára tímabili lék Sigurður Sveinsson með fimm erlendum lið- um. Olympia frá Svíþjóð, þýsku lið- unum Nettelsted, Lemgo og Dort- mund og spænska liðinu Atletico Madrid. Segir Sigurður að ekki hafi beinlínis verið um atvinnumennsku að ræða í Svíðþjóð og að sér hafi gengið illa að fá greitt á Spáni — reyndar eigi hann ennþá peninga inni hjá Atletico Madrid. En varð Sig- urður Sveinsson ríkur af því að vera í atvinnumennsku — á hann miklar eignir eftir þennan rúma áratug í al- þjóðahandbolta? „Ég varð nú ekki beint ríkur af þessu en maður gat komið sér vel fyrir. Það er hægt að hafa ágætt upp úr þessu. Ég var lengst í Þýskalandi og svo á Spáni. Á Spáni eru mun meiri peningar í boði en t.d. í Þýskalandi og Frakklandi. Bestu atvinnumenn- irnir á Spáni fá svimandi fjárhæðir og ég get nefnt sem dæmi Vujovic hjá Barcelona. Hann var talinn hafa um 25 milljónir á ári þegar ég var þarna. Fyrir utan peningahliðina er ýmislegt gert fyrir leikmenn í formi húsnæðis o.fl. Þegar ég var í Þýskalandi fengu leikmenn 30% afslátt ef þeir keyptu bíl hjá BMW eða Volkswagen. Menn voru að fá eins konar matar- og bens- ínpeninga og það væri svo sem allt í lagi að fá slíkt hér heima líka." — Ertu atvinnumaður í íslenskum handbolta núna? „Ég hef heyrt margar kjaftasögur um sjálfan mig hér heima. Því miður er ég ekki atvinnumaður núna þó svo SIGURÐUR SVEINSSON að ýmislegt sé gert fyrir mig. Það fara orðið 5 tímar á dag í handboltann og svo verð ég að vinna líka." — Nú virðist sem svo að þú ættir að geta haft gott upp úr því að leika handbolta hér á landi ef marka má eftirspurnina eftir þér. Hvað eru menn reiðubúnir til að greiða fyrir Þig? „Það er rétt að það var talsvert um fyrirspurnir hvað mig varðar fyrir þetta keppnistímabil en ég lét málin aldrei komast á það stig að menn gætu farið að bjóða peninga. Ég var búinn að ákveða að spila á Selfossi að minnsta kosti einn vetur í viðbót og sagði mönnum það. Ég er að vona að ég nái að minnsta kosti að leika næsta vetur líka en að þeim tíma loknum fer ég kannski að leiða hug- ann að þjálfun. Það freistar mín ekki mikiðað veraspilandi þjálfari. Þaðer betra að hætta sem leikmaður og hellasérsvo af heilum huga íþjálfun- ina. Ég hef ekkert velt því fyrir mér hvað ég geri að afloknu yfirstandandi tímabili — það verður bara að ráðast af árangrinum. Markmið okkar Sel- fyssinga er að komast í Evrópukeppn- ina." 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.