Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 38

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 38
í POKAHORNINU Valtýr Björn Valtýsson. „Ég ólst upp á Eskifirði og var eig- inlega í öllum íþróttum, mest þó í fótbolta, handbolta og sundi. Ég keppti í skriðsundi og bringusundi og mér hefur alla tíð þótt gaman að synda og þykir enn. Einn knatt- spyrnuleikur fyrir austan er mér sér- staklega minnisstæður. Það var þegar ég var í 5. flokki og við lékum við Hugin á Seyðisfirði til úrslita fyrir austan. Það er þannig fyrir austan að það verður allt vitlaust þegar næsti fjörður kemur í heimsókn. Leikurinn endaði 2-2 ogégskoraði bæði mörk- in fyrir Austra, fyrst úr vítaspyrnu, sem þótti vafasöm, og síðan jafnaði ég með vinstri undir lok leiksins. Það varð allt vitlaust og það var dálítið sérstök upplifun fyrir stráka í 5. flokki að verða fyrir tómatakasti og ýmsum vafasömum skotum frá fullorðnum áhorfendum. Maður kom grænmetis- barinn heim frá þeim leik. Þegar ég var tólf og hálfs árs flutti ég suður og æfði fyrstu mánuðina með Breiðabliki. Pabbi var hinsvegar svo mikill Frammari að hann bauðst til að keyra mig á æfingar hjá Fram úr Kópavoginum. Ekki skal ég segja til um það hvort ég var góður en ég hlýt að hafa verið sæmilegur, a.m.k. var ég, þegar ég var fyrir austan, valinn í landsúrvalið ásamt Sigurði Grétars- syni og fleirum til þess að leika við Reykjavíkurúrvalið. Mér gekk yfir- leitt nokkuð vel að skora mörk. Með- al samferðamanna minna hjá Fram má nefna Viðar Þorkelsson, Her- mann Björnsson og svo Pál Kolbeins- son sem var bara býsna efnilegur markmaður. Ég var í þessum árgangi hjá Fram sem aldrei varð Islands- meistari. Við unnum að vísu haust- mót og Reykjavíkurmót en urðum aldrei Islandsmeistarar. Ég var hjá Fram alveg upp í 2. flokk en varð þá að hætta því ég var með ónýtt vinstra hné. Ég var orðinn svo slæmur að ég gat varla gengið. Það var svolítið fyndið hvernig þetta uppgötvaðist. Ég mætti einhverju sinni upp á slysa- deild, alveg að farast í hnénu. Þar var ungur læknir sem fór að skoða sex ára gamlar myndir af mér og sá strax að það átti fyrir löngu að vera búið að skera mig upp. Ég var hinsvegar búinn að lifa á verkjatöflum í nokkur ár. Það kom tímabil, þegar ég var í Fram, sem ég hreinlega skoraði ekki mark í mörgum leikjum í röð. Maður stóð kannski á línu og skaut yfir. Mér fannst orðið svolítið neyðarlegt að ég skyldi vera í liðinu. Maður var að gera allt rétt á æfingum, skoraði og skoraði, síðan var maður að klúðra betri færum í leikjum, skaut kannski í línuvörðinn af markteig! Síðar var ég færður aftur á miðjuna og þá fór ég strax að skora." FYRSTI VERÐLAUNA- PENINGURINN Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning og íþróttamaður ársins 1991 Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning á að baki langan og glæstan feril í sundinu. íslandsmetin og verðlaunagripirnir eru áreiðan- lega óteljandi!. Ragnheiður hefur nú lagt keppnisgræjurnar á hilluna og starfar nú sem þjálfari Sundfélags Akraness þar sem hún mun áreiðan- lega miðla ungum Skagamönnum af reynslubrunni sínum. Fyrsti verð- launapeningur Ragnheiðar er orðinn tæplega tvítugur. „Fyrsta verðlaunapeninginn fékk ég á sjómannadaginn á Akranesi 1973, þá sjö ára gömul. Égfékk hann fyrir 50 metra bringusund en man ekki á hvaða tíma ég fór. Ég var æðis- lega montin og þegar ég kom heim varauðvitaðtekin myndogallt. Þetta var rosalega gaman. Sjómannadag- urinn er alltaf stór dagur í minni fjöl- skyldu því þetta eru nánast allt sjó- menn. Maður tók alltaf þátt í sjó- mannadagsmótunum á þessum tíma og ég hef alltaf reynt að vera með þegar ég hef getað. Það var mikil uppörvun upp á áframhaldandi iðkun að gera að fá verðlaun en annars var ég í öllum íþróttum þegar ég var yngri. Það er alltaf gaman að vinna og þegar sigur er í höfn líður mér vel. Verðlaun eru góður stökkpallur að næsta sigri og góð fyrir sjálfstraustið," sagði Ragn- heiður Runólfsdóttir sunddrottning sem reyndar á íslandsmetið, 32,93 sek., í greininni sem færði henni fyrsta verðlaunapeninginn fyrir 19 árum, 50 metra bringusundi. ÞANNIG ÍÞRÓTTAMAÐUR VAR VALTÝR BjÖRN VALTÝSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTA- MAÐUR: 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.