Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 79

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 79
M I N N I N G ÞORVARÐUR ÁRNASON Fæddur 17. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1992 Iþróttasamband íslands hefur á undanförnum misserum þurft að sjá á bak mætum mönnum úr forystu- sveit sambandsins yfir móðuna miklu. Par skai einkum nefna Svein Björnsson, sem sat í stjórn ÍSÍ í 30 ár, þar af 11 ár sem forseti, Hermann Guðmundsson, sem var fram- kvæmdastjóri ISI í 34 ár, og Þorvarð Arnason, sem hér verður minnst, en hann átti sæti í stjórn ISI í 10 ár og í Olympíunefnd um árabil. Þorvarður var fæddur að Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð 17. nóvem- ber 1920 og lést á Landspítalanum 1. júlí 1992. Foreldrar hans voru Arni Vilhjálmsson útgerðarmaður og kona hans, Guðrún Þorvarðardóttir. Systkini Þorvarðar eru Vilhjálmur lög- maður, Tómas, seðiabankastjóri og fyrrv. ráðherra, og Margrét, leiðbein- andi á Hjúkrunarheimiiinu Sunnuhiíð í Kópavogi. Eg, sem þessar Iínur rita, kynntist Þorvarði allvel og fyigdist raunar með lífshlaupi hans í stórum dráttum. Hér verður þó einungis vikið að því sem sneri að íþróttamanninum og félag- anum Þorvarði Arnasyni. Segja má að Þorvarður hafi verið fæddur íþróttamaður. Sem ungur maður, um og innan við tvítugt, var hann í hópi fremstu frjálsíþrótta- manna landsins. Hann keppti fyrir Iþróttafélagið Hugin á Seyðisfirði og færði félagi sínu marga góða sigra. Eg man vei þátttöku Þorvarðar í GIA- mótum sem haldin voru á Egilsstöð- um á árunum 1938-1945. Hann skaraði fram úr bæði í kúluvarpi og kringlukasti en var mjög hæfur í fleiri greinum. Hann var afburða fimleika- maður. Reyndar áttu Austfirðingar á þessum árum marga góða afreks- menn sem síðar áttu eftir að verða í fremstu röð á landsvísu. Margir í hópi þessara ungu og hæfileikaríku manna komu frá Seyðisfirði. Þegar GÍA sigraði á landsmóti GM- FÍ, sem haldið var á Hvanneyri 1943, var Þorvarður í þeirri sigursveit og bar sigur úr bítum bæði í kringlukasti og kúluvarpi. Hann var jafnframt fjórði stigahæsti einstaklingurinn á mótinu. Síðar átti Þorvarður eftir að tileinka sér golfíþróttina í ríkum mæli og náði þar góðum árangri. En Þorvarður var ekki einungis góður liðsmaður og félagi innan vall- ar. Hann lét mjög til sín taka hina félagslegu hlið, forystustörfin. Heima á Seyðisfirði var hann m.a. formaður Hugins. Eftir að suður kom sat hann bæði í stjórn Breiðabliks og í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Ennfremur starfaði hann í Ólymp- íunefnd íslands og í stjórn íþrótta- sambands Islands eins og í upphafi greinir. Auk þátttöku í almennum stjórnarstörfum hjá ÍSÍ lét hann sér mjög annt um tilkomu almennings- íþrótta. Þannig var hann meðal full- trúa ÍSÍ á fyrstu alþjóðlegu ráðstefn- unni sem efnt var til um samræmt og skipulegtátaktil eflingar almennings- íþróttum. Þessi ráðstefna var haldin í Ósló 1969 og þar varð Trimm-nafnið til. Árið eftir var málið mjög til umfjöll- unar hjá íþróttanefnd Evrópuráðsins í Strasbourg og víðar þar sem Þor- varður var meðal fulltrúa íslands. Þegar trimmnefnd ISI var stofnuð síðla árs 1970 varð Þorvarður for- maður hennar fyrstu tvö árin. Samhliða því að vera afreksmaður, bæði innan og utan vallar, var Þor- varður mikill heimsmaður. Því kynnt- ist ég vel vegna starfa minna að al- menningsíþróttum í alþjóðlegu sam- starfi með Þorvarði. Sökum ljúfmennsku sinnar, glæsileika og hæfni í samskiptum við aðra var hann hvers manns hugljúfi. Mér virtist hann einnig mjög næm- ur fyrir öllu listrænu sem varð á vegi hans, hvort sem það var á sviði tón- listar, myndlistar eða húsagerðarlist- ar. Hann hreifst innilega af hinu fagra. Með fráfalli Þorvarðar Árnasonar þurfum við að sjá á bak frábærum félaga, góðum dreng sem hafði ríkan skilning á gildi íþrótta og hollra lífs- hátta. Hafi hann kæra þökk fyrir allt sem hann lagði af mörkum til eflingar íþrótta- og æskuiýðsstarfi lands- manna. Eiginkonu Þorvarðar, Gyðu Karls- dóttur, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabörnum eru sendar inni- legustu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ISI. CJtför Þorvarðar Árnasonar fór fram frá Kópavogskirkju 10. júlí 1992 að viðstöddu miklu fjölmenni. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.