Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 31

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 31
ritara um að fara niður á Reykjavíkur- flugvöll, hafa samband við einhvern flugmann hjá einhverri flugþjónustu og kíkja á hugsanlegt flugvallarstæði í hrauninu í Hafnarfirði — úr flugvél. Mér fannst þetta mjög eðlilegt því oft hefur verið talað um að byggja flug- völl í Hafnarfirði. Til allrar hamingju fann ég aldrei manninn á flugvellin- um, hann var þá að gera vélina klára úti á velli — annars væri búið að jarða mig vegna hjartaáfalls. Gunnar Beinteinsson var höfuðpaurinn á bak við þetta því hann var búinn að læra flug hjá þessum manni. Sá átti að sýna mér flugvallarstæðið úr lofti og síðan ætlaði hann að drepa á hreyfl- inum og láta vélina hrapa. Eg þakka mínu sæla fyrir að þetta klikkaði því ég hefði drepist á leiðinni niður. Um kvöldiðeftir æfingu var búið að hirða fötin mín og setja einhver eldgömul föt í staðinn. Ég þurfti að klæðast FH treyju síðan 1970, fór í slitnar hjóla- buxur og í ullaríþróttasokka sem Bergþór Jónsson, formaður FH, átti. I þessu þurfti égað vera um kvöldiðog auðvitað þurfti ég að sturta einhverj- um bláum vínanda í mig. Það var mikið sprellað á Gauki á stöng þetta kvöld." — Hvaða hluti myndirðu taka með þér á eyðieyju? „Ætli ég myndi ekki kippa golfsett- inu með mér. Ég gæti gleymt mér í nokkra mánuði með það við hlið mér og við góðar aðstæður. Golfdellan greip mig fyrir nokkrum árum þegar ég kíkti út á golfvöll eitt sumarið þegar ég var orðinn viðþolsslaus heima hjá mér." — Hvað ertu með í forgjöf? „Tólf. En næsta sumar ætla ég nið- ur í eins stafs tölu." — Ég sá í ættartré þínu að langa- langafi þinn og langaafi Halldórs Laxness voru bræður. Blundar skáldagáfa einhvers staðar undir niðri hjá þér? „Ég er gjörsamlega laus við allt sem heitir skáldskapur. Mér gekk illa að berja saman aðrar ritgerðir í skóla en þær sem voru byggðar á heimild- um. Sköpunargleðin er í núlli hjá mér." — Áttu ekki einhverja metra af bókum eftir frænda þinn? „Nei, ætli þær séu ekki ein eða tvær. Hingað til hef ég lesið meira af afþreyingarbókmenntum en fagur- bókmenntum." — Áttu þér einhverja drauma sem hafa ekki ræst? „Dreymir ekki flesta um fimm rétta í Lottóinu til þess að geta haft það huggulegt um tíma. Einu sinni var það draumur um að komast í at- vinnumennsku fótbolta en sá draum- ur rætist ekki úr þessu — eða hvað! En það hefði verið gaman að eiga þess kost að verða atvinnumaður í fótbolta." — Hvað langar þig í í jólagjöf? „Nýtt golfsett, Tommy Arnor. Ann- ars getégekki fariðfram á slíkareðal- kylfur fyrr en á þrítugsafmælinu sem verður á næsta ári. Þetta er sjálfspil- andi golfsett og væri gaman að eiga slíkt sett. Nei, það er skemmtilegast að fá óvæntar jólagjafir." * .að HNERRI getur náð allt að 165 km hraða á klukkustund! * .að þeir, sem hafa áhuga á því að spila golf á frægasta golfvelli heims, ST. ANDREWS í Skot- landi, þurfa að bíða í rúmt ár því „tee-off", eins og það er kallað, er ekki laust fyrir en í byrjun árs- ins 1994. Það er ávallt mikil ásókn í „Mekka" golfsins sem völlurinn er svo sannarlega. * ..að HEIMSMETIÐ í því að svolgra í sig einum lítra af bjór á sem skemmstum tíma er 1,8 sek- úndur! Hvernig í ósköpunum er það hægt? * .að GEIR ÞORSTEINSSON, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar KR, er að hætta sem slíkur því hann tekur við skrifstofu- stjórastarfi hjá KSÍ. Knattspyrnu- hreyfingunni er mikill fengur í Geir. *....að notir þú TANNÞRÁÐ reglulega þarftu að fara mun sjaldnar til tannlæknis. Þetta er staðreynd sem hefur farið ansi hljótt. Notir þú t.d. tannþráð 3-4 sinnum í viku má reikna með að kostnaður vegna tannskemmda hjá þér lækki um meira en helm- ing. Notir þú sykurlaust tyggjó reglulega — t.d. EXTRA tyggjó — minnka líkurnar á tannskemmd- um enn frekar. Farðu vel með tennurnar — þú átt engra ann- arra kosta völ! Nema gervi- tanna!! * .að eitt besta ráðið til þess að hætta að HRJÓTA er að sofa á hliðinni. Til þess að sofa á hlið- inni er æskilegt að sauma poka á bakið á náttfötunum og koma litl- um bolta fyrir í honum sem veld- ur þér óþægindum ætlir þú að snúa þér yfir á bakið. Önnur ráð til þess að hætta hrotum eru að drekka ekki áfenga drykki fyrir svefninn, hætta að reykja og sofa ekki með gervitennurnar uppi í sér! 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.