Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 83

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Blaðsíða 83
Franski sóknarmaðurinn hjá AC Milan Jean Pierre Papin sló öll met strax í fyrstu vikunni í ítölsku 1. deild- inni í knattspyrnu. Aldrei fyrr hefur það tekið útlending, sem nýbyrjaður er að leika á Italíu, svo skamman tíma sem Papin nú í haust að byrja að kvarta og kveina undan Ítalíu, nýja félaginu og þjálfaranum. Venjulega láta nýir leikmenn sér vel líka þótt hin ýmsu vandamál séu að flækjast fyrir þeim í byrjun en Papin er ekki þann- ig. Vart höfðu liðið tveir sólarhringar frá því að keppnin á Ítalíu hófst þegar hann var byrjaður að kvarta í frönsku pressuna. Papin, sem skipt var útaf í leikhléi í tveimur fyrstu leikjum AC Milan í haust, sigurleik gegn Parma um góðgerðarskjöldinn og 1-0 sigurleik gegn Foggia í 1. um- ferð deildarkeppninnar, lét skýrt í Ijós við samlanda sína í frönsku pressunni að ánægður væri hann ekki. „Ég kom til AC Milan til að spila. Ég valdi AC Milan svo sannarlega ekki til að fá að spila í 45 mínútur endrum og sinnum," sagði franski landsliðsmaðurinn. I sannleika sagt eru „út- lendingamálin" hjá AC Milan þrungin spennu. Ef til vill finnst Papin að sér vegið en hvað mega þá Ruud Gullit, Dejan Savicevic og Zvonimir Boban segja? Þeir fengu ekki að vera með í fyrstu leikjunum. Óhjákvæmilega varð Gullit fyrstur til að kvarta og benti áað eftirallt sem hann væri búinn að gerafyrir AC Mil- an ætti hann betra skilið. Hann sak- aði forseta félagsins, Silvio Ber- lusconi, um að vilja koma „amerísku hugmyndafræðinni" inn í evrópska knattspyrnu, þ.e. að safna saman mörgum hæfileikaríkum íþrótta- mönnum og neyða þá til samkeppni um stöður í liðinu. Ruud Gullit fór reyndar fljótlega inn í liðið á ný en ekki komu þó orð félaga hans, Dejan Savicevic, honum til hjálpar. Savicevic hélt því fram viku áður en keppnistímabilið hófst að hann hefði gengið til liðs við AC Milan vegna þess að hann hafi verið fullvissaður um að Gullit yrði seldur til annars félags. Hollendingurinn Marco Van Bast- en, sem ásamt landa sínum Frank Rijkaard virðist vera „ósnertanlegur", fylgist áhyggjufullur með. „Pað er mikil spenna í hópnum, sérstaklega hjá Papin, Savicevic og Gullit, sem öllum finnst af einni eða annarri ástæðu að þeir séu stöðugt undir smásjánni. Aðalhættan í þessu öllu saman er sú að fyrr eða síðar muni þeir fara að spila meira fyrir sjálfa sig en liðið til þess að sýna hvað í þeim býr og láta meira á sér bera." Miðað við fyrstu umferðirnar í ít- alska boltanum er Milan liðið sjálft kannski það eina sem getur stöðvað ACMilan. Fáttgetursýntbeturfram á alhliða styrk liðsins en vináttuleikur Hollendinga og ítala sem fram fór í Eindhoven í ágúst og lauk með sigri ítala 3-2. Þegar skemmtilegum leik lauk höt'ðu hvorki fleiri né færri en 10 AC Milan leikmenn tekið þátt í leiknum. Einn af bestu mönnum leiksins var mað- ur sem ekki hefur haft fast sæti í byrjunarliði AC Mil- an, Stefano Eranio. Ekki varð það til að fækka vandamálum Fabio Capello framkvæmdastjóra. Einhverjir hafa bentáað miðað við meiðslaferil þeirra erlendu leik- manna, sem eru á samningi hjá AC Milan, séu ekki líkur á að nema 3-4 þeirra verði heilir heilsu hverju sinni. Þó svo eitthvað sé kannski til í því er það undarlegt að knattspyrnusnill- ingar sem þessir skuli láta sig hafa það að vera í sex manna hópi þar sem aðeins þrír fá að spila hverju sinni. Þrátt fyrir þá speki að kannski sé AC Milan-liðið sjálft það eina sem getur stöðvað AC Milan verður það varla merkt á leik liðsins enn sem komið er að svo muni verða, hvað sem gerist þegar líða tekur á veturinn og taugar þeirra, sem mest verða út- undan, fará að þenjast. Lauslega þýtt og lítillega breytt úr World Soccer. AC MILAN Papin byrjar með fúkyrðum — spenna vegna fjölda útlendinga hjá félaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.