Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 79

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 79
M I N N I N G ÞORVARÐUR ÁRNASON Fæddur 17. nóvember 1920 Dáinn 1. júlí 1992 Iþróttasamband íslands hefur á undanförnum misserum þurft að sjá á bak mætum mönnum úr forystu- sveit sambandsins yfir móðuna miklu. Par skai einkum nefna Svein Björnsson, sem sat í stjórn ÍSÍ í 30 ár, þar af 11 ár sem forseti, Hermann Guðmundsson, sem var fram- kvæmdastjóri ISI í 34 ár, og Þorvarð Arnason, sem hér verður minnst, en hann átti sæti í stjórn ISI í 10 ár og í Olympíunefnd um árabil. Þorvarður var fæddur að Hánefs- stöðum við Seyðisfjörð 17. nóvem- ber 1920 og lést á Landspítalanum 1. júlí 1992. Foreldrar hans voru Arni Vilhjálmsson útgerðarmaður og kona hans, Guðrún Þorvarðardóttir. Systkini Þorvarðar eru Vilhjálmur lög- maður, Tómas, seðiabankastjóri og fyrrv. ráðherra, og Margrét, leiðbein- andi á Hjúkrunarheimiiinu Sunnuhiíð í Kópavogi. Eg, sem þessar Iínur rita, kynntist Þorvarði allvel og fyigdist raunar með lífshlaupi hans í stórum dráttum. Hér verður þó einungis vikið að því sem sneri að íþróttamanninum og félag- anum Þorvarði Arnasyni. Segja má að Þorvarður hafi verið fæddur íþróttamaður. Sem ungur maður, um og innan við tvítugt, var hann í hópi fremstu frjálsíþrótta- manna landsins. Hann keppti fyrir Iþróttafélagið Hugin á Seyðisfirði og færði félagi sínu marga góða sigra. Eg man vei þátttöku Þorvarðar í GIA- mótum sem haldin voru á Egilsstöð- um á árunum 1938-1945. Hann skaraði fram úr bæði í kúluvarpi og kringlukasti en var mjög hæfur í fleiri greinum. Hann var afburða fimleika- maður. Reyndar áttu Austfirðingar á þessum árum marga góða afreks- menn sem síðar áttu eftir að verða í fremstu röð á landsvísu. Margir í hópi þessara ungu og hæfileikaríku manna komu frá Seyðisfirði. Þegar GÍA sigraði á landsmóti GM- FÍ, sem haldið var á Hvanneyri 1943, var Þorvarður í þeirri sigursveit og bar sigur úr bítum bæði í kringlukasti og kúluvarpi. Hann var jafnframt fjórði stigahæsti einstaklingurinn á mótinu. Síðar átti Þorvarður eftir að tileinka sér golfíþróttina í ríkum mæli og náði þar góðum árangri. En Þorvarður var ekki einungis góður liðsmaður og félagi innan vall- ar. Hann lét mjög til sín taka hina félagslegu hlið, forystustörfin. Heima á Seyðisfirði var hann m.a. formaður Hugins. Eftir að suður kom sat hann bæði í stjórn Breiðabliks og í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Ennfremur starfaði hann í Ólymp- íunefnd íslands og í stjórn íþrótta- sambands Islands eins og í upphafi greinir. Auk þátttöku í almennum stjórnarstörfum hjá ÍSÍ lét hann sér mjög annt um tilkomu almennings- íþrótta. Þannig var hann meðal full- trúa ÍSÍ á fyrstu alþjóðlegu ráðstefn- unni sem efnt var til um samræmt og skipulegtátaktil eflingar almennings- íþróttum. Þessi ráðstefna var haldin í Ósló 1969 og þar varð Trimm-nafnið til. Árið eftir var málið mjög til umfjöll- unar hjá íþróttanefnd Evrópuráðsins í Strasbourg og víðar þar sem Þor- varður var meðal fulltrúa íslands. Þegar trimmnefnd ISI var stofnuð síðla árs 1970 varð Þorvarður for- maður hennar fyrstu tvö árin. Samhliða því að vera afreksmaður, bæði innan og utan vallar, var Þor- varður mikill heimsmaður. Því kynnt- ist ég vel vegna starfa minna að al- menningsíþróttum í alþjóðlegu sam- starfi með Þorvarði. Sökum ljúfmennsku sinnar, glæsileika og hæfni í samskiptum við aðra var hann hvers manns hugljúfi. Mér virtist hann einnig mjög næm- ur fyrir öllu listrænu sem varð á vegi hans, hvort sem það var á sviði tón- listar, myndlistar eða húsagerðarlist- ar. Hann hreifst innilega af hinu fagra. Með fráfalli Þorvarðar Árnasonar þurfum við að sjá á bak frábærum félaga, góðum dreng sem hafði ríkan skilning á gildi íþrótta og hollra lífs- hátta. Hafi hann kæra þökk fyrir allt sem hann lagði af mörkum til eflingar íþrótta- og æskuiýðsstarfi lands- manna. Eiginkonu Þorvarðar, Gyðu Karls- dóttur, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabörnum eru sendar inni- legustu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ISI. CJtför Þorvarðar Árnasonar fór fram frá Kópavogskirkju 10. júlí 1992 að viðstöddu miklu fjölmenni. 79

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.