Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 10

Íþróttablaðið - 01.12.1992, Side 10
„EG VARÐ NÚ EKKI BEINT RÍKUR AF ÞESSU„ Á tólf ára tímabili lék Sigurður Sveinsson með fimm erlendum lið- um. Olympia frá Svíþjóð, þýsku lið- unum Nettelsted, Lemgo og Dort- mund og spænska liðinu Atletico Madrid. Segir Sigurður að ekki hafi beinlínis verið um atvinnumennsku að ræða í Svíðþjóð og að sér hafi gengið illa að fá greitt á Spáni — reyndar eigi hann ennþá peninga inni hjá Atletico Madrid. En varð Sig- urður Sveinsson ríkur af því að vera í atvinnumennsku — á hann miklar eignir eftir þennan rúma áratug í al- þjóðahandbolta? „Ég varð nú ekki beint ríkur af þessu en maður gat komið sér vel fyrir. Það er hægt að hafa ágætt upp úr þessu. Ég var lengst í Þýskalandi og svo á Spáni. Á Spáni eru mun meiri peningar í boði en t.d. í Þýskalandi og Frakklandi. Bestu atvinnumenn- irnir á Spáni fá svimandi fjárhæðir og ég get nefnt sem dæmi Vujovic hjá Barcelona. Hann var talinn hafa um 25 milljónir á ári þegar ég var þarna. Fyrir utan peningahliðina er ýmislegt gert fyrir leikmenn í formi húsnæðis o.fl. Þegar ég var í Þýskalandi fengu leikmenn 30% afslátt ef þeir keyptu bíl hjá BMW eða Volkswagen. Menn voru að fá eins konar matar- og bens- ínpeninga og það væri svo sem allt í lagi að fá slíkt hér heima líka." — Ertu atvinnumaður í íslenskum handbolta núna? „Ég hef heyrt margar kjaftasögur um sjálfan mig hér heima. Því miður er ég ekki atvinnumaður núna þó svo SIGURÐUR SVEINSSON að ýmislegt sé gert fyrir mig. Það fara orðið 5 tímar á dag í handboltann og svo verð ég að vinna líka." — Nú virðist sem svo að þú ættir að geta haft gott upp úr því að leika handbolta hér á landi ef marka má eftirspurnina eftir þér. Hvað eru menn reiðubúnir til að greiða fyrir Þig? „Það er rétt að það var talsvert um fyrirspurnir hvað mig varðar fyrir þetta keppnistímabil en ég lét málin aldrei komast á það stig að menn gætu farið að bjóða peninga. Ég var búinn að ákveða að spila á Selfossi að minnsta kosti einn vetur í viðbót og sagði mönnum það. Ég er að vona að ég nái að minnsta kosti að leika næsta vetur líka en að þeim tíma loknum fer ég kannski að leiða hug- ann að þjálfun. Það freistar mín ekki mikiðað veraspilandi þjálfari. Þaðer betra að hætta sem leikmaður og hellasérsvo af heilum huga íþjálfun- ina. Ég hef ekkert velt því fyrir mér hvað ég geri að afloknu yfirstandandi tímabili — það verður bara að ráðast af árangrinum. Markmið okkar Sel- fyssinga er að komast í Evrópukeppn- ina." 10

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.