Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 3
Ritstjóraspjal I
Unga kynslóðin kemur að sjálfsögðu fyrst upp í hugann þegar
maður veltir því fyrir sér hver staða íþrótta verður á íslandi eftir fimm,
tíu eða fimmtán ár. Verður íþróttaiðkun í framtíðinni jafn almenn og
hún er ídag? Verðafjölnota íþróttahallir byggðar, keppnisfærar innis-
undlaugar og yfirbyggðir knattspyrnuvellir? Halda íþróttahús áfram
að rísa í jafn miklum mæli og gerist í dag? Ná íslenskir íþróttamenn
enn betri árangri á alþjóðamælikvarða eftir áratug en þeir ná í dag?
Skiptir það einhverju máli fyrir íþróttir í landinu að eiga afreksmenn í
íþróttum? Á að styðja við bakið á þeim sem skara fram úr eða gera
öllum jafn hátt undir höfði? Er hægt að auka fjárstuðning við íþrótta-
hreyfinguna með einhverjum hætti?
Fjölmargar spurningar vakna þegar maður leitar eftir framtíðarsýn
íþrótta á íslandi en minna verður um svör? Vissulega væri æskilegt að
geta skapað íþróttamönnum fullkomna inniaðstöðu til þess ná sem
bestum árangri og auka útbreiðslu íþrótta enn frekar en þrátt fyrir
ýmsa óvissuþætti liggur það í augum uppi að íslensk íþróttaæska er
bæði glæsilegogefnileg. Og það sem meiraer; hún hefuralla burði til
þess að ná langt á heimsmælikvarða hvort sem það skiptir einhverju
máli eða ekki.
Það hefur sýnt sig á undanförnum árum að íslensk ungmenni
standa jafnfætis erlendum jafnöldrum sínum í mörgum greinum.
Skemmst er að minnast árangurs íslenska landsliðsins í handbolta
skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem varð í 3. sæti á heimsmeist-
aramótinu á dögunum. Yngri landslið íslands í knattspyrnu hafa
staðið sig frábærlega vel og sífellt fleiri strákar fá tækifæri til þess að
spreyta sig með erlendum liðum að vetrarlagi. Slík reynsla er dýrmæt
og skilar sér í betra A-landsliði þegar fram í sækir. Knattspyrnusamb-
and íslands hefur valið úrvalshóp ungra leikmanna sem eru lands-
liðsmenn framtíðarinnar — ef að líkum lætur — þannig að þegar er
farið að hugað að þeim sem eiga að erfa landið.
Ekki má gleyma Daníel Jakobssyni, tvítugum skíðagöngumanni,
sem er kominn í fremstu röð í sínum aldurshópi í heiminum og mun
án efa halda merki íslands hátt á lofti í framtíðinni. Ekki er allt upp
talið þegar frábær árangur ungu kynslóðarinnar er annars vegar en
það er óskandi að henni verði skapaðar aðstæður hér á landi eins og
þær gerast hvað best í heiminum. Aðstöðu- og afskiptaleysi er versti
óvinur íþróttamannsinsog þaðá vera metnaðarmál allrar þjóðarinnar
að gera úrbætur hvað það varðar.
Þorgrímur Hafsteinn Viðar
Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri
Ritstjóri og
ábyrgðarmaður:
Þorgrímur Þráinsson
Beinn sími ritstjóra: 678938
Ljósmyndarar: Gunnar
Gunnarsson, Hreinn
Hreinsson og Kristján
Einarsson
Skrifstofa ritstjórnar:
Bíldshöfða 18. Sími 685380
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Áskriftargjald kr. 1.347,00
(4,-6.tbl) Kr.1.212,00 ef
greitt er með greiðslukorti.
Hvert eintak í áskrift kr.
449,00 en 404,00 ef greitt
er með greiðslukorti.
Hvert eintak í lausasölu kr.
539,00
Áskriftarsími: 812300
Útgefandi: Fróði hf.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18, sími 812300
Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir.
3