Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 6
Siggi með skutlurnar sem eru tímamótaleikföng.
Þegar á heildina er litið má til
sanns vegar færa að árangur ís-
lenskra kastara hafi verið slakur í
sumar. Sigurður Einarsson og Einar
Vilhjálmsson áttu við meiðsli að
stríða, Pétur Guðmundsson náði sér
ekki á strik fyrir en á einu síðasta
móti sumarsins ytra, lítið bar á Vést-
eini Hafsteinssyni en Guðmundur
Karlsson hélt uppi heiðri þeirra og
setti ísiandsmet í sleggjukasti. Þrátt
fyrir rysjótt gengi í sumar, sem hefur
valdið kösturunum sjálfum miklum
vonbrigðum, er Sigurður Einarsson
með 26. besta heimsárangur í
spjótkasti og Pétur Guðmundsson
með 13. lengsta kast ársins í kúlu-
varpi.
Sigurður Einarsson varð fyrir svör-
um þegar ÍÞRÓTTABLAÐIÐ spurði
hvort hann eða íslenskir kastarar
væru að syngja sitt síðasta.
„Þetta er búið að vera erfitt ár hjá
mér og í raun væri ósköp þægilegt að
kenna meiðslunum um. Það er stað-
reynd að ég var með rangar áherslur í
æfingunum í sumar og það hefur tek-
ið sinn toll."
— Hvernig getur maður á þínum
aldri með mikla reynslu gert slík mis-
tök?
„Þótt ég sé búinn að vera í spjót-
/
- SIGURÐUR
EINARSSON
spjótkastari er á
tímamótum. Hann
hefur ákveðið að
breyta áherslum í
æfingum og stefnir að
því að koma sterkur
undan vetrinum.
Hann hefur leitað í
smiðju
heimsmeistarans
Zeleznys og er
bjartsýnn á
framhaldið
Til þess að stuðla að
útbreiðslu spjótkasts á
íslandi hefur Siggi og
Landsbanki íslands
hafið sölu á spjóti
fyrir yngstu
kynslóðina —
svokallaðri SKUTLU
sem er bæði leikfang
og „æfingaspjót"
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Myndir: Gunnar Gunnarsson
kasti í 15 ár er ég enn að læra og það
er erfitt að kyngja því að festast í ein-
hverju fari. Ég er búinn að vera al-
gjörlegaeinangraður síðastliðin árog
hef æftá sama stað tíu vetur í röð. Að
auki hef ég hreinlega ekki kynnst
nógu miklum nýjungum til þess að
6