Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 9
stóru vöðvana í lyftingum. Afleiðing
þess er hömlun á réttum hreyfingum.
Zelezny virkar lítill en hann leynir á
sér, er um 186 cm, og er stæltur og
sterkur. Hann tekur sjaldan djúpar
hnébeyjur, gerir mikið af æfingum og
notar eigin líkamsþyngd sem mót-
stöðu í stað lóða. Hann hleypur mik-
ið, tekur langa spretti en allt sem
hann gerir á undirbúningstímabilinu
er á um 60% átaki en með mörgum
endurtekningum. Smám saman
fækkarendurtekningum og hann tek-
ur meira á hlutunum þegar nær dreg-
ur keppni.
A hverjum morgni stundar Zel-
ezny jóga í 10 mínútur og gerir
teygju- og öndunaræfingar. Síðan
æfir hann tvisvar á dag. í janúar byrj-
ar hann að kasta spjóti mjög létt —
tekur um 70 köst og kastar aldrei
lengra en 40-50 metra og leggur
mikla áherslu á réttar hreyfingar. Svo
kastar hann mikið á grasi í sléttbotna
skóm og vill meina að renni „blokk-
fóturinn" ekki við það sé hann að
kasta rétt. Hann benti mér á ýmsa
þætti sem eru mjög áhugaverðir."
— Nú hefur þú ákveðið að stuðla
að útbreiðslu spjótkasts á íslandi
ásamt Landsbankanum og flytur inn
„skutlur" sem hafa nánast sömu eig-
inleika og spjót. Hvernig kom það
til?
„Tom Petranoff spjótkastari hóf
framleiðslu á skutlunum á síðasta ári
og viðtökurnar hafa verið það góðar
að mér fannst upplagt að reyna að
hefja spjótkast á íslandi til vegs og
virðingar með því að gefa yngri kyn-
slóðinni kost á að kasta áhaldi sem
hún ræður við. Skutlan getur bæði
verið leikfang og „spjót" því hægt er
að leika sér með það með því að
kasta á milli, hitta í tunnu og fleira í
þeim dúr. Svo er vitanlega hægt að
keppa í því hver kastar skutlunni
lengst. Leikur með skutlunni þroskar
kasthæfni og nýtist það í framtíðinni
hvort sem viðkomandi snýr sér að
spjótkasti eða handbolta. Skutlan er
úr frauðplasti og er því lítil hætta á
meiðslum þótt hún lendi í einhverj-
um en vitanlega er það ekki æskilegt.
Landsbankinn ákvað að stuðla að
útbreiðslu íþróttarinnar með því að
gefa tvær skutlur í alla grunnskóla
landsins og er síðan með skutlur til
sölu í útibúum um allt land. Auk þess
verður skutlan til sölu hjá flestum
íþróttafélögum en dreifingaraðili er
Mizuno á Islandi. Skutlan er 260 gr.
og verður vonandi keppnisgrein í
þríþraut frjálsíþróttasambandsins á
næstunni í stað boltakasts. Islenskir
spjótkastarar hafa verið í fremstu röð
íslenskra íþróttamanna í áratug og
mér finnst vera kominn tími til að
auka útbreiðslu íþróttarinnar með
þessum hætti. Ég er sannfærður um
að skutlan á eftir að hitta í mark því
það er fátt skemmtilegra en að reyna
sig við aðra í kastkeppni."
lecoqsportif
fæst aftur á íslandi eftir nokkurra ára hlé
SPORTBÚÐ KÓPAVOGS hefur
hafið sölu á hinu heimsþekkta
íþróttavörumerki, „Le Coq", á íslandi
eftir nokkurra ára hlé. Le Coq eða
„haninn" eins orðið þýðir er rúmlega
aldargamalt íþróttamerki en vel
þekktur franskur íþróttamaður, Emile
Camuset, hóf framleiðslu á Le Coq
íþróttavörum árið 1882. Sonur hans
hannaði merkið, sem er hani innan í
þríhyrningi, en hugmyndin á bak við
það er sú að haninn táknar Frakkland
en þríhyrningurinn hina þrjá með-
limi fjölskyldu Emile.
Le Coq náði strax mikilli út-
breiðslu í Frakklandi og árið 1951 var
Le Coq Sportif íþróttafatnaður valinn
einkennisfatnaður allra þátttakenda í
Tour de France hjólreiðakeppninni.
Eftir nokkur brösug ár náði Le Coq
fyrri útbreiðslu og gerði samninga við
heimsþekkt knattspyrnulið og
íþróttafélög. Michel Platini, einn
þekktasti knattspyrnumaður heims
fyrr og síðar, lék í Le Coq skóm þegar
hann var leikmaður St. Etienne. Sam-
ið var við frönsku meistarana Paris
SG, Benfica og Ajax ítíð Johan's Cru-
yff. Franska rúgbyliðið leikur í Le
Coq, heimsmeistarinn íþríþraut, Erin
Baker, klæðist fþróttafatnaði frá Le
Coq svo einhver dæmi séu nefnd.
SPORTBÚÐ KÓPAVOGS verður
fyrst um sinn eini söluaðili Le Coq á
íslandi en innan tíðar verður væntan-
lega hægt að nálgast Le Coq í öðrum
íþróttavöruverslunum. Um alhliða
íþróttavörur er að ræða svo sem skó,
íþróttagalla, töskur og boli en verðið
á vörunum er áþekkt því sem gerist í
Evrópu — sem sagt mjög hagstætt.
Allar vörur frá Le Coq eru hannaðar í
Frakklandi, sem er lykilatriði, en það
tryggir gæðavöru.