Íþróttablaðið - 01.10.1993, Page 17
Chris Mullin, Sarunas Marciulionis, Bill
Owens og Tim Hardaway. Þessir fjórir kapp-
ar voru stigahæstu leikmenn liðsins á
keppnistímabilinu ’91-’92 en á síðasta tíma-
bili voru þeir fjórir samtals í 2 mínútur og 37
sekúndur inni á vellinum.
I sumar leit út fyrir að tímabil óheppninn-
ar væri að baki þegar Warriors fékk fyrsta
valrétt á nýliða í NBA deildina og útlit var
fyrir að fjórmenningarnir yrðu allir heilir
heilsu. Fyrsta áfallið reið hins vegar yfir í
byrjun október þegar Sarunas sneri sig svo
illa á hné í æfingaleik að talið er að hann leiki
ekki með liðinu í vetur. Nokkrum dögum
síðar fékk hinn efnilegi nýliði, Chris Webber,
botnlangakast og er búist við að hann missi
mánuð úr æfingabúðum liðsins fyrir vikið.
Hann spilar því ekki mikið með þegar NBA
boltinn byrjar að skoppa og útlitið er því
ekki gott hjá Warriors — annað árið í röð.
*’ James Worhty hjá LA Lakers leikur
gestahlutverk í hinum geysivinsæla sjón-
varpsmyndaflokki „Star Trek“ í vetur en
myndaflokkurinn er vinsælasta sjónvarps-
efni karlmanna á aldrinum 15-40 ára í
Bandaríkjunum. Worthy sagði eftir upptök-
ur á þættinum að þetta hefði verið miklu
erfiðara en að spila körfubolta. „Ég er vanur
því að gera hlutina hratt og þess vegna var
erfitt að hægja á sér. Ég þurfti að nota heilar
sex sekúndur til þess að segja þrjú orð. Ég
get bara ekki talað svona hægt.“
• að ÞORVALDUR ÁSGEIRS-
SON, fyrirliði hins sigursæla 2.
flokks Fram í knattspyrnu, er sonur
Ásgeirs Elíassonar landsliðsþjálf-
ara.
• að SIGRÍÐUR SOPHUSDÓTT-
IR, markvörður bikarmeistara ÍA í
knattspyrnu, er sonardóttir hins
eina sanna Lolla í Val, Ellerts Sölva-
sonar, sem gekk undir nafninu
kötturinn á sínum yngri árum.
• að árlega deyja um 1700
MANNS á íslandi, þar af 6-700 úr
kransæðastíflu.
• að helstu ORSAKIR KRANS-
ÆÐASTÍFLU eru reykingar, hár
blóðþrýstingur, hreyfingarleysi og
neysla fæðu með of mikilli dýra-
fitu.
• að körfuboltamaðurinn REGG-
IE LEWIS, sem lést í sumar vegna
hjartaáfalls, vann ötullega að góð-
gerðarmálum þótt hann væri ekki
mikið fyrir að auglýsa örlæti sitt. Á
hverjum þakkargjörðardegi í
Bandaríkjunum gaf hann fátækum
í Baltimore 1200 kalkúna.
• að sex klúbbar föluðust eftir
FRANK RIJKAARD þegar það var
Ijóst að hann léki ekki lengur með
AC Milan. Aðeins einn þeirra
klúbba var frá Hollandi og Rijka-
ard fór til heimalandsins — Hol-
lands.
• að þegar LINFORD CHRISTIE,
Ólympíumeistari í 100 metra
hlaupi og fyrirliði breska frjáls-
íþróttaliðsins, var spurður álits á
knattspyrnukappanum Paul Gas-
coigne svaraði hann: „Meira að
segja breskir kúluvarparar eru í
betra formi en hann!"
17