Íþróttablaðið - 01.10.1993, Qupperneq 22
fyrir og á síðasta keppnistímabili og
kom að mörgu leyti sterkari til leiks.
Teddi (Theodór Guðfinnsson) þjálf-
ari hvatti mig til þess að skjóta meira
og það bar tilætlaðan árangur. Ætl-
unin var að halda áfram á þessari
braut fyrir þetta keppnistímabil en
eftir að hafa þrívegis fengið flensu á
fjórum vikum og misst lóð á tána á
mér sit ég dálítið eftir í upphafi móts.
Núna bíð ég eftir því að geta byrjað
að æfa á fullu."
— Langar þig til að bæta þig í
einhverju sem leikmaður?
„Já, mig langar til að bæta styrkinn
og öðlast meiri snerpu í fótunum.
Kannski get ég orðið meiri egóisti á
vellinum, það er spurning."
— Ætlarðu að lyfta á keppnistíma-
bilinu?
„Já, ég hef hugsað mér að gera það
daginn eftir hvern leik. Stelpurnar í
Noregi hafa þann háttinn á og það
skilar sér hjá þeim. Þótt maður bæti
ekki miklu við sig með því að lyfta
lóðum einu sinni í viku þá finnst mér
ég verða sterkari fyrir bragðið. Sál-
ræni þátturinn í þessu er mikilvæg-
ur."
— Þú ert sem sagt eins og rauðvín-
ið, verður betri með aldrinum?
„Það má vel vera eða eins og
markverðirnir. Á meðan mér gengur
vel held ég áfram á þessari braut. Eg
stefni á íþróttanám og þjálfaranám-
skeið í Osló næsta vetur og það væri
gaman að fá tækifæri til þess að spila
handbolta samhliða náminu. Mig
langar að breyta til og hvers vegna
ekki að slá til ef manni gefst kostur á
því."
— Er mikið mál að komast að sem
leikmaður í Noregi?
„Tvær stelpur frá Selfossi leika er-
lendis, önnur í Noregi og hin í Dan-
mörku, en þær fóru út sem au-pair en
höfðu síðan samband við lið og kom-
ust að. Ég hef áhuga á að víkka sjón-
deildarhringinn með tilliti til þess að
mig langar að þjálfa í framtíðinni og
ein góð leið til þess, held ég, er sú að
spila handbolta á erlendri grund."
— Fá leikmenn í Noregi greitt
fyrir að spila?
„Það held ég ekki en hins vegar
selja þær auglýsingar á bílana sína og
ná þannig inn einhverjum aurum. Þó
getur verið að þær bestu fái greiðslur
að einhverju tagi."
— En eru peningar í spilinu á ís-
landi?
„Eingöngu til erlendu leikmann-
anna svo ég viti til. Kostnaður við
erlendan leikmann er hálf önnur
milljón á ári því það þarf að kosta til
íbúðogbíl ogeinhver laun þannigað
lítið verðureftir fyrir hinar. Fyrirsama
peningmættifágóðan íslenskan leik-
mann og borga öllum bónusa þannig
að það er spurning hversu lengi á að
vera að eltast við erlenda leikmenn.
Það er samt Ijóst að deildin er bæði
sterkari og skemmtilegri með þær
innanborðs en tilkoma þeirra má
ekki koma niður á öðrum leikmönn-
um í hópnum sem leggja mikið á sig
til að ná árangri."
— Nú tíðkast félagaskipti varla í
kvennaboltanum?
„Það er varla hægt að segja að þau
séu tíð þótt eitthvað hafi verið um
félagaskipti þegar Fylkir tefldi fram
liði á nýjan leik. Þó hefur verið hreyf-
ing á einni og einni sfðastliðin ár.
Reyndar fá sumar stelpur upphring-
ingu árlega en við Guðný Gunn-
steinsdóttir höfum grínast með það
aðaldrei séhringtíokkur. Þaðereins
ogallir viti hversu trúar viðerum okk-
ar félagi. Reyndar hefur mér verið
boðið að þjálfa meistaraflokka en ég
vil frekar einbeita mér að þvíað bæta
mig sem leikmaður og öðlast meiri
reynslu sem þjálfari áður en ég tek
við þjálfun meistaraflokks."
— Færðu aldrei nóg af því að vera
alltaf í íþróttum — að kenna, þjálfa
og sjálf að æfa og spila?
„Um leið og ég fæ leið á þessu þá
hætti ég. Mér þykir rosalega gaman
að þjálfa og ég hef verið heppin með
hópa. Það sem pirrar mig er að meið-
ast og þegar svo er ástatt fyrir mér
kraumar í mér. En auðvitað má mað-
ur ekki kvarta því það að vera já-
kvæður skiptir miklu máli fyrir mann
sjálfan og þann hóp sem maður er í."
— Þar sem þú ert alltaf í íþrótta-
galla klæðirðu þig þá ekki upp á
kvöldin?
„Ég skelli mér í gallabuxur til til-
22