Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 24
„Mig langar að breyta til og hvers
vegna ekki að slá til."
breytingar en það heyrir til tíðinda.
Annars fékk ég gott frí í sumar og þá
gafst mér kostur á að breyta oftar til í
klæðaburði. Reiðfötin voru meira að
segja viðruð."
— Hvaða lið verður í baráttunni
við ykkur um íslandsmeistaratitil-
inn?
„Það er nokkuð snemmt að geta
sér til um það en fyrstu leikir mótsins
benda til þess að nokkur lið geti
blandað sér í toppbaráttuna. Grótta
hefursterku liði áaðskipaaukStjörn-
unnar, Fram og ÍBV en flest liðin hafa
átt við það vandamál að glíma að
breiddin er ekki mikil og mega því
ekki við því að missa lykilleikmenn í
meiðsli. Valur er með ágætis lið þótt
égtelji það ekki duga þeim til þess að
vera á toppnum, en hver veit? Fimm
leikmenn í Víkingi hafa átt við
meiðsli að stríða og getur það sett
strik í reikninginn en nái Teddi þjálf-
ari því fram sem hann vill verðum við
örugglega erfiðar viðureignar."
— Hverju er hann að reyna að ná
fram hjá ykkur?
„Hann vill að við spilum hraðari
bolta en við höfum gert og hreyfum
okkur betur án bolta. Hreyfing án
bolta krefst þess að leikmenn hugsi
fram í tímann og það tekur tíma að ná
tökum á því. Þetta er sá bolti sem
verður leikinn í framtíðinni en ekki
þessi gamli góði, einn, tveir, þrír og
svo skot. Fólk vill líka horfa á hraðan
og teknískari handbolta."
— Breytir það einhverju að Guð-
ríður Guðjónsdóttir, þjálfari Fram,
er byrjuð að leika með liðinu?
„Það fer mikið eftir því hvernig
stemmningin er fyrir því innan liðs-
ins. Sé Gurrí í góðu formi getur hún
örugglega spilað sama handboltann
og hún gerði fyrir nokkrum árum."
— Hvernig var að spila þegar
sögur og brandara sem þeir segja. Jú,
ég held að stelpur séu oft grófari en
strákaren kannski á annan hátt. Eftir
landsleikinn í Portúgal í sumar tóku
nokkrar okkar vikufrí niðri á Algarve
og í einu partíinu í ferðinni sat írskur
strákur með okkur sem hafði spilað
fótbolta á Ítalíu og írlandi. Við létum
eins og við látum þegar við eru léttar,
öskruðum, ropuðum, hlógum og svo
framvegis og þótt hann skyldi ekki
orð af því sem við sögðum sagði
hann að við slægjum fótboltafélaga
hans út þannig að það hálfa væri
nóg."
— Eruð þið þá bara svona penar á
yfirborðinu?
„Ég er ekki svo viss um það!"
„Auðvitað hef ég verið að fikta við stráka, verið á föstu og hrifin af hinum og
þessum."
Fram einokaði deildinni og ekkert
annað lið varð meistari?
„Við í Víkingi sögðum alltaf að
okkar tími ætti eftir að koma enda
vorum við með mjög ungt og efnilegt
lið í höndunum. Að sjálfsögðu höfð-
um við á réttu að standa. Fram hefur
ekki átt sterk lið íyngri flokkunum og
þess vegna hlaut að koma að því að
þær gæfu eftir."
— Maður hefur heyrt því fleygt að
partí hjá strákum í íþróttum séu bara
barnaleikur miðað við kvennapartí.
Er það rétt að þið segið miklu grófari
brandara en karlmenn þegar þið er-
uð einar?
„Ég hef unnið mikið með strákum
og oft setið í strákahópi og hlustað á
— Eru vinkonur þínar ekkert farn-
ar að hnerra í kringum þig?
„Jú, sumar en það er bara eins og
gengur. Á meðan fjölskyldumeðlim-
irnir hafa ekki áhyggjur af mér anda
ég rólega. Auðvitað hef ég fiktað við
karlmenn, verið á föstu og orðið hrif-
in af hinum og þessum. Skemmti-
staðirnir hafa fengið sinn skammt af
méren annars hefégekki trú á því að
hin eina sanna ást finnist endilega á
þeim vígstöðum. Það þarf mikið að
gerast til þess að ég heillist upp úr
skónum. Kannski er ég hikandi í
þessum málum af því mig langar út
og ég segi bara að ég eigi eftir að
upplifa svo margt áður en ég byrja í
föstu sambandi."
24