Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 40

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Side 40
^ÍKÖ eftir Björn Inga Hrafnsson Einar Bollason körfuboltafrömuð- ur er af mörgum talinn einn þeirra sem hvað mesta ábyrgð ber á þeirri gífurlegu sprengju sem nú hefur orð- ið í körfuknattleikur á íslandi. Hann hefur, ásamt Heimi Karlssyni, fært okkur íslendingum hinn stórkostlega NBA-körfubolta á veturna á Stöð 2, og gert körfuknattleik að afar vinsælu sjónvarpsefni sem hefur náð algjöru hámarki þegar fólk, sem ekkert vit hefur á íþróttinni, hefur legið með magapínu af spennu yfir því hvort Jordan valti yfir Barkley eða öfugt, eins og gerðist í ótrúlega skemmtileg- um úrslitaleikjum í byrjun sumars. En áhrifin koma ekki bara fram í sjónvarpi. Alls staðar er búið að koma upp körfum. Hvort sem er, úti á landi eða í borginni, alls staðar má sjá nokkra drengi eða stúlkur saman- komin með derhúfur merktar uppá- haldsliðinu í spennandi körfubolta- leikjum, oft sleitulítið frá morgni til kvölds. Einar Bollason spáir í spilin á íslandsmótinu í körfu í vetur og veltir einnig fyrir sér framtíðinni þegar NBA KYNSLÓÐIN KEMUR UPP ... — Hvernig líst þér á úrvalsdeild- ina í vetur? „Mér líst bara mjög vel á deildina það sem af er. Ég held að ekki sé nokkur spurning um að þetta verði algert tímamótaár í íslenskum körfu-

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.