Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 52

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Síða 52
íþróttaparið: Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson Hún er í fótbolta og hann er í fót- bolta. Þau eru af Skaganum þar sem allt snýst um fótbolta. jónína var kjör- in besta knattspyrnukona landsins af stöllum sínum Í1. deildinni í haust og Haraldurerburðarás ísínu liði. Bæði eru þau í landsliðinu. ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ spjallaði stuttlega við þau um fótboltann og sambúðina. Hvar og hvenær kynntust þau fyrst? Hvernig gengur að halda uppi sambúð þar sem báðir aðilarnir eru á fullu í íþróttum? Eru þau nokkurn tímann samtímis heima? Fara þau einhvern tímann saman í fótbolta? Hvort þeirra er betra í fótbolta? Væri betra fyrir sambúðina að aðeins ann- að þeirra stundaði fótboltann? Jónína: „Við kynntumst fyrir átta árum en þá byrjuðum við að vera saman. Fyrir þremur árum byrjuðum við síðan að búa saman. Þegar viljinn er fyrir hendi er allt í lagi þótt bæði séu á fullu í íþróttum. Stundum væri að vísu gott að eiga tvo bíla. þetta verður svolítið pússluspil þegar við erum hvort á sínum stað og þurfum að mæta á æfingar. Við fylgjumst auðvitað hvort með öðru og hvetjum hvort annað. Við förum mjög sjaldan saman í fótbolta. Það er þá helst í sumarfríum, t.d. ef við förum eitt- hvert í sumarbústað og þess háttar. Þóttviðséum bæði áfullu ífótboltan- um finnst mér við oft fá góðan tíma saman á kvöldin, t.d. eftiræfingar. Ég held að það skipti ekki máli hvort báðir aðilarnir stunda íþróttir eða bara annar svo framarlega sem sá, semekki stundar fþróttir, hefuráhuga á því sem hinn er að gera." Haraldur: „Mérfinnst mjög spenn- andi að við skulum vera bæði í fót- bolta. Við höfum auðvitað bæði lagt okkur fram en tökum tillit hvort til annars, t.d. þegar um leiki er að ræða. Við fylgjumst auðvitað hvort með öðru í keppni. Hún er besta knattspyrnukona landsins en ég get víst ekki státað af slíku; sennilega verð ég aldrei besta knattspyrnukona landsins! Samt held ég að ég vinni hana oftast þegar við förum f fótbolta en hún lætur mig vita öðru hvoru að hún sé best. Mér finnst erfitt að dæma um það hvort æskilegt sé að báðir aðilarnir stundi íþróttir. Ég hef ekki prófað neitt annað. Við styðjum hvort annað mjög vel og það er fyrir öllu." naa/mcyna/n a/m Aánm f/A.ym/nrii Unnur Sigurðardóttir frjálsíþróttakona og sterkasta kona íslands: „Þjónninn vekur mig og Kevin Costner með því að færa okkur myndbandið „The Bodyguard" á silf- urbakka ... nei, nei, bara létt spaug! Ég vakna í 15 stiga hita, smeygi mér í Nike-gallann minn og hlaupa- skóna og fer út að skokka í Borgar- garðinum okkar íslendinga. Klukkan átta er ég mætt í vinnuna og heyri eftirfarandi fréttir óma í viðtækinu: Friður hefur komist á um heim allan, atvinnuleysi á íslandi erO%, nógtil af þorski á miðunum, Marel hefur varla við að flytja út vigtar, Rússarnir vilja kaupa afokkurógrynni af ullarvörum og síðast en ekki síst, lambakjöt á lágmarksverði. — Veljum íslenskt. Um hádegisbilið liggur leiðin nið- ur í World Class í eróbikk með vin- konum mínum og þar fæ ég toppút- rás. Síðan er skundað í „lunch" á Hard Rock Café, borðuð kolvetnisrík fæða og drukkið mikið vatn. Eftir vinnu er ég mætt á Laugar- dalsvöllinn í 20 stiga hita (enginn kappklæðnaður), ásamtfleiri FH-ing- um í frjálsum og þjálfarinn setur okk- ur fyrir upphitun. Undur og stór- merki: Það má kasta spjóti á vellin- um! Þvílíkur lukkudagur! Eftir upphitun meðgóðri leiðsögn þjálfara tók við langþráð spjótkastsæfing á hinum heilaga Laugardalsvelli (úps, hann gæti nú skemmst!). Kannski var þetta eini dagurinn sem leyft yrði að kasta spjóti á vellinum svo um mið- nættið er ég borin út af leikvangin- um. Komin eru nokkuð mörg skilaboð frá „magastjóranum" um að hann vilji fá eitthvað til að vinna úr svo ég leik mér fimlega við pasta og alls konar meðlæti. Bragðlaukarnir fara að öskra af tilhlökkun. Ég sest að snæðingi ásamt æfingaprógramminu og skrái aðgerðir dagsins.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.