Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 61

Íþróttablaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 61
HOGVÆR MILLJÓNAMÆRINGUR Frami WIM JONK’S hollenska leikmann- sins í liði Inter Milan hefur verið skjótur. Hann er fæddur í Volendam. litlum bæ rétt utan við Amsterdam og starfaði lengstum sem málari og dúkleggjari. Hann bjóst aldrei við að verða atvinnuknattspyrnumaður þótt hann fengi smá aura fyrir að spila með Vol- endam. Það var gamla brýnið, Arnold Muhren, sem benti Johan Cruyff, þáverandi þjálfara Ajax á Jonk, og upp frá því byrjaði boltinn að rúlla. Hann skrifaði undir samn- ing við Ajax árið 1988 en skömmu síðar tók Leo Beenhakker við sem framkvæmdastjóri félagsins. Jonk fékk ekki mikið að leika undir stjórn Beenhakkers, lék með varaliðinu en lagði sig allan fram á æfingum. Beenhakker tefldi fram stórstjörnum á borð við Wit- schge, Wouters og Winter en Jonk átti að leysa einhvern þeirra af hólmi ef þeir meidd- ust. Þegar Wouters tók út leikbann tók Beenhakker Dennis nokkurn Bergkamp fram yfir Jonk sem varð enn að sitja sem fastast á bekknum. Árið 1991 hugðist Jonk hætta sem knatt- spyrnumaður en sem betur fer gerði hann það ekki því Beenhakker hætti sem fram- kvæmdastjóri og Louis van Gaal, aðstoðar- maður hans, tók við. Sá setti Jonk beint í liðið við hlið Bergkamps og síðan hefur Wim Jonk hefur skotist upp á stjörnuhiminninn og leikur nú með Inter Milan. Benhakker (litla mynd- in) gat ekki notað hann hjá Ajax. frami þeirra beggja verið ævintýralegur. Aj- ax varð meistari og hollenska landsliðið hef- ur leikið vel með þá í fremstu víglínu. Fyrir yfirstandandi tímabil voru þeir síð- an keyptir til Inter Milan og kunna því vel því þeir eru bestu vinir og konur þeirra bestu vinkonur. Svo þéna þeir væntanlega ágæt- lega þannig að lífið er dans á rósum hjá köppunum! GOLF Á HIMNUM! Forfallinn golfleikari á miðjum aldri kom áhyggjufullur að máli við roskinn prest og spurði hvort hann vissi hvort hægt væri að leika golf í himnaríki. Presturinn yggldi brúnir en sagðist því miður ekki geta svarað spurningunni í einum grænum hvelli. Hann bað kylfing- inn um að koma degi síðar sem hann og gerði en þá sagði presturinn: „Ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér, karlinn minn. Góðu fréttirn- ir eru þær að það ER spilað golf á himn- aríki. En slæmu fréttirnar eru þær að þú ert skráður í mót þar um næstu helgi!“ FRÁBÆR SNIÓDEKK H A N K 0 O K SNJÓDEKKIN Eru framleidd úr hátæknigúmmíblöndu með sérstökum eiginleikum fyrir frost og snjó. Mjúk í akstri og sérlega slitsterk Á negldum HANKOOK snjódekkjum kemstu örugglega á leiöarenda! Hraðar hjólbarðaskiptingar Barðinn hf. Skútuvogi 2, sími: 683080
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.