Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 18

Íþróttablaðið - 01.04.1995, Side 18
einn daginn og 10 stiga hita síðar. Sömuleiðis þýðir ekki að láta menn ýmist hlaupa á grasi, möl eða mal- biki. Þá er eins gott að sleppa mæl- ingunum. Síðast þegar við mældum leikmannahóp Lilleström áttuðum við okkur á því, þegar við vorum búnir með um tíu leikmenn, að hall- inn á hlaupabrettinu var einu og hálfu prósenti meiri en síðast þegar við mældum og þess vegna þurftum við að mæla þá að nýju daginn eftir. Halli upp á eitt og hálft prósent getur samsvarað þeirri mótstöðu sem gras veitir." — Margir þjálfarar á íslandi not- ast ekki við mjólkursýrumælingar og hafa enga trú slíku. Þeir segja: „Noe pain, no gain", og halda sig við það að keyra mannskapinn út reglulega. Eru mjólkursýrumælingar nauðsyn- legar til að ná hámarksárangri út úr leikmönnum. „Þær eru mjög afgerandi hjá mér en ég lít ekki á mælingarnar sem lyk- ilinn að toppárangri. Þær hjálpa mér hins vegar til að átta mig á líkamlegu ástandi leikmanna. Þegar ég var búinn að þjálfa leikmenn Brann á Teitur gaf aldrei eftir í návígum. Hér er hann í landsleik gegn Englending- um. fyrsta æfingatímabilinu út frá mjólk- ursýrumælingum sá á gríðalegan mun á þeim. Nokkrum mánuðum síðar fengum við tvo mjög góða leik- menn til liðs við okkur en eftir nokkr- ar vikur virkuðu þeir á mig eins og 6. deildaleikmenn. Það fyrsta sem hvarflaði að mér var að þeir væru dottnir úr æfingu og þá hefði maður að sjálfsögðu aukið æfingaálag þeirratil muna. Þess í stað setti ég þá í mjólkursýrutest og það sýndi svart á hvítu að þeir voru fullir af mjólkur- sýru. Þarsem þeir höfðu misst af mik- ilvægu undirbúningstímabili hjá okkur voru þeir ekki tilbúnir undir þann hraða sem var á næsta tímabili og voru hreinlega yfirkeyrðir. Þeir fengu púlsklukku í kjölfar þessa og máttu aldrei reyna meira á sig en klukkan sagði til um. Þaðtók þá þrjár vikur að ná sér að fullu. Þetta er lítið dæmi um það hvernig mjólkursýru- mælingar hjálpa mér. I Noregi hafa menn skipst á skoð- unum um það hvort skynsamlegra sé að mæla súrefnisupptöku leikmanna IÞROTTALINAN 1[0[0[0

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.