Fréttablaðið - 08.07.2020, Side 2

Fréttablaðið - 08.07.2020, Side 2
Í stærstu sveitarfélög- unum eru laun fram- kvæmdastjóra allt að 2.100 þúsund á mánuði. Veður Vestan og norðvestan 5-10 m/s í dag. Víða þurrt og bjart veður, en stöku síðdegisskúrir á sunnan- verðu landinu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast sunnantil. SJÁ SÍÐU 16 Ánægð á Íslandi Vinirnir Barbara, Przemek, Emilia og Ursula, sem hafa verið ferðamenn á Íslandi frá 29. júní, spókuðu sig í Bankastrætinu í gær. Þau halda heim til Póllands í dag og segja Íslandsheimsóknina hafa verið skemmtilega og veðrið gott. Öll voru þau skimuð fyrir COVID-19 við komuna og sögðu það hafa verið óþægilegt en að sama skapi hafi verið léttir að fá þau svör fimm til sjö klukkustundum síðar að þau væru ekki smituð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Brúðkaupsskreytingar • Veisluskreytingar • Bílaskreytingar • Sápukúlur • Confetti sprengjur • Nammibarir • Myndabásar • Kortakassar Finndu okkur á GARÐABÆR Talsvert hefur borið á því að sílamávar valdi usla í Garða- bæ með ágengni sinni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa fjölmargar kvartanir borist í þjónustuver bæjarins – bæði vegna loftárása fuglanna á gangandi vegfarendur, sem og tilkynningar um að að mávarnir spilli varpi ann- arra fugla með því éta ungviði þeirra. Þá eiga fuglarnir einnig til að valda óþægindum með driti. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sjálandshverfi en þar er ágangurinn talsverður. Meðal annars hafa íbúar á hjúkrunarheimilinu Ísafold orðið fyrir miklu ónæði vegna fuglanna. Guðbjörg Brá Gísladóttir, verk- efnastjóri hjá umhverf isnefnd Garðabæjar, staðfestir að sambýli manna og máva hafi gengið erfið- lega í bænum undanfarin misseri. „Þetta hefur verið vandamál und- anfarin ár, en eitthvað sem er erfitt fyrir okkur að bregðast við. Það eru stór varplönd sílamávs í grennd við nokkur hverfi bæjarins og þau eru friðuð,“ segir Guðbjörg. Málið hafi verið unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun Íslands. Þar sem ekki megi grípa til aðgerða innan varplanda þá hafi aðgerðir bæjarins takmarkast við það að bæjarstarfs- menn hafi stungið á egg sílamáva utan hinna skilgreindu svæða. Gunnar Þór Hallgrímsson, pró- fessor við líffræðideild Háskóla Íslands, segir sílamávi ekki hafa fjölgað undanfarin ár. Vandamálið með árekstra fuglanna við íbúa í Garðabæ sé ekki nýtt af nálinni og snúist fyrst og fremst um nálægð bæjarins við stór varpsvæði. Að sögn Gunnars Þórs er skiljan- legt að fólki verði hverft við þegar fuglarnir láti til sín taka enda séu þeir engin smásmíði. „Sílamávur ver einfaldlega varpið sitt eins og margir aðrir fuglar. Hann gerir það með talsverðum látum þó en það heyrir til undan- tekninga að þeir snerti fólk,“ segir Gunnar Þór. Hann bendir á að slíkt hafi sárasjaldan hent sig, þó að hann hafi um árabil starfað í grennd við varplönd sílamávs. „Ég hef meira að segja orðið fyrir árás skógarþrastar. Þetta atferli þekkist því hjá mörgum fuglategundum.“ Að hans sögn hafi sílamávar slæmt orð á sér og það sé vegna atferlis þess hluta stofnsins sem hefur aðlagast lífi í þéttbýli. Síla- mávurinn sé sjófugl og fæðuöflun hans fari fyrst og fremst fram á hafi úti. „Þetta eru tækifærissinnar og sumir sækja í það sem fellur til í þéttbýli og ungviði annarra fugla,“ segir Gunnar Þór. Að hans mati er ekki um alvarlegt vandamál að ræða, heldur sé mikilvægt að fólk taki tillit til fuglanna á meðan á varptíma þeirra standi. bjornth@frettabladid.is Sílamávar valda usla við hjúkrunarheimili Til vandræða horfir í Garðabæ vegna ágangs sílamáva. Á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Sjálandshverfi hafa íbúar ekki farið varhluta af þessum óvelkomna gestagangi. Fjölmargar kvartanir víðar úr bænum hafa borist í þjónustuver. Stærsta varp sílamáfa á höfuðborgarsvæðinu er nærri Garðabæ, að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, prófessors í líffræði í HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það eru hins vegar alltaf einhverjir tækifærissinnar Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor VI ÐSKIPTI Domino’s á Íslandi hyggst í haust opna nýjan útsölu- stað í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Þá er í undirbúningi að opna aftur tvo veitingastaði sem lokuðu tíma- bundið á meðan kórónaveirufar- aldurinn var í hámarki. „Við lokuðum þremur stöðum á meðan verst lét. Við höfum þegar opnað einn þeirra aftur, en bíðum færis að opna aftur staðina í Gnoðarvogi og í Reykjanesbæ,“ segir Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi. Umtalsverðar sviptingar hafa verið á f latbökumarkaðinum hér á landi undanfarin misseri, þar spilar kórónaveirufaldurinn stórt hlut- verk og ekki síður tilkoma Spaðans á Dalvegi. Birgir segir að Domino’s á Íslandi láti þó engan bilbug á sér finna og enginn samdráttur sé í spilunum. „Við teljum okkur sjá spennandi tækifæri á Völlunum,“ segir Birgir Örn. – bþ Domino’s mun stefna á vöxt SVEITARFÉLÖG Í könnun sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga gerði á starfskjörum sveitarstjórnarfólks, kemur fram að mánaðarlaun fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga, það er stjórnenda sveitarfélaga, eru mishá og ráðast oft af stærð og umfangi sveitarfélaga. Greint er frá könnun- inni á vef sambandsins. Árið 2019 var algengast að laun framkvæmdastjóra væru á bilinu 1.101  til 1.700 þúsund krónur á mánuði. Auk launagreiðslna fá framkvæmdastjórar einnig starfs- tengdar greiðslur og var algengast að þær næmu lægri fjárhæð en 50 þúsund krónum á mánuði. Í stærstu sveitarfélögunum, með f leiri en 5.000 íbúa, eru mánaðar- laun framkvæmdastjóra, laun og föst yfirvinna á bilinu 1.501-2.100 þúsund krónur. Í fimm tilvikum er framkvæmdastjóri með sex mánaða biðlaunarétt. Í einu er bið- launarétturinn fjórir mánuðir og í tveimur er hann þrír mánuðir. Hlunnindi framkvæmdastjóra í þessum sveitarfélögum er frá undir 50 þúsund krónum á mánuði í 199 þúsund. Alls bárust svör frá 58 sveitar- félögum af þeim 72 sem eru í land- inu. – jþ Könnuðu kjör í sveitarstjórnum Laun í sveitarstjórnum eru misjöfn. 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.