Fréttablaðið - 08.07.2020, Page 4
Við ætlum okkur að
geta tekið við þessu
í upp hafi næstu viku. Það er
ekkert auð velt, en það
ætlum við okkur að gera.
Páll Matthías son,
for stjóri Land spítalans
Ævintýrið hefst
í Brimborg!
Kauptu eða leigðu ferðabílinn
fyrir sumarævintýrið
Kauptu nýjan eða notaðan ferðabíl
eða leigðu sumarbílinn í Brimborg.
Öll bílaþjónusta á einum stað.
Byrjaðu ævintýrið í Brimborg!
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6 og 8
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
REYKJAVÍK „Ef við gerum ráð fyrir
að þetta sé ekki af mannavöldum,
þá er þetta nokkuð algengt og sér-
staklega svona mið- og síðsumars
bæði í stöðuvötnum og ám eins og
þarna,“ segir Jón S. Ólafsson, vatna-
líffræðingur, um froðubólstra sem
mynduðust í Elliðaánum í gær.
Froðubólstrarnir fönguðu augu
margra vegfarenda sem lögðu leið
sína um Elliðaárdalinn í gær og
veltu fyrir sér um hvaða fyrirbæri
væri að ræða.
Jón segir að litlar líkur séu á að
mengun valdi froðunni, heldur
náttúrulegar aðstæður í ánni. „Þetta
er bara froða sem myndast úr fitu úr
rotnandi lífverum í vatninu, bæði
Froða úr rotnandi lífverum í vatninu í Elliðaánum
FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hót-
elum á Íslandi drógust saman um 79
prósent í júní á þessu ári, sé miðað
við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar
voru gistinætur á hótelum 90 þús-
und talsins í júní á þessu ári, í fyrra
voru þær um 420 þúsund í sama
mánuði.
Einungis tæplega átján prósent
rúma á hótelum hér á landi voru
nýtt í júní síðastliðnum, sem er tæp-
lega 43 prósenta minni nýting en á
sama tíma í fyrra þegar rúmanýting
var 60,5 prósent. – bdj
Enn samdráttur
í fjölda nátta
Gistinætur á hótelum drógust
saman um 79 prósent milli ára.
Froðan hrannast upp fyrir neðan fossa og flúðir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
þörungum, plöntum og dýrum,“
segir Jón.
Spurður að því við hvaða aðstæð-
ur froðubólstrar sem þessir mynd-
ist, segir Jón vind og öldugang spila
stórt hlutverk, froðan myndist við
hreyfingu í vatninu. „Þarna er þetta
rétt fyrir neðan fossa eða f lúðir
þannig að það verður iðustraumur
og þá verður fitan að loftbólum.“
Þá segir hann froðuna ekki hafa
mikil áhrif á lífríkið í ánni. „Þetta
getur haft áhrif á skordýr sem eru að
klekjast, eins og mý. Ef mýið lendir
í þessari froðu getur það átt erfitt
með að f ljúga og fest í þessu, en ég
held að fiskinum sé alveg sama,“
segir Jón. – bdj
STJÓRNSÝSLA Heildartekjur Hag-
stofu Íslands árið 2019 námu ríf-
lega 1,6 milljarði króna á síðasta
ári og drógust lítillega saman frá
fyrra ári. Framlag úr ríkissjóði til
stofnunarinnar hækkaði um tæp-
lega 4 prósent á árinu eða í 1.428
milljónir króna. Þetta kemur fram
í nýrri ársskýrslu stofnunarinnar
sem birt er á vef hennar.
Heildargjöld Hagstofunnar á
árinu námu um 1.634 milljónum
króna og jukust um ríf lega 124
milljónir frá því árið áður, eða um
tæp 8 prósent.
Stærsti útgjaldaliður Hagstof-
unnar eru laun og launatengd gjöld.
Hækkaði sá liður um 100 milljónir
króna á milli ára, eða sem nemur
tæplega 8 prósentum.
Laun og launatengd gjöld voru 83
prósent af heildarútgjöldum stofn-
unarinnar. Húsnæðiskostnaður er
annar stærsti útgjaldaliðurinn og
nam hann 6,6 prósentum. Þriðji
stærsti útgjaldaliðurinn voru kaup
á þjónustu sem nam tæplega 5 pró-
sentum af heildarútgjöldum. – jþ
Gjöld Hagstofu
aukast nokkuð
Heildartekjur standa nær í stað.
COVID19 „Það voru alltaf á form um
að geta veiru fræði deildarinnar
yrði aukin til að sinna auknu hlut-
verki, þar á meðal skimun. Nú ber
þetta verk efni bráðar að okkur en
á formað var,“ segir Páll Matthías-
son, for stjóri Land spítalans.
„Við ætlum okkur að geta tekið
við þessu í upp hafi næstu viku. Það
er ekkert auð velt, en það ætlum við
okkur að gera,“ segir Páll.
Eins og kom fram á upp lýsinga-
fundi al manna varna í gær eru nú
uppi fyrir ætlanir um að hefja nýjar
leiðir við greiningu á sýnum, eftir
að Ís lensk erfða greining til kynnti
að hún dragi sig úr skimunar verk-
efninu við landamærin. Fram vegis
verða um tíu sýni greind saman í
hópi til að spara tíma og auka af-
kasta getu.
„Nú eru komnar glóð volgar rann-
sóknir sem sýna að það er hægt að
spara hvarf efni og annað slíkt með
því að setja saman sýni, að minnsta
kosti tíu saman, og mæla þau fyrir
hugsan legu veiru efni. Þá er í raun-
inni hægt að spara fjölda prófa.
Ef síðan ein hver hópur sýna er já-
kvæður þá þarf að skoða ein stök
sýni úr honum,“ út skýrir Páll. „Á
móti kemur að það er meiri handa-
vinna í kringum verk efnið þannig
að þetta sparar ekki mann skap.“
Páll segir að það helsta sem tap-
ist við það að Ís lensk erfða greining
hverfi frá verk efninu sé að staða
og tækja búnaður. Land spítalinn
réði inn á tján manns við upp haf
landa mæra skimunarinnar, sem
hafa hingað til verið að vinna hjá
Ís lenskri erfða greiningu, enda
greining á sýnunum farið fram þar.
„Sá mann skapur kemur yfir til
okkar. Við erum svo að breyta um
að ferð með því að greina mörg sýni
í einu og eigum því eftir að þróa
alla þá ferla sem eru í kringum það.
Þannig að það er alveg ljóst að það
verður mikil vinna að tryggja það
að þessi skimun geti haldið á fram
eftir að að komu Ís lenskrar erfða-
greiningar lýkur. En við ætlum
okkur að axla þessa á byrgð og leysa
þetta,“ segir Páll.
Á upp lýsinga fundinum í gær kom
fram að beðið væri eftir tækjum
sem búið væri að panta en vegna
langra bið lista væri ekki von á þeim
fyrr en í októ ber. „Það var eitt hvað
súper tæki sem þau pöntuðu. Við
erum bara með til tölu lega ein föld
tæki,“ segir Kári Stefánsson, for-
stjóri ÍE. Tækin sé auð veld lega hægt
að fá til landsins á stuttum tíma.
„En stað reyndin er sú að þetta er
miklu meira en bara að ein angra
RNA og nota PCR til að greina veir-
una. Það sem vantar í þetta er geta
til þess að grafa ofan í gögn, sækja
þekkingu í gögn og svo fram vegis.
Þannig að vanda málið í sjálfu sér er
ekki bara tækið, heldur að fá fólk til
að vinna þessa vinnu og ég er alveg
sann færður um að þau geti náð því
saman á til tölu lega stuttum tíma,“
heldur Kári á fram.
Að spurður um hvort hann hafi þá
ekki á hyggjur af því að skimunar-
verk efnið við landa mærin verði í
al geru upp námi þegar ÍE hverfur
frá því á mánu dag segir hann: „Nei.
Þetta fólk á alveg að geta höndlað
þetta. Það þarf til þess vilja, ekki
bara vilja til að vinna þessa vinnu
heldur til þess að breyta sumar frís á-
ætlunum og svo fram vegis. Þú gerir
þér kannski ekki grein fyrir því að
við erum búin að vinna hér hvern
einasta dag.“ ottar@frettabladid.is
Landspítalinn muni taka við
veiruskimun á landamærum
Land spítalinn reynir að fá ný tæki til landsins sem auka af kasta getu við sýnagreiningu. Sýni verða
greind saman í hópi. Forstjórinn segir að tekið verði við landamæraskimun í upphafi næstu viku. Kári
Stefáns son segir að spítalinn ætti að geta fengið sam bæri leg tæki og ÍE notar til landsins á fáum dögum.
Störfum á veirufræðideild Landspítala var óhikað haldið áfram í gær þrátt
fyrir endurbætur á húsnæðinu sem standa yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð