Fréttablaðið - 08.07.2020, Qupperneq 6
Ekki er ljóst hvernig
skýrsluhöfundar
komast að niðurstöðu um að
samfélagið verði fyrir
„neikvæðum áhrifum“ ef
ekki komi til uppbyggingar
á fiskeldi.
Úr umsögn Ísafjarðarbæjar
um áform Artic Sea Farm
Það sést glöggt af
þessari kröfu þeirra
hversu dýrt það getur verið
að leita réttar síns.
Jóhann Helgason, tónlistarmaður
Í mars tilkynnti Bols
onaro að ef hann fengi
veiruna myndi hann hrista
hana af sér auðveldlega
vegna þess að hann væri svo
heilshraustur.
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
BRASILÍA Jair Bol sonaro, for seti
Brasilíu, til kynnti í gær í beinni
útsendingu að hann væri með kór
ónaveiruna. The Guardian skýrir
frá.
Bol sonaro, sem er 65 ára, hefur
í tr ekað gert lítið úr far aldrinum og
virt fjar lægðar tak markanir að vett
ugi, jafn vel þótt að Brasilía sé með
næst flest tilfelli kóróna veiru smits í
heiminum. Alls hafa 65.000 manns
látist í far aldrinum í Brasilíu og þá
hafa 1,6 milljónir smits verið stað
fest.
Í mars, skömmu eftir að fyrsti
Brasilíu maðurinn lést úr CO VID
19, til kynnti Bol sonaro í sjón varps
ræðu að ef hann fengi veiruna
myndi hann hrista hana af sér
auð veld lega vegna þess að hann
væri svo heilsuhraustur, einkum
vegna bakgrunns í íþróttum.
Síðan þá hefur Bol sonaro í trekað
mætt á opin bera við burði og oftar
en ekki án and lits grímu.
Grunur um að Bol sonaro væri
með CO VID19 vaknaði á mánu dag
þegar fjöl miðlar í Brasilíu til kynntu
að for setinn væri með hita og stöð
ugan hósta. Tölvu sneið mynd var
tekin af lungum Bol sonaro, sem
sýndi að þau væru í góðu lagi.
Sem fyrr segir hefur Bol sonaro
í trekað gert lítið úr hættum CO VID
19 og hvatt Brasilíu menn til að snúa
aftur til starfa til að minnka efna
hags leg á hrif veirunnar. Við brögð
hans við far aldrinum hafa verið
harð lega gagn rýnd, bæði heima
fyrir og á al þjóð legum vett vangi.
– mhj
Bolsonaro var greindur með veiruna
Alls hafa 65.000 manns látist í
faraldrinum í landinu. MYND/GETTY
DÓMSTÓLAR Dómari í Los Angeles
hefur hafnað kröfu tónlistarrisanna
Universal og Warner um að Jóhann
Helgason greiði 323 þúsund dollara
málskostnað þeirra í lagastuldar
málinu um lögin Söknuð og You
Raise Me Up.
„Þetta er ákveðinn léttir og nú
getum við einbeitt okkur að áfrýj
uninni,“ segir Jóhann. Miðað við
fyrri úrskurði hafi dómarinn komið
á óvart og séð að sér, í ljósi gagna
sem lögmaður hans hafi getað sent
inn síðan málinu var vísað frá.
Dómarinn sagði að þrátt fyrir að
hann hafi vísað málinu frá, að kröfu
Warner og Universal, gæti Jóhann
ekki talist hafa stefnt í vondri trú.
Málinu hafi verið vísað frá vegna
þess að lögmenn andstæðinga hans
hafi sýnt fram á að bæði Söknuður
og You Raise Me Up, byggðu á írska
þjóðlaginu Danny Boy og þess að
tónlistarsérfræðingur Jóhanns hafi
að sama skapi litið fram hjá því að
skoða þann þátt ofan í kjölinn.
„Hvorki var málsóknin í vondri
trú né getur dómurinn komist að
þeirri niðurstöðu að hún hafi verið
tilhæfulaus,“ segir dómarinn.
Jóhann freistar þess nú fyrir
áfrýjunardómstóli að fá ákvörðun
dómarans um að vísa málinu frá,
hnekkt. Þar ganga hlutir hægt fyrir
sig og mun lögmaður Jóhanns hafa
búið hann undir að málið teygi
sig þar að minnsta kosti fram á
árið 2022. Jóhann segir gagnrýni
dómarans á vinnu tónlistarsér
fræðings óverðskuldaða.
„Nú getum við notað tímann
til að byggja undir áfrýjunina og
koma einhverju fyrir augu og eyru
dómaranna sem sannfærir þá um
gildi þessa máls. Vonandi verða að
minnsta kosti tveir af þremur dóm
urum okkur hliðhollir,“ segir hann.
Warner og Universal hafa ekki
tækifæri til að áfrýja niðurstöðunni
varðandi málskostnaðinn, þann
ig að Jóhann er því sloppinn fyrir
horn hvað þá kröfu snertir. Krafan
hljóðaði upp á jafnvirði 45 milljóna
króna á gengi dagsins. Málskostn
aður Jóhanns heldur hins vegar
áfram að hlaðast, eftir því sem mál
inu vindur fram.
„Það sést glöggt af þessari kröfu
þeirra hversu dýrt það getur verið
að leita réttar síns,“ bendir Jóhann
á. Sjálfur hafi hann meðal ann
ars eytt höfundarréttarlaunum
sínum nokkur ár fram í tímann til
að standa straum af kostnaðinum.
Jóhann kveðst afar þakklátur
tónlistarmönnunum Eyþóri Gunn
arssyni, Björgvini Halldórssyni og
Jakobi Magnússyni og fleirum fyrir
stuðning að undanförnu, til dæmis
með hugmyndum um að halda
styrktartónleika auk þess að koma
málinu á framfæri með ýmsum
hætti.
„Slíkir tónleikar myndu auð
vitað hjálpa mér mjög mikið.“ segir
Jóhann Helgason.
gar@frettabladid.is
Dómarinn hafnar tugmilljóna
króna kröfu á hendur Jóhanni
Að sögn Jóhanns Helgasonar er það léttir að dómari í Los Angeles varð ekki við kröfu andstæðinga hans
í Söknuðarmálinu um að hann greiddi 323 þúsund dollara lögmannskostnað þeirra. Málið heldur áfram
fyrir áfrýjunardómstóli þar ytra og vonast Jóhann eftir að meirihluti dómara þar verði honum hliðhollir.
Jóhann Helgason í sumarnóttinni í Garði í fyrrakvöld. MYND/HILMAR FOSS
SKIPULAGSMÁL „Dæmi er um að
fjörutíu einstaklingar séu skráðir
til lögheimilis í tvíbýlishúsi,“ segir í
fundargerð skipulagsráðs Kópavogs
sem kveðst við meðferð mála hafa
rekist á tilvik þar sem margir ein
staklingar séu skráðir á sama heim
ilisfang.
„Á þetta bæði við húsnæði sem
er í fasteignaskrá skráð sem íbúðar
húsnæði og atvinnuhúsnæði,“ segir
skipulagsráðið, sem kveðst að gefnu
tilefni leggja áherslu á og hvetja hlut
aðeigandi eftirlitsaðila til að vinna
náið saman. Þeir eigi að leita „leiða
til að auka öryggi og bæta aðbúnað
fólks sem býr við slíkar aðstæður,
sem eru oft á tíðum afar bágar,“ eins
og segir í fundargerðinni þar sem lagt
er til að umhverfissvið bæjarins hefji
vinnu við skoðun á verkferlum vegna
lögheimilisskráninga. – gar
Fjörutíu skráðir
í eitt tvíbýlishús
Í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UMHVERFISMÁL Gerðar eru ýmsar
athugasemdir við frummatsskýrslu
Arctic Sea Farm vegna áforma um
átta þúsund tonna sjókvíaeldi á
laxi eða silungi í Ísafjarðardjúpi, í
umsögn Ísafjarðarbæjar til Skipu
lagsstofnunar.
„Umhverfisáhrifum eru gerð góð
skil svo og mótvægisaðgerðum og
vöktun,“ segir í umsögninni. Bær
inn leggi áherslu á að áætlanir um
rannsóknir og vöktun séu árlegar
og fylgi viðeigandi stöðlum. „Það
er grundvöllur að því að hægt sé að
endurmeta, með rauntölum, burð
arþol Ísafjarðardjúps til fiskeldis.“
Þá segir Ísafjarðarbær að ekki
sé gerð grein fyrir aðgerðaáætlun
ef upp komi neyðartilvik. Ekki sé
talað um hvers konar aðstöðu Arctic
Sea Farm sé með á Flateyri og ekki
um hvers konar aðstöðu fyrirtækið
fyrirhugi á lóð sem það hafi sótt um
á Ísafirði.
„Ekki kemur fram í skýrslunni
hvort vinnsla á afurðum verður á
norðanverðum Vestfjörðum eða
ekki. Ekki er ljóst hvernig skýrslu
höfundar komast að niðurstöðu
um að samfélagið verði fyrir „nei
kvæðum áhrifum“ ef ekki komi til
uppbyggingar á fiskeldi eða hvaða
rannsóknir liggja þar að baki.“ – gar
Telja óljóst hvort Arctic Sea Farm verði með vinnslu á Vestfjörðum
Frá Ísafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
SKIPULAGSMÁL Skipulagsstofnun
hefur gef ið álit sitt um mat á
umhverf isáhrifum virkjunar í
Hverfisf ljóti í Skaftárhreppi. Bent
er á í álitinu að stofnunin telji ekki
sýnt fram á brýna nauðsyn þeirrar
röskunar sem virkjunin mun valda
í Skaftáreldahrauni. Framkvæmd
irnar séu innan Kötlu jarðvangs
sem UNESCO hefur viðurkennt.
Þá séu mannvirki fá á svæðinu og
lítil sem engin ummerki af manna
völdum.
Þá sé framkvæmdin líkleg til
að hafa neikvæð áhrif á útivist og
ferðaþjónustu á svæðinu. – jþ
Neikvæð áhrif á
Skaftáreldahraun
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð