Fréttablaðið - 08.07.2020, Page 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hún er
sannarlega
þreytandi sú
lenska
stjórnmála-
manna að
svara
kröfum um
úrbætur
alltaf með
steypu.
Það er verk
að vinna og af
nágrönnum
okkar getum
við margt
lært.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Á lokadegi Alþingis var samþykkt þingsálykt-unartillaga Samfylkingarinnar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til
þátttöku í samfélaginu, en fyrsti f lutningsmaður er
greinarhöfundur.
Á Íslandi hafa aldrei verið fleiri innflytjendur en
nú um þessar mundir og hefur fjölgað býsna hratt
undanfarin ár, þótt eðlilega sé eitthvert uppihald
á þeirri þróun eins og nú hagar til um gervallan
heiminn.
Við eigum langt í land með að geta sagst standa
framarlega í móttöku innflytjenda og þeir standa
hér höllum fæti eins og víða í öðrum löndum. Við
sjáum það á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er til
dæmis meira hér meðal innflytjenda en innfæddra.
Reynsla annarra þjóða sýnir einnig að launakjör
innflytjenda eru lakari en innfæddra. Samkvæmt
úttektum nemur það allt að 20-30 prósent í sambæri-
legum starfsgreinum.
Þá eiga innflytjendur á brattann að sækja á hús-
næðismarkaði og við þekkjum mörg nöturleg dæmi
þess sem ratað hafa í fjölmiðla.
Mun færri hefja framhaldsnám og enn færri ljúka
framhaldsnámi en innfæddir, hátt brottfall er stað-
reynd og það er takmarkaður stuðningur í skóla-
kerfinu.
Við metum með ófullnægjandi hætti menntun
inn flytjenda og viðurkennum ekki vel fagleg rétt-
indi. Í Evrópu er sem dæmi áætlað að 22 prósent inn-
flytjenda hafi menntun umfram það sem krafist er í
viðkomandi starfi, á móti 13 prósentum innfæddra.
Fjölgun innflytjenda hefur verið mikil hjá okkur á
allra síðustu árum, miðað við nágrannalöndin og við
höfum stutta reynslu á þessu sviði. Svíar og Kanada-
menn hafa til dæmis þróað með sér kerfi í sinni
innflytjendastefnu og njóta þess í betri þátttöku á
vinnumarkaði og í samfélaginu öllu. Það er verk að
vinna og af nágrönnum okkar getum við margt lært.
Við skulum vinna að því, og gera það hluta af
samfélagssáttmála okkar, að vera þjóðin sem veit og
skilur hvað innflytjendur skipta miklu máli.
Langt í land
Guðjón S.
Brjánsson
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
Sérstaðan
Framsóknarf lokkurinn, einn
af átta f lokkum sem eiga sæti
á Alþingi, hefur átt erfitt með
að mynda sér sérstöðu. Lilja
Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, stefn-
ir að því að taka við f lokknum á
næstunni. Hefur hún þegar haf-
ist handa við að marka f lokkn-
um sérstöðu með því að vera
sá f lokkur sem raðar f lokks-
mönnum á ríkisjötuna. Getur
þá almenningur gengið að því
vísu að þeirra atkvæði tryggi
Framsóknarmönnum vinnu.
Það er voða erfitt að túlka
skipun Framsóknaroddvitans
Lárusar Sigurðar Lárussonar í
stól stjórnarformanns MSN, hið
nýja LÍN, með öðrum hætti.
Máttarstólpi
Það má segja að landið skiptist
nú í tvo f lokka, Ríkisstjórnar-
liðið og Kárafylkinguna. Báðar
hreyfingar hafa mikið til síns
máls. Það er makalaust að það
taki ríkið marga mánuði að
gera það sem Kárafólkið gerði á
nokkrum dögum. Á móti kemur
að það þarf að ráða verkefna-
stjóra til að gera hlutina faglega,
einhvern máttarstólpa sem
hefur mikla þekkingu á mál-
inu og hefur traust þjóðarinnar
sér að baki. Það er augljóst að
Björn Ingi Hrafnsson á að taka
við því verkefni. Hann er meira
að segja með Framsóknarteng-
ingar ef það lætur einhverjum
líða betur.
Kári Stefánsson veit best sjálfur hvaða bakland hann hefur þegar hann gerir kröfur í þágu íslensks heilbrigðiskerfis, en það hafa því miður orðið örlög hans helstu hugðarefna að þeir sem hann beinir máli sínu til bregðast við
eins og uppgefnir foreldrar fremur en finnendur fjársjóðs.
Þegar Vigdís Hauksdóttir, þá formaður fjárlaganefndar,
sakaði Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans um and-
legt ofbeldi, var Kára Stefánssyni nóg boðið. Árið var 2015
og Páll hafði talað máli veikra og meiddra skjólstæðinga
spítala síns fyrir daufum eyrum fjárlaganefndar sem
hafði fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar til meðferðar.
Í grein sem Kári birti í Fréttablaðinu 10. desember
2015 er dapurlegri stöðu heilbrigðiskerfisins lýst: „Það
hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað
snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu
stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg
fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu.
Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið
óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd,
vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.“ Svo
hafði Kári í hótunum við háttvirta fjárlaganefnd:
„Ef hún breytir ekki frumvarpinu á þann veg að mun
meira fari til Landspítalans, munum við nokkrir félagar
safna 100.000 undirskriftum undir plagg sem hvetur
landsmenn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórn-
málaflokka sem standa að þessari ríkisstjórn, vegna
þess kulda og afskiptaleysis sem hún sýnir sjúkum og
meiddum í okkar samfélagi. Söfnunin verður létt verk og
löðurmannlegt. Þjóðinni ofbýður,“ skrifaði Kári og þjóðin
staðfesti það með undirskrift sinni. Á þremur mánuðum
sló Kári Íslandsmet með söfnun 85 þúsund undirskrifta
undir þá kröfu að Alþingi verji árlega 11 prósentum af
vergri landsframleiðslu til reksturs heilbrigðiskerfisins.
Alþingi hefur ekki sýnt kröfu Kára og þjóðarinnar
minnsta áhuga, en rúmum tveimur árum síðar var fyrsta
skóflustunga nýs þjóðarsjúkrahúss þó tekin. Fram-
kvæmdin á auðvitað lengri aðdraganda og enginn efast
lengur um mikilvægi verksins, þótt menn þvaðri enn
um staðsetninguna í þágu pólitískra hagsmuna. En hún
er sannarlega þreytandi sú lenska stjórnmálamanna að
svara kröfum um úrbætur alltaf með steypu.
Nú býðst Kári til að hýsa nýja faraldsfræðistofnun, sem
hann telur brýnt að sett verði á fót undir stjórn sóttvarna-
læknis. Boðið er afþakkað, en steypuvinnan sett á fullt á
hriplekri veirufræðideild Landspítalans.
Heilbrigðiskerfið verður ekki eitt fyrir barðinu á
steypunni, heldur er þetta útbreitt vandamál í ríkis-
rekstrinum. Þegar búið var að byggja vígalegt öryggis-
fangelsi að bandarískri fyrirmynd á Hólmsheiði, kom í
ljós að ekki var til fjármagn til að reka það. Vandamálið
var ekki skortur á steypu, heldur hafði rekstur íslenskra
fangelsa verið fjársveltur um árabil og er enn. Í sparnaðar-
skyni þarf nú að loka fangelsinu á Akureyri, því fangelsi
sem fangarnir sjálfir hafa helst talið sæmilega vandað og
mannbætandi.
Orð Kára falla í sama grýtta jarðveg og kröfur íslensku
glæpamannastéttarinnar og við höldum áfram að fara á
mis við þá fjársjóði sem eru kunnátta, hugvit og vönduð,
fullfjármögnuð þjónusta.
Steypa
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN