Fréttablaðið - 08.07.2020, Qupperneq 12
8 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Það hefur gengið brösuglega hjá Aston Villa að hala inn stig í ensku úrvals-
deildinni á leiktíðinni. Slæmt gengi Villa-manna fór í fínustu taugar Tyrone
Mings og Anwar El Ghazi, sem rifust eins og hundur og köttur í leik Aston
Villa á móti West Ham. Liðsfélagar þeirra náðu þó að skakka leikinn.
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, og Raheem Sterling, sóknarmaður
Manchester City, háðu harða rimmu í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.
Erjur þeirra héldu áfram á æfingu enska landsliðsins skömmu síðar, sem
varð til þess að Sterling var hent úr enska landsliðshópnum í einn leik.
Eftir að hafa
skipst á orðum
í hálfleik í leik
Tottenham
Hotspur og
Everton, náðu
Hugo Lloris og
Son Heung-Min,
samherjarnir
hjá Tottenham
Hotspur sáttum
að leik loknum.
Mynd/Getty
Enski pörupilt-
urinn Lee Bow-
yer og Kieron
Dyer, sem léku
með Newcastle,
fengu nóg af
hvorum öðrum
og lentu í áflog-
um. Greame
Souness, stjóri
liðsins, sektaði
lærisveina sína.
Craig Bellamy var ekki sáttur við að John Arne Riise rifi í mikrófóninn þegar
leikmenn Liverpool skelltu sér í karókí í æfingaferð liðsins í Portúgal. Bel-
lamy lét ekki staðar numið við að uppnefna Riise á karókíbarnum. Þegar á
hótelið var komið réðist Walesverjinn að Norðmanninum með golfkylfu.
ENSKI BOLTINN Hugo Lloris, mark-
verði og f yrirliða Tottenham
Hotspur, lenti saman við samherja
sinn, Son Heung-Min, sóknarmann
Lundúnaliðsins, í leik liðsins gegn
Everton í 33. umferð ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu karla
fyrr í vikunni.
Franski markvörðurinn var ekki
sáttur við varnarvinnu Suður-Kór-
eumannsins og lét hann heyra það á
leið þeirra inn í búningsklefa í hálf-
leik. Tottenham Hotspur bar hins
vegar sigur úr býtum í leiknum og
allt féll í ljúfa löð á milli leikmann-
anna að leik loknum.
José Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Tottenham Hotspur, tók sök-
ina á kýtingi leikmanna sinna á sig,
og sagði þetta sýna að leikmönnum
væri ekki sama um frammistöðu
hvers annars. Þetta gleddi sig hins
vegar, frekar en að angra.
Fréttablaðið tók saman erjur
nokkurra núverandi og fyrrver-
andi samherja í enska boltanum
í gegnum tíðina og má sjá þær á
myndunum hér til hliðar.
Slagsmál sundraðra samherja
Fótboltamenn eru margir hverjir miklar tilfinningaverur og það gerist við og við að þeim hleypur kapp í
kinn. Endrum og eins beinist reiði þeirra að samherja og dæmi um slíkt tilvik átti sér stað nú í vikunni.
FÓTBOLTI Víkingur mætir til leiks
án þriggja lykilleikmanna þegar
liðið fær Val í heimsókn, í fimmtu
umferð Íslandsmótsins í knatt-
spyrnu karla á heimavelli hamingj-
unnar í kvöld.
F o s s v o g s p i l t a r v e r ð a
án þriggja manna varnarlínu
sinn ar úr leiknum gegn KR í síð-
ustu umferð, en þeim Kára Árna-
syni, Sölva Geir Ottesen og Hall-
dóri Smára Sigurðarsyni var vísað
af velli með rauðu spjaldi í þeim leik
og eru þar af leiðandi í leikbanni.
Valsmenn mæta hins vegar
særðir til leiks, eftir að hafa fengið
skell á móti Skagamönnum um
síðustu helgi. Valur er með sex stig
eftir fjóra leiki en Víkingur fimm.
Breiðablik, sem trónir á toppi
deildarinnar með 10 stig, etur
kappi við FH, sem hefur líkt og
fjögur önnur lið sex stig um miðja
deild. Gísli Eyjólfsson fór meiddur
af velli hjá Breiðabliki þegar topp-
liðið gerði jafntefli við KA í síðustu
umferð og hann verður líklega fjarri
góðu gamni í þessum leik.
FH-ingar vonast til þess að Guð-
mann Þórisson og Pétur Viðarsson
verði klárir í slaginn í vörn þeirra,
sem var vængbrotin í tapinu gegn
Víkingi í síðasta deildarleik Hafn-
arfjarðarliðsins. Logi Tómasson,
sem kom til FH sem lánsmaður frá
Víkingi í lok júní, gæti komið inn í
varnarlínuna í þessum leik.
Þá leiða ÍA og HK saman hesta
sína á Akranesi, en Skagamenn
eru eitt þeirra fimm liða sem hafa
sex stig og HK-ingar eru með fjög-
ur. Nýliðarnir sem sitja í botnsæt-
unum með eitt stig hvort lið, berjast
um mikilvæg stig í Grafarvogi. – hó
Vængbrotnir
Víkingar mæta
Valsmönnum
FÓTBOLTI Ögmundur Kristinsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu,
mun skipta um vinnustað í Grikk-
landi eftir að yfirstandandi leiktíð
lýkur þar í landi.
Ögmundur hefur leikið með
gríska liðinu Larissa frá því árið
2018, en liðið hefur bjargað sér frá
falli, eftir harða fallbaráttu á keppn-
istímabilinu sem senn fer að ljúka.
Þessi 31 árs gamli markvörður
hefur skrifað undir samning við
Olympiacos, sem hefur nú þegar
tryggt sér gríska meistaratitilinn í
45. skipti í sögu félagsins. Liðið er
það sigursælasta í sögu grísku efstu
deildarinnar. – hó
Ögmundur
færir sig um set
í Grikklandi
Blikinn Viktor Karl Einarsson.
Ögmundur verður leikmaður
Olympiacos á næstu leiktíð.